Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2009, Page 59

Læknablaðið - 15.03.2009, Page 59
U M R Æ Ð LÆKNISLIST O U R G 0 G FRÉTTIR FAGMENNSKA starfsmenn í læknastétt sem tekið hafa eigið líf, báðir einstakir hæfileikamenn á sínu sviði og framúrskarandi læknar. Átakanlegt er til þess að vita að báðir voru með læknanlegan sjúkdóm sem varð þeim að aldurtila. Það er brýnt að læknar verði sér meðvitaðir um geðheilsu sína eins og annan heilsufarsvanda. Þunglyndi er algeng orsök veikinda, oft til staðar samhliða öðrum veikindum og stundum lífshættulegt ástand. Ég vona að með betri fræðilegri þekkingu og minni fordómum lækna gagnvart þunglyndi geti orðið tvöfaldur ávinningur fyrir þá sjálfa og samfélagið; um leið og læknar læra að sinna eigin geðheilsu verða þeir betur í stakk búnir til að aðstoða á faglegan hátt þá fjölmörgu sjúklinga sem eiga við geðraskanir að stríða. Heimildir 1. Bucknill JC, Tuke DH. A Manual of Psychological Medicine, 1858. 2. Center C et al. Confronting depression and suicide in physicians: a consensus statement. JAMA 2003; 289: 3161-6. 3. American Psychiatric Association and Council on Scientific Affairs, Physicians mortality and suicide: results and implications of the AMA-APA pilot study, Conn Med. 1986,50;37-43 4. Rafnsson V, Gunnarsdóttir H. Dánarmein og krabbamein lækna og lögfræðinga. Læknablaðið 1998; 84; 107-15. 5. Hem E, Haldorsen T, Aasland OG, Tyssen R, Vaglum P, Ekeberg O. Suicide rates according to education with a particular focus on physicians in Norway 1960-2000, Psychol Med 2005; 35: 873-80. 6. Agerbo E, Gunnell D, Bonde JP, Mortensen PB, Nordentoft M. Suicide and occupation: the impact of socio-economic, demographic and psychiatric differences. Psychol Med 2007; 37:1131-40. 7. Miller MN. The Painful Truth: Physicians Are Not Invincible. S Med J 2000; 93: 966-73. 8. Rosenthal JM, Okie S. White Coat, Mood Indigo-Depression in Medical School. N Engl J Med 2005; 353:1085-8. 9. Voltmer E, Kieschke U, Schwappach DL, Wirsching M, Spahn C. Psychosocial health risk factors and resources of medical students and physicians: a cross-sectional study. BMC Med Educ 2008; 8; 46. 10. Tyssen R, Dolatowski FC, Rovik JO, et al. Personality traits and types predict medical school stress: a six-year longitudinal and nationwide study. Med Educ 2007; 41; 781- 7. 11. Schwenk TL, Gorenflo DW, Leja LM. A survey on the impact of being depressed on the professional status and mental health care of physicians. J Clin Psychiatry 2008; 69: 617-20. Hávar Sigurjónsson Læknar á krepputímum Það urðu líflegar umræður í kjölfar þriggja framsöguerinda á fundi LR og Félafs ungra lækna 24. febrúar sl. Framsögumenn voru Andrés Magnússon geðlæknir, Gerður Aagot Ámadóttir heimilislæknir og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur. Yfirskrift fundarins var: Hvernig tryggjum við heilbrigði landsmanna í kreppunni? Andrés fjallaði um fjármálahrunið og þöggun um ýmis mál meðan á góðærinu stóð. Hann sagði að öflugir aðilar í viðskiptalífinu hefðu hótað nið- urfellingu styrkja til vísindastarfsemi ef ákveðnir einstaklingar létu ekki af gagnrýni eða væru látnir halda áfram störfum sínum. Gerður velti upp ýmsum spumingum varðandi samfélagslega ábyrgð lækna sem væri ótvíræð og vísaði til læknaeiðsins. Þar skrifuðu læknar undir að hafa velferð sjúklings og samfélags að leiðarljósi. Hún nefndi einnig gagnrýna hugsun og fagmennsku sem leiðarstef í vinnu lækna og spurði hvort ekki mætti beita henni víðar; hvort læknar gætu ekki spurt sig hvort ákveðin verk væru ávallt nauðsynleg og hvort ekki mætti spara með því staldra við og meta þörfina hverju sinni. Sigurbjörg ræddi vanda opinberrar stjómsýslu og svaraði spurningu þaraðlútandi með þeim orðum að í íslenskri stjómsýslu væri vald stjórn- Gerður Aagot Árnadóttir heimilislæknir. málamannanna slíkt að faglegar forsendur væru lagaðar að pólitískum ákvörðunum. Hún sagði þetta eflaust koma læknum spánskt fyrir sjónir sem væru vanari því að taka faglegar ákvarðanir útfrá fyrirliggjandi forsendum. Sigurbjörg sagði ennfremur að læknar mættu búast við því að verða þolendur efnahagskreppunnar ekki síður en aðrir þjóðfélagshópar. LÆKNAblaðið 2009/95 227

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.