Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 26
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Tafla I. Viðhorf svarenda til virkni ýmissa hugsaniegra viðbragða við þunglyndi. Meðferðarleið Fjöldi svara (n) Hlutfall (%) 95% Cl Regluleg líkamsrækt 875 92,6 90,9-94,3 Stuðningsviðtöl 778 82,3 79,9-84,7 Þunglyndislyf 660 69,8 66,9-72,7 Sálgreiningarmeðferð 570 60,3 58,7-63,4 Hugræn atferlismeðferð 526 55,7 52,5-58,9 Nudd 379 40,1 37,0-43,2 Heilun 187 19,8 17,3-22,3 Nálastungur 159 16,8 14,4-19,2 Grasalækningar 157 16,6 14,2-19,0 Dáleiðsla 125 13,2 11,0-15,4 Raflækningar 63 6,7 5,1-8,3 Samtals önnur form meðferðar 126 13,3 11,1-15,5 með ópersónugreinanlegum hætti. Rannsóknin hlaut samþykki Vísindasiðanefndar og var kynnt Persónuvemd. Spurningalistamir voru sendir út í janúar árið 2004 til 2000 manna slembiúrtaks íslendinga á aldrinum 18-80 ára, fengnu frá Hagstofu íslands. Hvatningarbréf voru send út þrem og sex vikum síðar. Kí-kvaðrat prófi var beitt fyrir hlutfallsbreytur (SPSS 11.0) og aðfallsgreining hlutfalla reiknuð í STATA 5.0. Tvíhliða p-gildi <0,05 voru talin marktæk. Birt eru 95% öryggismörk sem 95% CI í sviga þegar við á. Niðurstöður Lýðfræðibreytur og notkun þunglyndislyfja Alls bárust 945 spurningalistar (47,3% af úrtaki) sem hafði verið svarað að mestu eða öllu leyti, en 36 listar bárust óopnaðir vegna breytinga á heimilisfangi og tveir með neitun um þátttöku. Ekki var marktækur munur á svarendum og úrtaki hvað varðar kyn, aldur eða búsetu (höfuðborgarsvæði eða utan höfuðborgarsvæðis). Konur voru heldur fleiri bæði í úrtaki Hagstofunnar (53%) og í hópi svarenda (56,1%, 95% CI 52,9-59,3%). Einn af hverjum tólf eða 7,9% svarenda (95% CI 6,2-9,6), var að taka þunglyndislyf og var kynjahlutfall karla 5,3% samanborið við 10% kvenna. Svipað hlutfall svarenda eða 8,3% (95% CI 6,4 to 10,2), höfðu áður notað slík lyf samfellt í sex vikur eða lengur. Því hafði einn af hverjum sex svarendum einhvem tíma notað þunglyndislyf. Viðhorf til þunglyndislyfjameðferðar Af þeim sem voru að nota þunglyndislyf töldu 77% að kostirnir við að taka lyfin hefðu verið meiri en ókostirnir í ljósi einkenna sinna á þeim tíma er meðferðinni var beitt. Um sex af hverjum tíu, eða 59%, þekktu vel til vinar eða ættingja sem höfðu notað þunglyndislyf í sex vikur eða lengur samfellt. Af þeim töldu einnig 77% að lyfin hefðu hjálpað þeim að ná betri líðan. Eilítið lægra hlutfall, 72% svarenda, kváðust reiðubúnir að nota þunglyndislyf til meðferðar þunglyndis sem hefði varað í einn til tvo mánuði (einkennum lýst) og ekki svarað annarri nálgun, en 62% svarenda sögðust mundu hvetja vini eða ættingja til að taka þunglyndislyf í slíkum aðstæðum. Lýðfræðilegir þættir og viðhorf íslendinga til virkni ólíkra meðferðarleiða Hlutfall þeirra sem trúa á virkni meðferðarúrræða sem svarendum var boðið að taka afstöðu til kemur fram í töflu I. Konur höfðu marktækt meiri trú á nær öllum leiðum til meðferðar en karlar. Undantekningin voru þau meðferðarúrræði sem byggjast á líffræðilegri nálgun, svo sem þunglyndislyf, raflækningar og nálastungur, og einnig dáleiðsla, en í þessum tilvikum var ekki marktækur munur á tiltrú kynjanna. Tiltrú kvenna á hvað hjálpar var mjög marktækt meiri (p>0,001) fyrir allar tegundir viðtalsmeðferðar: Hugræna atferlismeðferð, sálgreiningarviðtöl og stuðningsviðtöl, en einnig marktækt meiri fyrir náttúrulyf (p<0,001), nudd (p=0,004) og heilun (p=0,004). Tiltrú á virkni meðferðarleiða reyndist óháð búsetu (innan eða utan höfuðborgarsvæðis). Elstu svarendumir, 66-80 ára gamlir, höfðu marktækt minni trú á stuðningsviðtölum (p=0,007) og hugrænni atferlismeðferð (p=0,04) en hinir yngri. Meiri menntun (5 flokkar: háskólapróf, stúdentspróf, prófgráða í iðngrein eða verslunargreinum, gmnnskólapróf, gmnn- skólaprófi ekki lokið) hafði marktæka jákvæða fylgni við tiltrú á meðferð sem hefur stuðning af 838 LÆKNAblaðið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.