Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2009, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.09.2009, Blaðsíða 47
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR ENDURHÆFING í STYKKISHÓLMI jósep Blöndal á skrifstofu sinni á Stykkishólmi. 20-50 ára og ná hámarki við 40 ára aldur að sögn Jóseps. „Við leggjum ekki inn böm en yngst höfum við meðhöndlað 14 ára unglinga. Síðan höfum við haft hér fólk yfir níræðu þannig að allur aldursskalinn hefur komið hingað." Bakvandamál eru eitt dýrasta heilbrigðisvandamál þróaðra þjóða og kosta samfélögin mest í sjúkrahúsvist, vinnutapi og meðferð. Jósep fræðir mig á því að það sé hins vegar reginmunur á því hvort skoðuð eru þróuð samfélög eða önnur, því bakvandamál era mun sjaldgæfari meðal náttúruþjóða, þeirra sem hafa ekki þróast yfir í hið sitjandi samfélag Vesturlanda. „Sennilega leggjum við drög að bakvanda- málum okkar strax á leikskólaaldri. Það hafa verið gerðar rartnsóknir sem sýna að fyrstu skemmdir í liðþófum hryggsúlu geta sést hjá börnum allt niður í 9 ára aldur. Og við skulum hafa í huga að brjósk endurnýjar sig ekki. Það er vandinn sem við glímum við. Vísindamenn eru reyndar að leita logandi ljósi að aðferðum til að bæta og endumýja brjósk og þá helst í erfða- og stofnfrumurannsóknum. Eg hef takmarkaða trú á að það muni skila árangri," segir Jósep. Það kemur fram í samtali okkar að víða erlendis hafa verið gerðir útreikningar á hver kostnaður samfélagsins sé vegna bakvandamála og ef það er yfirfært í íslenskar krónur miðað við gengi dollars þegar það var lægst þá var talan fyrir Island 12 milljarðar á ári. Ef einhverjum þykir þetta há tala þá eru tölur Samtaka atvinnulífsins um greiðslur vegna veikindadaga árið 2006 um 26 milljarðar og þar af kostuðu bakvandamál 5,2 milljarða. Bakvandamál eru algengasta orsök örorku hjá fólki undir 45 ára aldri og 13% allra öryrkja á Islandi era það vegna bakvanda. „Þetta er því risavaxið vandamál og mikill sparnaður fólginn í því að ná tökum á því sem fyrst í hverju tilfelli." Greina má þrenns konar orsakir bakvandamála: líffræðilegar, félagslegar og áverka/slys. „Menn skipta gjaman sjúklingunum í þrjá hópa eftir tímalengd einkenna: 1) Sjúklinga með bráða bakverki sem staðið hafa í allt að sex vikur, 2) sjúklinga í millibilsástandi sem varir í 6-12 vikur og 3) sjúklinga með króníska verki, en samkvæmt skilgreiningu verða verkir „krónískir" þegar þeir hafa staðið lengur en þrjá mánuði. Þessi flokkun er auðvitað umdeild, einkum þessi tímaskilgreining á krónískum verkjum, en hefur vissa praktíska þýðingu hvað meðhöndlun varðar. í fyrri tveimur hópunum á að giska 80% sjúk- LÆKNAblaðið 2009/95 595
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.