Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2009, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.09.2009, Blaðsíða 11
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Jón G. Stefánsson1 sérfræðingur í geðlæknisfræði Eiríkur Líndal2 sálfræðingur, sérfræðingur í klínískri sálfræði Lykilorð: geðröskun, kvíði, þunglyndi, faraldsfræði. Algengi geðraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu Ágrip Tilgangur: Að kanna algengi geðraskana hjá þremur aldurshópum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Efniviður og aðferðir: Algengi geðraskana var kannað í hópi 805 einstaklinga úr handahófsúrtaki af Stór-Reykjavíkursvæðinu. I úrtakinu voru þrír aldurshópar, fæddir árin 1931, 1951 og 1971. Fólkinu var boðið að taka þátt í könnun á geðheilbrigði. Af mögulegum þátttakendum samþykktu 420 (52%) að taka þátt í rannsókninni. Kerfisbundið greiningarviðtal (CIDI-Auto) var notað til að meta geðheilsu. Því luku 416 þátttakendur. Niðurstöður: Lífalgengi geðröskunargreiningar er 49,8%. Algengastar eru geðröskun af völdum tóbaksnotkunar (23,6%), líkömnunarröskun (19%) og geðröskun vegna áfengisnotkunar (10,8%). Sögu um kvíðaröskun höfðu 14,4% og lyndisröskun 13%. Tæp 20% þátttakenda höfðu einkenni geðröskunar síðastliðið ár fyrir skoðun. Ársalgengi geðröskunar vegna tóbaksnotkunar var 6,5% og vegna áfengisnotkunar 6%. Ársalgengi líkömmmarraskana var 10,3%, kvíðaraskana 5,5% og lyndisraskana 2,6%. Geðraskanir vegna áfengisnotkunar voru algengari hjá körlum en líkömnunarraskanir, kvíðaraskanir og lyndis- raskanir hjá konum. Ályktun: Algengi geðraskana í þessari rannsókn er svipað og/eða lægra en fundist hefur í sambærilegum athugimum. Niðurstöður hennar benda ekki til þess að algengi geðraskana hafi aukist. Inngangur Geðsjúkdómar eru algengir og margir þekkja til þeirra af eigin raun eða vegna einhvers sem þeim tengist. Þeim er lýst í gömlum sögum og heimildum og virðast þá hafa birst á svipaðan hátt og nú þótt hugmyndir manna um orsakir þeirra og eðli hafi þróast í tímans rás. Með iðnvæðingu, auknu þéttbýli og öðrum þjóðfélagsbreytingum á nítjándu öld varð umönnun geðsjúkra vandamál er þurfti að leysa. Rannsóknir á umfangi þessa heilbrigðis- og félagslega vanda og uppbygging stofnana til að annast geðsjúka efldust. Hér á landi var á árunum 1841-1842 gerð athugun á fjölda geðveikra og misþroska til að meta hve mikla þjónustu þyrfti að veita vegna þeirra.1 Síðan hafa verið gerðar margar rannsóknir sem varpa ljósi á algengi geðsjúkdóma á íslandi. Niðurstöður stórrar íslenskrar faraldsfræði- legrar rannsóknar birtust 1964.2 Sjúkdómslíkur þeirra geðraskana er hún tók til var metið um 31% í heild og ekki var marktækur munur á sjúk- dómslíkum geðsjúkdóma hér og í Danmörku (Borgundarhólmi). Síðari rannsóknir hafa einnig bent til að algengi geðsjúkdóma væri svipað á íslandi og í nágrannalöndunum.3 Síðustu ár hafa vaknað spurningar um hvort algengi geðraskana fari vaxandi. Geðraskanir eru oftar orsakir örorku en áður var4 og magn geðlyfja sem er ávísað hefur aukist mikið.5 Hvort þetta er vegna aukins algengis geðraskana er þó óljóst því margt annað getur valdið6 og samanburður á skimleitarathugunum með GHQ (General Health Questionnaire)7'8 frá 1984 og 2002 sýndi ekki marktæka breytingu á algengi geðraskana.5 Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta algengi geðraskana eftir greiningarskilmerkjum ICD-109 meðal þriggja aldurshópa íbúa á Stór- Reykjavíkursvæðinu og nota til þess kerfisbundið geðgreiningarviðtal. Efniviður og aðferðir Undirbúningur að rannsókninni hófst árið 2005. Fengið var leyfi Vísindasiðanefndar (Algengi geðsjúkdóma á íslandi, 05-035-Sl) og rannsóknin tilkynnt til Persónuverndar (S2400/2005). Söfnun gagna hófst í ágúst 2005 og lauk í júní 2007. Fengið var 900 manna úrtak, einstaklingar fæddir árin 1931,1951 og 1971,300 manns úr hverjum árgangi, sem þjónustuaðilar á vegum Hagstofunnar völdu af handahófi úr þjóðskrá. Kynjahlutfall var jafnað. Allir í úrtakinu höfðu íslenskt ríkisfang og voru búsettir á Stór-Reykjavíkursvæðinu (Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ). Þeim sem voru í úrtakinu var sent kynningar- bréf þar sem greint var frá rannsókninni. Síðan var haft samband við þá símleiðis. Þeir sem LÆKNAblaðíð 2009/95 559
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.