Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2009, Side 11

Læknablaðið - 15.12.2009, Side 11
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Arangur lungnabrottnámsaðgerða við lungnakrabbameini á Islandi Húnbogi Þorsteinsson12 læknanemi Steinn Jónsson14 lungnalæknir Hörður Alfreðsson2 hjarta- og lungnaskurðlæknir Helgi J. ísaksson3 meinafræðingur Tómas Guðbjartsson12 hjarta- og lungnaskurðlæknir Lykilorð: lungnakrabbamein, lungnabrottnám, árangur, fylgikvillar, lífshorfur, forspárþættir lífshorfa, fjölbreytugreining. ’Læknadeild HÍ, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3rannsóknarstofu í meinafræði, “lungnadeild, Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. tomasgud@landspitali. is Ágrip Tilgangur: Kanna árangur og ábendingar lungnabrottnámsaðgerða (pneumonectomy) við lungnakrabbameini á íslandi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem gengust undir lungnabrottnám vegna lungnakrabbameins á íslandi 1988-2007. Kannaðar voru ábendingar aðgerðar, TNM-stig, fylgikvillar, lífshorfur og forspárþaettir lífshorfa. Niðurstöður: 77 sjúklingar (meðalaldur 62,3 ár, 64% karlar) gengust undir lungnabrottnám, í 44% tilfella hægra megin. Miðmætisspeglun var gerð í 31% tilfella. Stigun eftir aðgerð sýndi að 41 sjúklingur (54%) var á stigi I+II, 27 (38%) á stigi IIIA/B og 6 á stigi IV. í 17% tilfella sást krabbamein í skurðbrún. Aðgerðartími var að meðaltali 161 mínúta, blæðing í aðgerð 1,1 L og miðgildi legutíma 11 dagar. Helstu fylgikvillar eftir aðgerð voru gáttatif/flökt (21%), lungnabólga (6,5%), fleiðruholssýking (5,2%) og öndunarbilun (5,2%). Þrír sjúklingar (3,9%) létust <30 daga frá aðgerð og fimm ára lífshorfur voru 20,7%. Hækkandi aldur, saga um lungnateppu, kirtilmyndandi vefjagerð og hátt TNM-stig höfðu neikvæð áhrif á lífshorfur samkvæmt fjölþáttagreiningu. Alyktun: Skammtímaárangur lungnabrottnáms- aðgerða er góður hér á landi og tíðni alvarlegra fylgikvilla lág. Lífshorfur eru hins vegar lakari en búast mætti við, eða 20,7% eftir fimm ár. Skýring á þessu gæti falist í ófullnægjandi stigun, en aðeins þriðjungur sjúklinga gekkst undir miðmætisspeglun fyrir aðgerð. Inngangur Lungnakrabbamein er næstalgengasta krabba- mein á Islandi og það krabbamein sem dregur flesta til dauða.1- 2 Orsök er tengd reykingum í um það bil 90% tilfella en minnkandi reykingar virðast hafa dregið úr nýgengi sjúkdómsins hér á landi.1 Einkenni sjúkdómsins eru oft ósértæk og aðeins þriðjungur sjúklinga greinist með skurðtækan sjúkdóm.3 Skurðaðgerð er besta læknandi meðferðin við lungnakrabbameini öðru en smáfrumukrabbameini og er oftast framkvæmt blaðnám, en þá er lungnablaðið fjarlægt ásamt eitlum í lungnarót og miðmæti. í 10-15% skurðtækra tilfella er krabbameinið hins vegar það stórt og/eða miðlægt í lunganu að ekki verður komist fyrir meinið án þess að fjarlægja allt lungað. Lungnabrottnám er stór aðgerð og fylgikvillar umtalsvert tíðari en eftir blaðnám eða fleygskurð.4 Hér á landi eru ekki til rannsóknir á árangri lungnabrottnámsaðgerða né heldur er þekkt hlutfall þessara aðgerða af heildarfjölda sjúklinga sem greinast með lungnakrabbamein. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur þessara aðgerða með sérstaka áherslu á snemmkomna fylgikvilla og afdrif sjúklinganna. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra sjúklinga sem gengust undir lungnabrottnám vegna lungnakrabbameins á íslandi frá 1. janúar 1988 til 31. desember 2007. Alls voru fram- kvæmdar 84 lungnabrottnámsaðgerðir hér á landi á þeim 20 árum og voru 77 (91,7%) þeirra gerðar vegna lungnakrabbameins. Ábendingar hinna aðgerðanna voru meinvörp frá nýrum (n=3), áverkar á lunga (n=2), Swyer-James heilkenni (n=l) og meðfæddur lungnahluti (pulmonary sequestration) (n=l) og voru þessir sjö sjúklingar ekki teknir með í rannsóknina. Ekki voru heldur teknar með átta aðgerðir þar sem fjarlægt var lungnablað/blöð hjá sjúklingi sem áður hafði geng- ist undir blaðnám (rest lobectomy). Sjúklingar voru fundnir með leit í tveimur aðskildum skrám, annars vegar í aðgerða- og greiningarskrám Landspítala og hins vegar í gagnagrunni rannsóknarstofu Landspítala í meinafræði. Til að kanna hlutfall lungna- brottnámsaðgerða af heildarfjölda greindra til- fella voru fengnar upplýsingar frá Krabba- meinsskrá Krabbameinsfélags íslands um fjölda nýgreindra lungnakrabbameina annarra en LÆKNAblaðið 2009/95 823

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.