Læknablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 47
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR
LYFJARANNSÓKNIR
Rannsóknir veita aðgang
að því nýjasta og besta
Hávar
Sigurjónsson
Karl Andersen sérfræðingur í hjartalækningum
hefur tekið þátt í mörgum klínískum lyfjarann-
sóknum og þekkir rannsóknarumhverfið mjög
vel.
Karl segir það rétt að upp hafi komið álitamál
varðandi tryggingar sjúklinga í lyfjarannsóknum
á Landspítala. „Á tímabili var krafa vísinda-
siðanefndar að spítalinn skyldi kaupa ábyrgðar-
tryggingu vegna klínískra rannsókna hjá viður-
kenndu tryggingafélagi. Útgangspunkturinn var
sá að þátttakendur í vísindarannsókn ættu ekki
að þurfa að leita réttar síns með lögfræðiaðstoð
ef um meintilvik væri að ræða. Spítalinn ber hins
vegar fulla ábyrgð á þeim sjúklingum sem til hans
leita og hefur alltaf gert það án þess að kaupa
tryggingar. Aðilar voru þó fyllilega sammála
um að vemda réttarstöðu sjúklinganna. Þetta
mál leystist farsællega með samráði Landspítala,
ráðuneytis og vísindasiðanefndar og mér vitan-
lega hefur þetta ekki verið þröskuldur í vegi
lyfjarannsókna enda hafa verið gerðar fjölmargar
klínískar lyfjarannsóknir með góðum árangri
innan Landspítala."
Stór rannsókn framundan
Karl segir að lyfjafyrirtækin hafi verið mjög
mismunandi virk á sviði klínískra lyfjarannsókna
á Islandi. „Flest lyfjafyrirtækin eru í raun aðeins
útibú frá stærri skrifstofum í nágrannalöndunum.
Það er misjafnt hvað þessar erlendu skrifstofur
hafa mikinn áhuga á að setja upp rannsóknar-
setur á íslandi. Því fylgir aukinn kostnaður
vegna ferðalaga hingað til lands, sendingar
rannsóknargagna og fleira. Það sem við bjóðum
á móti er vel þjálfað starfsfólk, hágæða vinna
þannig að lítið er um lausa enda, gagnasöfnun
gengur hratt fyrir sig og almennt er hér jákvætt
rannsóknarumhverfi. Það hefur skapast mikil
þekking á framkvæmd klínískra lyfarannsókna,
bæði innan Landspítala og hjá einkafyrirtækjum
eins og Læknasetrinu og Encode og þessi
fyrirtæki skila vinnu á heimsmælikvarða. Við
höfum þannig getið okkur gott orð erlendis og
þannig náð að tryggja áframhaldandi samstarf.
Nokkur lyfjafyrirtæki hafa verið mjög virk í
lyfjarannsóknum þó að nokkuð hafi dregið úr
fjölda þeirra á undanförnum árum. Ég vil þó
alls ekki taka undir að klínískar lyfjarannsóknir
„Ég vil alls ekki taka wtdir að klíuískar lyfjarannsóknir séu
liðin tíð hérlendis og nefni pví til stuðnings að á næsta ári er
aðfara afstað stór rannsókn á hjartabilun sem mun standa í
3-4 ár," segir Karl Andersen hjartalæknir.
séu liðin tíð hérlendis og nefni því til stuðnings
að á næsta ári er að fara af stað stór rannsókn á
hjartabilun sem mun standa í þrjú til fjögur ár."
Karl nefnir fleiri atriði sem hafa áhrif á
áhuga lyfjafyrirtækjanna á lyfjarannsóknum
og fjárhagslegt svigrúm þeirra hérlendis.
„Gengissveiflur hafa augljóslega áhrif á það hvort
það verði hagkvæmt fyrir erlend lyfjafyrirtæki að
leita hingað um rannsóknarsamstarf. í núverandi
árferði ætti það að teljast hagstætt og við teljum
að í þessu felist ákveðin sóknarfæri. Tekjur sem
fást af samstarfi við lyfjafyrirtæki geta til dæmis
nýst til að fjármagna rannsóknarsjóði spítalans
og stuðla þannig að fjármögnun sjálfstæðra
rannsóknarverkefna."
Dansað við broddgölt
Samskipti lækna og lyfjafyrirtækja virðast vera
eilífðarmál og snúast um siðferði, peninga og
vísindalegt sjálfstæði.
„Samskipti lyfjafyrirtækja og lækna eru
vandmeðfarin; þau eru undir sífelldri smásjá
og um þau gilda strangar siðareglur. Þetta á
reyndar ekki eingöngu við lyfjafyrirtækin heldur
einnig framleiðendur alls kyns lækningatækja.
Læknar þurfa að gæta sín í þessum samskiptum
og vita hvar hætturnar liggja. Lyfjafyrirtækin
eru leiðandi í því að þróa ný lyf og nýjar með-
LÆKNAblaðið 2009/95 859