Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN — aðgerða á fjögurra ára tímabilum er sýndur í töflu I, en á fyrstu fjórum fjögurra ára tímabilunum voru aðgerðir á bilinu 11-15 talsins en fjölgaði í 25 á því síðasta sem er marktæk aukning (p<0,005). Á rannsóknartímabilinu greindust samtals 2076 einstaklingar með lungnakrabbamein önnur en smáfrumukrabbamein á íslandi. Hlutfall lungnabrottnámsaðgerða af heildarfjölda greindra tilfella á fyrrgreindum tímabilum er sýnt í töflu I, en hlutfallið reyndist 3,7% yfir allt tímabilið. Ýmsir áhættuþættir sem tengdir hafa verið lungnabrottnámi og lýst er í öðrum rannsóknum sjást í töflu II. í tæpum helmingi tilfella (44,2%) var um hægra lungnabrottnám að ræða og 98,7% sjúklinganna höfðu áður reykt, þar af reyktu 62,5% fram að aðgerð. Tæplega fimmti hver sjúklingur hafði haft langvinna lungnateppu, 10% sjúklinga hjartsláttaróreglu og 20,8% kransæðasjúkdóm. Helmingur sjúklinga var metinn í ASA-flokk 3 og þrír í flokk 4. Af 77 sjúklingum greindust 10 (13,2%) fyrir tilviljun vegna myndrannsókna sem gerðar höfðu verið vegna annarra kvilla eða sjúkdóma. Algengustu einkenni sjúklinganna voru hósti (83,3%), blóðugur hráki (28,8%), mæði (31,8%), þyngdartap (30,3%), brjóstverkur (27,3%), lungna- bólga (22,7%) og hiti (19,7%). Aðgerðartími (skin-to-skin) var að meðaltali 161 mínúta (bil 75-360) og blæðing 1100 ml (miðgildi 800 ml, bil 200-10000 ml). Meiriháttar blæðingar (>1 lítri) sáust hjá 22 sjúklingum, oftast frá lungnaslagæð. í 25 (32,5%) aðgerðanna þurfti að opna gollurhúsið til að komast að æxlinu og í þremur var hluti gollurhússins fjarlægður og Gore- Tex® bót notuð til að loka gatinu. Berkjustúfur var þakinn í 16 (20,8%) aðgerðanna, í 10 tilfellum hægra megin (29,4%) og í sex tilfellum eftir vinstra lungnabrottnám (14%). í níu tilvikum var notaður flipi úr fleiðru sjúklingsins, azygos-bláæð hjá sex sjúklingum og fita frá gollurhúsi hjá einum. Algengustu vefjagerðirnar voru flöguþekju- krabbamein (48,1%) og kirtilmyndandi krabba- mein (42,9%) en stórfrumukrabbamein greindist í 8% tilvika (tafla III). Eitt æxli reyndist við vefjaskoðun vera smáfrumukrabbamein en það hafði ekki tekist að greina fyrir lungnabrottnámið. Flest voru æxlin illa þroskuð (57,1%) en mörg voru meðalvel þroskuð (39%) og aðeins þrjú reyndust vel þroskuð. Að meðaltali voru æxlin 5,8 cm í mesta þvermál og var minnsta æxlið 0,8 cm en það stærsta 15 cm. Rúmur helmingur sjúklinga (54%) reyndist við stigun eftir aðgerð vera á stigum I og II, 17 % á stigi IIIA en 29% á stigi IIIB eða IV (tafla III). Af sex sjúklingum á stigi IV voru þrír greindir með fjarmeinvörp innan þriggja mánaða frá aðgerð, Tafla II. Upplýsinaar um aldur, kyn, og áhættuþætti 77 sjúklinga sem gengust undir iungnabrottnám á Jslandi 1988-2007. Gefinn er upp fjöldi sjúklinga og % í sviga nema annað sé tekið fram. n (%) Fjöldi 77 (100) Meðalaldur (ár, bil) 62,3 ±9 (39-83) Karlkyn 49 (63,6) Hægra lungnabrottnám 34 (44,2) Saga um reykingar* 76 (98,7) Reykir" 45 (62,5) Pakkaár (miðgildi, bil) 40 (1-80) Langvinn lungnateppa 14(18,2) Kransæðasjúkdómur 16(20,8) Hjartsláttaróregla 8(10,4) FVC <80% af viðmiðunargildi 28 (36,4) FEV1 <75% af viðmiðunargildi 25 (32,5) ASA*" stig: 1 1 (1.3) 2 34 (44,2) 3 39 (50,6) 4 3 (3,9) ‘Nákvæmar upplýsingar um reykingar vantaði hjá fimm sjúklingum. ‘"American Society of Anesthesiologists. “Saga um reykingar <5 ára fyrir aðgerð. Tafla III. Vefjagerð, stærð, gráða og stigun sjúklinga sem gengust undir lungnabrottnám vegna lungnakrabbameins á isiandi 1988-2007. Gefinn er upp fjöldi sjúkiinga og % f sviga. n (%) Vefjagerð: Flöguþekjukrabbamein 37 (48,1) Kirtilfrumukrabbamein 33 (42,9) Stórfrumukrabbamein 6 (7,8) Smáfrumukrabbamein 1 (1,3) Gráða: 1 3 (3,9) 2 30 (39,0) 3 44 (57,1) Stærð æxlis (cm, bil) 5,8(0,8-15) Stigun eftir aðgerð": IA+ B 12(15,8) IIA + IIB 29 (38,2) IIIA 13(17,1) IIIB 16 (21,1) IV 6 (7,9) 'Stakt tilfelli af smáfrumukrabbameini er ekki tekið með í útreikningum. tveir með æxli í öðru blaði sama lunga og einn með meinvarp í fleiðru. Æxlisvöxtur fannst í skurðbrúnum 13 (17,1%) sjúklinga og voru flestir þeirra meðhöndlaðir af þeim sökum með geislum og/eða krabbameinslyfjameðferð eftir aðgerðina. Af 53 sjúklingum sem ekki gengust undir miðmætisspeglunfyrirlungnabrottnámsaðgerðina LÆKNAblaðið 2009/95 825
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.