Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2009, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.09.2009, Blaðsíða 3
Læknanemi vinnur til verð- launa á norrænu vísindaþingi í júní síðastliðnum var haldið í Reykjavík 27. vísindaþing Nordisk Urologisk Förening (NUF) en þau eru haldin annað hvert ár. Þingið sóttu rúmlega 400 manns, flestir þvagfæraskurðlæknar frá hinum Norður- löndunum. A þinginu bar það til tíðinda að íslenskur læknanemi vann til verðlauna fyrir vísinda- rannsókn sína, en það var Helga Björk Páls- dóttir fyrir rannsóknina Incidental detection of renal cell carcinoma is an independent prognostic marker - Results of a long term ivhole population study. Rannsókn Helgu tekur til rúmlega 900 sjúklinga með nýrnafrumukrabbamein þar sem aðaláhersla er lögð á forspárþætti lífshorfa. Þetta er framhald af rannsóknarverkefni hennar á þriðja ári við læknadeild HÍ. Helga hefur unnið að rannsókninni samhliða námi og í samvinnu við læknana Sverri Harðarson, Vigdísi Pétursdóttur, Eirík Jónsson, Guðmund V. Einarsson og Tómas Guðbjartsson. Ljósmynd: Ingcr H. Bóasson/LSH Helga vinnur nú að vísindagrein og er stefnt á birtingu í erlendu vísindarit innan þvagfæra- skurðlækninga. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Verk Kristins E. Hrafnssonar (f. 1960) eru mörgum kunn enda víða að finna á opinberum vettvangi, meðal annars í miðbae Reykjavíkur, við Borgarleikhúsið/Kringluna og við Háskólann á Akureyri. Þau kalla fram hugleiðingar um samband fólks við eigið umhverfi, bæði í tíma og rúmi. Vangaveltur um eðli staða eða framvindu tímans eru settar fram í nánu samhengi við umhverfið, nærliggjandi borgarlandslag og byggingarlist. Á mótum Austurstrætis og Pósthússtrætis er verkið Einn staður, einn tími og annar... o.s.frv. frá árinu 2001 sem er eins og partur úr grindverki og bekk ásamt áletrun. Við Kringluna og Borgarleikhúsið vann Kristinn með arkitektastofunni Studio Granda að mótun umhverfis við suðurinngang auk þess að útbúa læsta geymslu þar sem varðveitt eru um ókomna tíð sýnishorn af því sem búðirnar í verslunarmiðstöðinni höfðu til sölu þegar verkið var gert. Á Akureyri er íslandsklukka sem vísar á margan hátt til sögu þjóðarinnar. Hún var vígð árið 2000 og er ætlað að vera hringt árlega, einu slagi oftar ár hvert. Grafíkverkið á forsíðu Læknablaðsins að þessu sinni er hluti af hugmyndavinnu Kristins sem tengist stóru útiverki fyrir torg. Það heitir Lægð og er frá árinu 2008. Myndin sýnir abstrakt form sem eru endurtekin með hliðsjón af gullinsniði og fæst þannig fram eins konar rangsnúinn spírall. Gullinsnið á rætur að rekja til grískrar höggmyndalistar hálfri öld fyrir Krist og er byggt á ákveðnu hlutfalli á milli tveggja misstórra eininga. Enduróm sögulegra heimilda má gjarnan greina í verkum Kristins, hann vísar í forna þekkingu og nýja auk þess að fá að láni textabrot héðan og þaðan. Ef til vill er hann þar með að minna á að viðfangsefni mannsins eru síst önnur í dag en þau hafa ætíð verið. Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Inga S. Þráinsdóttir Tómas Guðbjartsson Þóra Steingrímsdóttir Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1800 Áskrift 9.500,- m. vsk. Lausasala 950,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Prentsmiðjan Oddi Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Soience Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2009/95 551
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.