Læknablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 12
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
Tafla I. Fjöldi lungnabrottnámsaðgerða við lungnakrabbameini á Islandi á fjögurra ára
tímabilum frá 1988 til 2007. Að meðaitaii gengust 3,9 sjúklingar á ári undir lungnabrottnám,
en 7 á einu ári árið 2006 og 4 árið 2007. Einnig er sýnt hlutfall iungnabrottnámsaðgerða
af heildarfjölda greindra tilfella af lungnakrabbameini öðru en smáfrumukrabbameini
(NSCLC‘) á Islandi á fjögurra ára timabilum frá 1988 til 2007. Hlutfallið reyndist 3,7% fyrir
allt tímabilið.
Tímabil Heildarfjöldi tilfella (NSCLC') Fjöldi iungnabrottnáms- aðgerða Hlutfall lungnabrottnáms- aðgerða af öllum greindum tilfellum (%)
1988-91 334 12 3,6
1992-95 401 11 2,7
1996-99 431 14 3,3
2000-03 454 15 3,3
2004-07 477 25 5,4
’NSCLC - non-small cell lung cancer, lungnakrabbamein önnur en smáfrumukrabbamein.
smáfrumukrabbameina á rannsóknartímabilinu.
Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám
en einnig var stuðst við meinafræðisvör.
Vefjasýni voru ekki skoðuð að nýju. Skráðar
voru upplýsingar um ein kenni, áhættuþætti
og ástand sjúklinga fyrir aðgerð, fylgikvilla í
og eftir aðgerð og legutíma. Einnig voru æxlin
stiguð samkvæmt nýjustu útgáfu af TNM-
stigunarkerfinu og skráð niður mesta þvermál
æxlanna, gráða og vefjagerð.5 Stigun miðast við
upplýsingar sem lágu fyrir eftir vefjaskoðun á sýni
úr aðgerð (pTNM) en upplýsingar um klíníska
stigun fyrir aðgerð (cTNM) byggðust á aðferðum
sem tóku breytingum á 20 ára tímabili og voru því
ekki nægilega staðlaðar. Sjúklingar sem greindir
voru með fjarmeinvörp innan þriggja mánaða frá
aðgerð voru stigaðir á stigi IV. Afdrif sjúklinganna
voru könnuð og fengust upplýsingar úr Þjóðskrá
um hvort sjúklingarnir væru lífs eða liðnir þann
1. apríl 2009. Einnig voru reiknaðar lífshorfur
(sjá síðar) en upplýsingar fengust um afdrif allra
sjúklinganna og var meðaleftirfylgdartími 2,4 ár
(bil 0,01-14,5 ár). Skurðdauði (operative mortality)
var skilgreindur sem andlát innan 30 daga frá
aðgerð. Einnig var kannað hversu margir höfðu
látist innan 90 daga frá aðgerð.
Skráð var ASA (American Society of
Anesthesiologists) áhættuflokkun sjúklinganna
ásamt niðurstöðum öndunarmælinga um
öndunarrýmd (forced vital capacity, FVC) og
flæðishraða á fyrstu sekúndu útöndunar (forced
expiratory volume in one second, FEVl).
Stigun fyrir aðgerð var ekki stöðluð en fólst
í flestum tilfellum í tölvusneiðmynd (TS) af
brjóstholi og efri hluta kviðarhols. Einnig var
gerð röntgenmynd af lungum, berkjuspeglun
og beinaskann. TS af höfði var fengin ef grunur
lék á meinvörpum í heila. Miðmætisspeglun var
framkvæmd hjá 24 (31,2%) sjúklingum, þar af í átta
tilfellum í sömu svæfingu og lungnabrottnámið og
var þá stuðst við frystiskurðarsvar.
Aðgerðirnar voru framkvæmdar af sex
skurðlæknum og framkvæmdi einn þeirra 20
aðgerðanna, en hinir á bilinu 5-16 aðgerðir hver.
Sjúklingamir voru svæfðir með tvíopaberkjurennu
sem gerir kleift að fella saman það lunga sem
aðgerðin er framkvæmd á. Sjúklingarnir voru
oftast hafðir i 90° hliðarlegu og brjóstholið opnað
með aftari/hliðar-brjóstholsskurði (posterolateral
thoracotomy) undir 4. eða 5. rifi. Á síðari hluta
rannsóknartímabilsins var þó í vaxandi mæli notast
við fremri/hliðar-brjóstholsskurð (anterolateral
thoracotomy) og latissimus vöðvanum hlíft.
Einnig var á síðari hluta tímabilsins oftar
beitt utanbastsdeyfingu sem verkjadeyfingu eftir
aðgerðina í stað staðdeyfingar á milli rifja og
morfíndælu. Flestir (87,0%) sjúklinga fengu
digitalis í aðgerðinni og fyrst eftir aðgerðina til að
fyrirbyggja hjartsláttaróreglu.
í aðgerðunum var annaðhvort saumað (n=64)
eða heftað (n=13) fyrir blá- og slagæðar til lungans.
í 64 aðgerðanna (83,1%) var berkjustúfurinn
heftaður með heftibyssu, annars var saumað fyrir
hann. Sjúklingarnir voru vaktir í lok aðgerðar
á skurðstofu og lágu að minnsta kosti einn
sólarhring á gjörgæslu. í lok aðgerðanna var komið
fyrir brjóstholskera sem hafður var í sólarhring og
ekki tengdur við sog.
Við tölfræðiúrvinnslu var notast við tölvufor-
ritið Excel og aðferð Kaplan-Meier notuð við
útreikninga á lífshorfum. Útreikningar á lífshorfum
voru gerðir með tölfræðiforritinu R og miðuðust
við 20. febrúar 2009. Ein- og fjölþáttagreining (Cox
proportional hazards regression model) var notuð
til að meta forspárþætti lífshorfa og áhættuhlutfall
(hazards ratio) í mismunandi hópum borið
saman. Fyrst var gerð einþáttagreining, meðal
annars á kyni, aldri, hvort æxli greindust
fyrir tilviljun, sögu um langvinna lungnateppu
(LLT), kransæðasjúkdóm og hjartsláttaróreglu en
einnig FEV1<75% og FVC<80% á öndunarprófi,
vefjagerð, gráðu, hlið, stigun og ASA-flokkun. Þeir
þættir sem reyndust marktækir í einþáttagreiningu
eða nálægt því voru síðan bornir saman í
fjölþáttagreiningu. Marktækni miðaðist við p-
gildi <0,05 og 95% öryggisbil.
Áður en rannsóknin hófst lágu fyrir öll tilskilin
leyfi frá Persónuvernd, Vísindasiðanefnd og fram-
kvæmdastjóra lækninga á Landspítala.
Niðurstöður
Alls gengust 77 sjúklingar undir lungnabrottnám
við lungnakrabbameini á þeim 20 árum sem
rannsóknin náði til, 49 karlar (63,6%) og 28 konur
(36,4%). Meðalaldur sjúklinga var 62,3 ár ± 9,
og var sá yngsti 49 ára og sá elsti 83 ára. Fjöldi
824 LÆKNAblaðið 2009/95