Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 58
UMRÆÐUR O G FRETTIR MINNINGARORÐ ln memoriam Snorri Páll Snorrason læknir 1919-2009 Örn Bjarnason Fyrrum ritstjóri og ábyrgðarmaður Læknablaðsins ornbjamason@live.com Hann var fæddur 22. maí 1919 og dáinn 16. maí 2009. Snorri Páll varð stúdent úr stærðfræðideild Menntaskólans á Akureyri árið 1940 og lauk kandídatsprófi í læknisfræði 1949. Viðurkenndur sérfræðingur í lyflækningum með sérstöku tilliti til hjartasjúkdóma 1955. Á uppvaxtarárum sínum á Breiðabólstað í Hörgslandshreppi í Vestur-Skaftafellssýslu stund- aði hann veiðar af ýmsu tagi og aflaði meðal annars fóðurs fyrir refi, sem faðir hans, Snorri Halldórsson héraðslæknir, ræktaði. Snorri eldri var einnig áhugamaður um ræktun nytjajurta og því vaknaði snemma áhugi Snorra Páls fyrir mann- eldismálum. í skóla nyrðra var hann frækinn í íþróttum, enda hraustur og fylginn sér og hlaut hann þar auknefnið Snorri sterki. En umfram annað lagði hann stund á skáklistina, sem fylgdi honum alla tíð síðan. Skömmu eftir að hann lauk embættis- prófi, þegar hann var við störf á Vífilsstaðaspítala, veiktist hann skyndilega. Var í byrjun álitið að berklar væru í miðtaugakerfi, en Snorri Páll kvað sjálfur upp úr um það af rökvísi sinni, að þetta hlyti að vera mænusótt og var farið eftir því við meðhöndlunina. Sjúkdómurinn setti mark sitt á Snorra. Hann var með spelku á á öðrum fæti og stakk aðeins við, fór ekki hratt yfir. Hann var beinn í baki og bar sig með reisn. Eftir kandídatsárið var Snorri aðstoðar- læknir borgarlæknisins í Reykjavík í eitt ár og næstu þrjú árin starfaði hann á lyflækninga- deild Landspítalans. Árið 1954 hélt hann ásamt eiginkonu sinni, Karólínu Kristínu Jónsdóttur, til Boston í framhaldsnám í hjartasjúkdómum á Massachusetts General Hospital. Þar komust þau í náin kynni við Paul Dudley White (1886-1973), sem varð upphafsmaður forvama í hjartasjúk- dómum. Þegar Paul Dudley lagðist sjálfur inn á spítalann, sem hann var enn tengdur, vildi hann engan láta hjúkra sér nema Karólínu Kristínu og mun hann í því skyni hafa útvegað henni hið bráðasta „græna kortið", sem fól í sér starfsleyfi henni til handa. Eftir ársdvöl í Boston komu þau hjónin heim og Snorri Páll hvarf aftur á lyfjadeild Landspítalans, sem varð vinnustaður hans upp frá því, deildarlæknir frá 1959 og yfirlæknir frá 1970. Hann var kennari í lyflækningum og lyfjafræði í Hjúkrunarskóla íslands 1950-60 og síðar við námsbrautir HÍ í hjúkrun og í sjúkraþjálfun, lektor við læknadeild HÍ frá 1959, dósent frá 1966, settur prófessor 1975-76 og skipaður prófessor 1983-89. Snorri Páll var afbragðsfræðari, en umfram allt annað var hann fyrirmynd í rökvísri sjúk- dómsgreiningu og meðferð og hann minnti okkur nemendur sína á að hafa jafnan mið af siðrænum horfum í læknisstarfinu. Hann var skipaður árið 1976 í nefnd til þess að endurskoða siðareglur Læknafélags íslands. Snorri Páll var snemma valinn til forystu í ýmsum félagasamtökum, svo sem í Styrktarfélagi lamaðra við stofnun 1952, Hjartavernd frá stofnun 1964 til 1998, Læknafélaginu Eir 1959-60, Bandalagi háskólamanna 1967-71 og er þá fátt eitt talið. Hann var í Manneldisráði 1974-77 og formaður ráðsins 1978-80. Snorri Páll var ritari stjórnar Læknafélags Reykjavíkur 1958-64 og formaður Læknafélags íslands 1971-74. Hann var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslenzku fálkaorðu árið 1980 og sex árum síðar var hann kjörinn heiðursfélagi Læknafélags Reykjavíkur. Kynni okkar Snorra Páls hófust fyrir hálfri öld, þegar ég var að ljúka fyrsta hluta prófi í læknisfræði. Þá bjuggum við í sama húsinu í Hvassaleitinu, þar sem þau Karólína og Snorri bjuggu kjörbörnum sínum, Snorra Páli og Kristínu, heimili. Um þetta leyti voru læknar að reyna að koma á endurbótum á skipun læknisþjónustu í borginni. Sú kvöð var á mörgum sérfræðingum, að þeir urðu samkvæmt samningum, að sinna heimilis- lækningum hjá ákveðnum fjölda fólks á vegum Sjúkrasamlags Reykjavíkur. Laun þeirra sem unnu á sjúkrahúsunum voru skorin við nögl, enda til þess ætlast að menn færu upp úr hádeginu út í bæ til þess að vinna fyrir sér. Læknafélag Reykjavíkur hóf þá undirbúning að því að ná fram betri kjörum, svo sem að greitt yrði fyrir vaktir á spítölunum. Að 870 LÆKNAblaðið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.