Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2009, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.09.2009, Blaðsíða 27
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Samanburður á grindar- botnsþjálfun með og án raförvunar sem meðferð við áreynsluþvagleka Halldóra Eyjólfsdóttir1 sjúkraþjálfari María Ragnarsdóttir1 sjúkraþjálfari Guðmundur Geirsson2 þvagfæraskurðlæknir Lykiorð: áreynsluþvagleki, grindarbotnsþjálfun, raförvun. 1 Endurhæfingardeild, 2þvagfæraskurðdeild Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Halldóra Eyjólfsdóttir, sjúkraþjálfari MS, endurhæfingu Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími 543-9310. halldey@landspitali. is Ágrip Inngangur: Tólf til 55% kvenna finna fyrir þvag- leka einhvern tímann á ævinni og því mikilvægt að sýna fram á árangursríka meðferð við honum. Markmið: Að bera saman árangur grindarbotns- þjálfunar með og án raförvunar sem meðferð við áreynsluþvagleka. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 24 konur, 27-73 ára, sem greindar voru með áreynslu- þvagleka. Útilokaðar voru barnshafandi og konur með bráðaþvagleka. Þátttakendum var skipt með slembivali í hóp 1 sem stundaði grindar- botnsþjálfun og hóp 2 sem notaði raförvxm að auki. Styrkur og úthald grindarbotnsvöðva var metinn á Oxford-kvarða með þreifingu og vöðvarafriti (Myomed 930 Enraf Nonius). Konurnar svöruðu sannreyndum spurningalista fyrir og eftir meðferð um magn þvaglekans. Þær mátu einnig þvaglekann samkvæmt kvarða fyrir og eftir meðferð. Meðferð: Konur í báðum hópum æfðu tvisvar á dag, 15 mínútur í senn í 9 vikur. Konur í hópi 2 notuðu auk þess samtímis rofna raförvun á grindarbotnsvöðva um leggöng. Niðurstöður: Hóparnir voru sambærilegir í upphafi nema konur í hópi 2 voru marktækt yngri. Styrkur grindarbotnsvöðva jókst marktækt (Hópur 1: p=0,007; Hópur 2: p=0,005) og þvagleki varð marktækt minni en fyrir þjálfun (p=0,008) eða horfinn hjá 70% kvennanna. Hópur 2 hafði auk þess marktækt meiri slökun (p=0,013). Munur á árangri milli hópanna var hvergi marktækur. Ályktanir: Grindarbotnsþjálfun er árangursrík bæði með og án raförvunar en raförvrm til viðbótar grindarbotnsþjálfun bætir ekki árangur meðferðar við áreynsluþvagleka hjá þessum sjúklingahópi. Þar sem slökun var meiri hjá hópi 2 gæti raförvun verið valkostur í meðferð þar sem yfirspenna í grindarbotni veldur einkennum. Inngangur Göngudeild sjúkraþjálfara fyrir sjúklinga með vandamál frá blöðru og grindarbotni var sett á stofn á þvagfærarannsóknardeild 11A á Land- spítala Hringbraut í október 2003. Meðferðin sem þar er veitt við áreynsluþvagleka er grindarbotnsþjálfun ásamt raförvun með yfirborð- selektróðu í leggöngum eða án raförvunar. Meðferðin virðist gefast vel en þó misvel. Áreynsluþvagleki er ósjálfráð þvaglát við áreynslu, hósta eða hnerra! Hann hrjáir konur á öllum aldri og í öllum menningarsarnfélögum.2 4 í rannsókn sem gerð var hér á landi árið 2002 á tíðni þvagleka meðal 10.000 íslenskra kvenna, 30-73 ára, kom í ljós að 38,4% höfðu fundið fyrir þvagleka og þar af 18,7% tvisvar til þrisvar í viku eða oftar.5 Önnur íslensk rannsókn meðal stúlkna í íslenskum framhaldsskólum leiddi í ljós að þriðjungur stúlknanna hafði fundið fyrir þvagleka, þar af 11% sem misstu þvag tvisvar eða oftar í viku.6 Áhættuþættir áreynsluþvagleka eru meðganga og fæðing7' 8 legnám,911 hækkandi aldur12 og offita!3'14 Meðferðarúrræði eru grindarbotnsþjálfun, breytingar á lífsstíl og skurðaðgerðir. Samdráttur í grindarbotnsvöðvum styður við líffæri í grindarholi, það er þvagblöðru, þvagrás, leg og endaþarm, lokar þvagrásinni og kemur þannig í veg fyrir áreynsluþvagleka!5-16 Vöðvarnir þurfa að vera hæfilega stinnir og þykkir til þess að geta gegnt hlutverki sínu við aukinn þrýsting í kviðarholi. Við samdrátt í grindarbotnsvöðvum verður samtímis samdráttur í vöðvum þvagrásar og styrkjast þvagrásarvöðvar því einnig við styrkt- arþjálfun grindarbotnsvöðva!7 Lífeðlisfræðileg áhrif raförvunar eru ekki að fullu þekkt. Þó er vitað að raförvun orsakar afskautun útlægra hreyfiþráða í pudendus taug sem veldur samdrætti í grindarbotnsvöðvum LÆKNAblaðið 2009/95 575
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.