Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 3
Orlofsblað Ll Frá orlofsnefnd LÍ: nýr bæklingur Með desemberblaðinu er dreift nýjum bæklingi frá orlofsnefnd fyrir árið 2010. Á árinu sem er að líða hafa bústaðir orlofsnefndar verið nýttir sem aldrei fyrr í sögu starfseminnar, og gildir jafnt fyrir alla mánuði ársins, ekki bara sumarið. Hvert rúm skipað alla daga og nætur. LÍ á langflesta bústaðina (10) en leigir húsnæðið á ísafirði, Höfða í Jökulfjörðum og á Vopnafirði. Veigamesta breytingin á næsta ári er að felldir hafa verið úr gildi samningar um erlenda orlofskosti, og um gistimiða á Fosshótelum. Eftir standa bústaðir innanlands þar sem læknar og gestir þeirra geta teygað í sig náttúrustemmningu og safnað kröftum. VS LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Helgi Þórsson (f. 1975) hefur mótaö sérstakan myndheim og eru höfundareinkennin greinileg þeim sem hafa einhverju sinni séð verk hans. Þar er handverk í hávegum haft og þá ekki endilega í þeim skilningi aö verk hans séu svo nostursamleg, heldur bera þau meö sér að vera mótuð, máluð og samsett frá grunni af mikilli sköpunargleði. Innsetningar hans hafa til dæmis verið gerðar úr ógrynni af fundnu glingri þar sem minibarir eða skemmtarar geta verið miðpunkturinn og síðan hleður Helgi alls konar dótaríi utan á þá. Maður getur auðveldlega gleymt stund og stað við að rannsaka allt það sem borið er á borð í flóknustu verkunum. Hann mótar stóra skúlptúra, fígúrur sem hann málar í ýmsum litum og gæðir gjarnan lífi með einhvers konar tækni, hljóði, Ijósi eða hreyfingu. Málverk hans og teikningar sýna fólk og fyrirbæri en helst notar Helgi málverk til að setja fram mynstur í litum og formum. Þannig býr hann til sjálfstæða heima þar sem allt kallast á innbyrðis og stutt er í frásagnarlistina. Málverk Helga sem prýðir forsíðu Læknablaðsins, án titils, 2009, er töluvert stórt, eða yfir metri á kant og sýnir einhvers konar vasa eða krukku með loki á. Það er málað í flötum og grófum stíl. Litirnir eru allir hálfgerðar litleysur, muskutónar á óræðum skala eins og húðlitur, brúnn og mosagrænn. Hver litur er notaður einn og óblandaður og ekki gerö tilraun til að móta þrívídd eða skyggingu. Það rétt glittir í sveig í mynstrinu sem gefur rúnnað form til kynna. Þá eru abstrakt fletir í bakgrunni vasans sem láta hann sýnast standa framar í óræðu rými myndarinnar, annars er hún nánast alveg flöt. Myndefnið er hálfgerð erkitýpa fyrir þrívídd og skúlptúr - eða eru ekki einmitt elstu listmunir á söfnum iðulega vasar af ýmsum gerðum? Helgi leikur sér að því að skeyta saman því sem virðist vera algjörar andstaeður, tvívítt málverkið og þrívítt myndefnið. Hann hefur áður notað vasa í verkum sínum, bæði í myndum og í skúlptúr, og má vænta frekari útfærslu á sýningu i Listasafni Reykjavíkur nú í janúar á nýju ári. Gleðileg jól! Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Inga S. Þráinsdóttir Tómas Guðbjartsson Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1800 Áskrift 9.500,- m. vsk. Lausasala 950,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Prentsmiðjan Oddi Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2009/95 815
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.