Læknablaðið - 15.03.2009, Page 50
Skurðaðgerð á Landspitala. Mynd: RagnarTh. Sigurðsson
Vísindaþing Skurðlæknafélags íslands
og Svæfinga- og
gjörgæslulæknafélags íslands
Hótel Hilton Nordica 3.-4. apríl 2009
Haldið í samvinnu við Félag bráðalækna og félög háls-, nef- og eyrnalækna og kvensjúkdómalækna.
Að þingi loknu verður sameiginlegur kvöldverður með skemmtiatriðum.
Fjöldi erlendra fyrirlesara mun sækja þingið og halda fyrirlestra um skurðlækningar og svæfingar. Einnig verða frjáls erindi og
veggspjaldakynning þar sem höfundar kynna veggspjöld sín og svara spurningum. Keppt verður um hvatningarverðlaun Jónasar
Magnússonar prófessors, valin verða bestu ágrip unglækna eða læknanema og höfundar þeirra flytja erindi sín á laugardeginum.
• Ágrip erinda og veggspjalda verða birt í fylgiriti Læknablaðsins.
• Ágripin skulu skrifuð á íslensku, lengd 1500 slög (stafir með bilum), og í þeim skal koma fram.
a) inngangur, b) efniviður og aðferðir, c) niðurstöður og d) ályktun.
• Ágrip skulu send til Gunnhildar Jóhannsdóttur, skrifstofustjóra skurðdeildar Landspítala og ritara þingsins:
gunnhild@landspitali. is
• Erindi verða 7 mínútur að lengd og 3 mínútur í umræður.
• Veggspjöld eiga að vera 90x120 cm að stærð.
• Skilafrestur ágripa er á miðnætti 5. mars 2009.
Undirbúningsnefndin
skráning: www.congress.is