Læknablaðið - 15.12.2009, Side 19
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
Gunnar
Guðmundsson1’2
sérfræðingur í lyf-, lungna- og
gjörgæslulækningum
Kristinn
Tómasson3'4
sérfræöingur í embættis- og
geðlækningum
Lykilorð: búskapur, vinnuslys,
fjarvistir frá vinnu, einkenni, áfengi.
’Lungnadeild Landspítala,
2læknadeild HÍ,
3Vinnueftirliti ríkisins,
“rannsóknastofu í
vinnuvernd, HÍ.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Gunnar Guðmundsson,
lungnadeild Landspítala E7
Fossvogi,
108 Reykjavík.
Sími 543-1000, fax 543-
6568.
ggudmund@landspitali. is
Vinnuslys íslenskra bænda.
Mat á áhættuþáttum með
spurningalista
Ágrip
Inngangur: Lítið er vitað um vinnuslys bænda
á Islandi. Oft er því haldið fram að vinnuslys
séu algeng hjá þessum starfshópi. Sérstakt
starfsumhverfi bænda er talið eiga þátt í því.
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna vinnuslys
meðal bænda og hvaða áhrif þau hefðu á líðan,
fjarvistir frá vinnu og læknisheimsóknir.
Efniviður og aðferðir: Þverskurðarrartnsókn af
öllum bændum á fslandi með bú stærra en 100
ærgildi. Alls var 2042 bændum sendur ítarlegur
spurningalisti um almenn heilsufarseinkenni,
vinnuslys og læknisheimsóknir (svarhlutfall 54%).
Niðurstöður: Vinnuslys voru algeng hjá miðaldra
og eldri bændum og leiddu þau oft til langra
fjarvista. Búpeningur var áberandi orsök slysanna,
en tengsl við áfengisnotkun í tengslum við
vinnu voru einnig skýr. Þeir sem höfðu orðið
fyrir vinnuslysum leituðu oftar læknis vegna
stoðkerfiseinkenna og verkja. Þeir mátu einnig
líkamlega og andlega líðan verri og höfðu meiri
geðræn einkenni.
Ályktun: Vinnuslys voru algeng hjá bændum
og leiddu til langra vinnufjarvista. Þau leiddu til
fleiri læknisheimsókna og líðan var verri. Þessar
niðurstöður má nota til að efla heilsugæslu
og forvamir gegn slysum. Bændur þurfa að
endurskoða áhættumat sitt með tilliti til slysa.
Inngangur
Takmarkaðar upplýsingar eru til um vinnuslys
íslenskra bænda. Gerðar hafa verið rannsóknir
á dánarmeinum1 og kom þar í ljós að dauðaslys
voru sjaldgæfari meðal bænda en annarra. Flest
bóndabýli á íslandi í dag eru lítil og rekin af einni
eða tveimur fjölskyldum. Þau snúast oftast um
umhirðu búpenings og öflun fóðurs fyrir hann.
Vinnustundir eru langar og óreglulegar og hætt
við að þær lúti ekki öðrum lögmálum en kröfunni
um að verkið sé unnið. Bændur vinna oft einir
eða í litlum hópum og nota vélar og tæki sem
geta verið hættuleg og þarfnast mikils viðhalds.
Umhirða búpenings getur verið erfið, einkum
stórra skepna eins og nautpenings. Þetta vekur
spurningar um hvort vinnuslys bænda geti verið
algeng, sérstaklega vegna erfiðs starfsumhverfis.
Rannsókn þessi sem er hluti af yfirgripsmikilli
rannsókn á heilsufari bænda2-3 hafði að markmiði
að rannsaka vinnuslys bænda og hversu oft
meðferðar er leitað vegna afleiðinga þeirra og
hvort þau hafi áhrif á líkamlega og andlega líðan.
Með þessu var reynt að svara spurningunni
um hvort vinnuslys bænda hefðu mikil áhrif á
heilsufar þeirra og fjarvistir frá vinnu. Þessar
upplýsingar eru mikilvægar vegna fyrirbyggjandi
aðgerða til að draga úr vinnuslysum hjá bændum.
Efniviður og aðferðir
Þetta er þversniðsrannsókn meðal allra bænda
á Islandi sem stóðu fyrir búi árið 2002 með
meira en 100 ærgildum eða ígildi þess í
mjólkurkvóta.2- 3Alls uppfylltu 2042 bændur
skilyrði um þátttöku í rannsókninni samkvæmt
skrám Bændasamtakanna. Þessir bændur fengu
allir sendan ítarlega spurningalista ásamt bréfi
sem skýrði markmið rannsóknarinnar. Svarhlutfall
reyndist vera 54% (n=1107) eftir ítrekanir.
Nokkuð var um að svör vantaði við einstökum
spurningum. Það að svara spurningalistanum
jafngilti upplýstu samþykki fyrir þátttöku í
rannsókninni. Spurningalistinn var byggður á
íslenskri útgáfu Evrópukönnunarinnar Lungu og
heilsa.4 Hann tók til lýðfræðilegra þátta eins og
áður hefur verið lýst.2-3 Spurt var um vinnuslys
og notaðar sömu spurningar og notaðar höfðu
verið af Vinnueftirlitinu við skráningu vinnuslysa.
Almenn vellíðan á síðustu 12 mánuðum var metin
með spurningum um líkamlega og andlega heilsu,
á Likert-kvarða frá 1-10 þar sem 1 er versta heilsa
en 10 er besta heilsa. Til að skima fyrir algengi
geðeinkenna var notaður spurningalistinn General
Health Questionnaire-12 (GHQ-12).5Hægt er að fá
spumingalistana hjá höfundum.
Tölfræðileg úrvinnsla var gerð með Statistical
Package for the Social Sciences (SPSS) útgáfa
12.01. Notað var kí-kvaðrat til að bera saman
hlutföll, t-próf við samanburð á meðaltölum.
Gerð var ein lógistísk aðhvarfsgreining til að lýsa
samspili vinnuslysa sem bændur höfðu leitað sér
LÆKNAblaðið 2009/95 831