Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2009, Side 53

Læknablaðið - 15.12.2009, Side 53
UMRÆÐUR 0 G L Æ K N A D A F R É T T I R G A R 2 0 10 „Læknadagar hafa hingað til staðið undir sér og okkar markmið er að svo verði áfram," segir Arna Guömundsdóttir. íslenskra lækna eru í þeim gæðaflokki að þeir gefa ekkert eftir því sem erlendir kollegar okkar hafa fram að færa. Það sýndi sig einnig í fyrra að mesta aðsóknin var að innlendum málþingum og það staðfestir skoðun okkar að Læknadagar eru samkoma íslenskrar læknastéttar þar sem hinar mörgu sérgreinar mætast og félagslegi þátturinn skiptir ekki síður máli en sá faglegi. Við höfum tekið eftir því að þverfagleg málþing njóta yfirleitt mikilla vinsælda enda eru Læknadagar eitt helsta tækifærið fyrir sérfræðingana að kynna sér hvað kollegar í öðrum sérgreinum eru að fást við." Verður erfitt að velja Aðspurð um hvort eitthvert þema sé ráðandi í væntanlegri dagskrá segir Arna ekki svo vera. „Einkenni Læknadaganna er mikil fjölbreytni. Þarna verða nær allar sérgreinar með innlegg ásamt umræðu um lyfjamál, heilsuhagfræði, skipulag heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og margt fleira." Þegar Arna er beðin að nefna einhver atriði dagskrárinnar sem henni þykja áhugaverð verður hún hugsi því af svo mörgu er að taka. „Ég hugsa að margir eigi eftir að lenda í vandræðum með að velja og hafna því svo margt er áhugavert. Ég vil þó nefna nokkur atriði sem eflaust eiga eftir að vekja nokkra athygli. Kvensjúkdómalæknar ætla að ræða siðfræði lýtalækninga á kynfærum kvenna, Samtök lyfjaframleiðenda Frumtök ætla að ræða samskipti lyfjaiðnaðarins við læknastéttina en allt í kringum okkur er verið að herða þessar reglur og sennilega eingöngu tímaspursmál hvenær við fylgjum í kjölfarið. Þetta er mjög þörf umræða. Þá vil ég nefna heiðursmálþing um Margréti Oddsdóttur sem lést í fyrra. Þar ætla skurðlæknar og krabbameinslæknar að sameinast um að heiðra minningu Margrétar. Heilsuvá í háloftunum er yfirskrift málþings sem Félag íslenskra heimilislækna stendur fyrir. Vefjagigt er umfjöllunarefni málþings sem ég veðja á að verði mjög vel sótt. Þetta er efni sem mjög mikið er fjallað um núna. Skimun á krepputímum er yfirskrift annars málþings sem er mikilvægt að fjalla um núna þar sem hættan er sú að skorið verði niður og dregið úr forvörnum með ófyrirséðum afleiðingum síðar. Þá vil ég nefna að alla dagana verða vinnubúðir um afmörkuð efni og ég nefni hér vinnubúðir um gifs sem gæti orðið vel sótt og annað um hvatningarviðtöl (motivational interviewing)." Hér hefur eingöngu verið stiklað á stóru í dagskrá læknadaganna en dagskráin í heild verður aðgengileg á heimasíðu Læknafélags íslands (www.lis.is) en ekki birt í Læknablaðinu í ár af sparnaðarástæðum. Skráning er jafnframt á netinu og þar er hægt að inna af hendi greiðslu samtímis. LÆKNAblaðið 2009/95 865

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.