Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2009, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 15.09.2009, Blaðsíða 58
UMRÆÐUR 0 G FORSÍÐUMYND F R É T T I R I R 1989-2009 Lykill að myndheimi Forsíða Læknablaðsins hefur um langt skeið verið helguð myndlist. Síðastliðin fimm ár hefur Markús Þór Andrésson séð um val myndlistarfólks og myndverka fyrir blaðið og fylgt hverri forsíðu úr hlaði með pistli um verkið og myndlistarmanninn. Markús er myndlistarmenntaður og mikilvirkur sýningarstjóri og meðal nýjustu verkefna hans á því sviði er uppsetning sýningarinnar Lífróður í Hafnarborg í Hafnarfirði, sem nú stendur yfir, og Brennið þið vitar, sýning sem sett var upp í fjórum vitum á Listahátíð síðastliðið vor. Vitarnir voru hver um sig útvörður eins landshluta. Sýningarnar skipulagði hann í félagi við eiginkonu sína, Dorothée Kirch. Þau eru einnig sýningarstjórar íslensku sýningarinnar á Feneyjatvíæringnum sem nú stendur yfir. Markús gaf sér tíma fyrir spjall við Læknablaðið þegar hann var að setja upp sýninguna í Hafnarborg og greindi stuttlega frá því hvernig hann velur forsíðumyndir blaðsins og hvaða sjónarmið liggja þar að baki. Sumir gera sérstök verk fyrir forsíðuna Anna Ólafsdóttir Björnsson „Þegar Védís Skarphéðinsdóttir, ritstjórnarfulltrúi Læknablaðsins, hafði samband við mig og bað mig að taka að mér að velja myndverk á forsíðu blaðsins, var ég strax spenntur fyrir verkefninu. Ég tók þegar ákveðna stefnu sem ég hef fylgt að miklu leyti. Mig langar að forsíðan endurspegli það sem er að gerast núna. Frá upphafi beindi ég sjónum að yngri deildinni meðal myndlistarmanna en seinna hef ég einnig valið verk eftir eldri listamenn á forsíðuna inn á milli. Ég vissi af þessum vettvangi, forsíðu Læknablaðsins, þar sem samtímalist var kynnt á óhefðbundinn hátt og að það ríkti almenn ánægja með þetta framtak. Mín reynsla er sú að allir sem ég hef leitað til hafa tekið því mjög vel og flestir getað sinnt beiðni minni um forsíðuverk. Ef þeir hafa ekki getað það, þá er það vegna annríkis en ekki áhugaleysis. Ég hef aldrei komið að lokuðum dyrum þegar ég leita eftir verki fyrir Læknablaðið. Sumir vinna verk sérstaklega fyrir forsíðuna. Aðrir birta myndir af nýlegum verkum og þau eru af ýmsu tagi, innsetningar, gjörningar, ljósmyndaverk og í rauninni endurspegla forsíðuverkin alltaf eitthvað sem er að gerast í myndlistinni á þeim tíma. Þeir sem vinna verk sérstaklega af þessu tilefni ákveða það sjálfir, ég fer ekki fram á það, en sumir vilja það gjaman og finnst gaman að nota þennan miðil til þess að skapa eitthvað nýtt. Auðvitað skila verk sér misjafnlega vel og val myndlistarmanna ber stundum með sér að aftur er leitað til þeirra sem vinna með form sem henta forsíðunni vel. Það á til dæmis við um ljósmyndaverk og einn af þeim sem hefur átt forsíðuverk oftar en einu sinni er Hrafnkell Sigurðsson, en verk hans hafa notið sín sérlega vel í þessum miðli. Teikn á lofti um yfirvofandi hrun í myndverki 2005 Viðbrögðin við forsíðunum eru flest mjög jákvæð, læknar sem hafa rætt þær við mig hafa yfirleitt talið það sem þar birtist áhugavert. Það em að minnsta kosti þau viðbrögð sem berast í mín eyru. 606 LÆKNAblaðið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.