Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2009, Page 62

Læknablaðið - 15.03.2009, Page 62
■ UMRÆÐUR O G FRÉTTIR MYND MÁNAÐARINS Mynd mánaðarins Óttar Guðmundsson geðlæknir ottarg@landspitali.is Myndin sýnir Helga Tómasson yfirlækni að störf- um á rannsóknarstofunni á Kleppi árið 1939. Helgi (1896-1958) tók við starfi yfirlæknis á Kleppi árið 1929. Hann hafði nokkru áður (1927) varið dokt- orsritgerð sína við Kaupmannahafnarháskóla sem hét Undersögelser over nogle af blodets elektroly- ter (Ca, K, Na, H) og det vegetative nervesystem, særligt hos patienter med manio-depressiv psy- kose. í lækningum sínum notaði Helgi svipaðar aðferðir og notaðar voru annars staðar þótt hann færi í ýmsu eigin leiðir. Skipti þar mestu viða- mikil þekking hans á lífeðlis- og lífefnafræði sem mótaði hugsunarhátt hans og starfsaðferðir. Hann hafði mikinn áhuga á vegetatífa kerfinu og notaði mikið lyf sem virkuðu á það eins og asetýlkólón og efedrín. Hann var alla starfsævi sína afkastamik- ill vísindamaður og skrifaði margar greinar um hugðarefni sín. Mestan áhuga hafði hann ávallt á meðferð geðhvarfasjúklinga. A myndinni er hann að sinna spectralanalýtískum rannsóknum á blóð- söltum hjá geðhvarfasjúklingum. Hann fékk styrk frá Rockefeller Foundation á árunum 1937 og 1938 til rannsókna á geðhvarfasjúkdómum og voru tæki þau sem hann stendur við meðal annars keypt að hluta til fyrir þann styrk. 230 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.