Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2009, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.09.2009, Blaðsíða 59
UMRÆÐUR 0 G FORSÍÐUM YNDIR 19 F R É T T I R 89-2009 Markús læturfara vel um sig á ritstjórnarskrifstofu Læknablaðsins þar sent kápumyndir blaðsins frá síðustu árum eru innrammaðar uppi á vegg. Mynd Anna. En ég veit það hafa komið fyrirspumir og bréf til blaðsins frá fólki sem er ekki sátt við einhverja forsíðuna eða skilur ekki verkin og þá hef ég sent útskýringar til baka eða beðið Védísi að gera það. Ekki svo að skilja að við séum í vörn fyrir verkin, en það er alltaf gaman að segja frá því hvað er í gangi, því sumt sem við höfum birt er fólki framandlegt. Útskýringarnar felast ekki í því að taka upplifunina frá þeim sem skoðar verkið, því hvert myndverk byggist á því sem áhorfandinn sér út úr því, rétt eins og gerist með aðrar listgreinar. En það er hægt að bjóða upp á ákveðna lykla að verkunum eða brú til að gera þau aðgengilegri. Oft endurspeglast samfélagið í myndverkun- um. Talsvert löngu áður en núverandi kreppa skall á voru ákveðin teikn á lofti um það sem koma skyldi, hrunið. Það mátti til dæmis sjá ádeilu á græðgina og gróðærið í verkum einstakra myndlistarmanna. Sem dæmi má nefna verk eftir Ásmund Ásmundsson á forsíðu Læknablaðsins í desember 2005. Á vissan hátt speglar myndlistin samfélagið en hún er oft mælikvarði á það fyrirfram hvert við erum að stefna. Það kemur fram á ótvíræðan hátt og oft löngu áður en hið raunverulega ástand kemur upp á yfirborðið. En myndlistin endurspeglar líka á mjög afgerandi hátt hvernig við bregðumst við. Það ástand sem nú er í þjóðfélaginu mun eflaust halda áfram að birtast í verkum listamanna á næstu misserum, við erum bara rétt að byrja að sjá hvernig afleiðingar hrunsins koma fram í myndlistinni. Margt af því sem er að gerast í myndlist núna, bæði það sem sýnt er á sýningunni Lífróður og Brennið þið vitar, væri ekki að gerast í íslenskri myndlist núna ef ekki hefði komið til þessi umbreyting síðastliðið haust. Myndlistarmenn, líkt og fleiri, hafa beint sjónum sínum að hafinu umhverfis landið og öllu því fjölbreytilega sem tengist því, hvort sem litið er á sjósundkappa, sæstrengi, fiskinn í sjónum eða olíuna. Skyndilega sjáum við að gripið er til LÆKNAblaðið 2009/95 607
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.