Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 21
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Umræða í þessari rannsókn sem náði til allra íslenskra bænda og hafði svarhlutfall yfir 50% fannst há tíðni vinnuslysa hjá bændum, eða hjá helmingi þeirra. Fjarvistir frá vinnu vegna vinnuslysa voru algengar og langar. Þessar niðurstöður kalla á breytingar á vinnulagi í sveitum. Þá hvetja þessar niðurstöður til þess að átak sé gert í skráningu vinnuslysa meðal bænda en til samanburðar má geta þess að samkvæmt vinnuslysaskrá Vinnueftirlitsins var fjöldi tilkynntra vinnuslysa í landbúnaði einvörðungu á bilinu 12-16 slys á ári á síðustu 10 árum. Ymsar ástæður geta verið fyrir vinnuslysum bænda. í þessari rannsókn var algengast að um- hirða búpenings ylli slysum og var algengast að þeir sem væru með kúabú ýmist ein og sér eða blönduð með sauðfé yrðu fyrir slysum. Þá höfðu miðaldra bændur og eldri frekar verið í slysum og eins og vænta má þeir sem höfðu haft áfengi um hönd við vinnu sína. Rannsókn frá Bretlandi sýndi að algengustu slysin tengdust því að meðhöndla, lyfta eða bera hluti eða hjá um 19,8% en 7,7% slysa voru vegna meðhöndlunar búpenings.6 Önnur bresk rartnsókn sýndi að það að meðhöndla, bera eða lyfta hlutum var algengasta orsökin og í öðru sæti var fall úr hæð og í þriðja sæti var áverkar vegna búpenings.7 Rannsókn frá Virginíufylki í Bandaríkjunum sýndi hins vegar að umönnun búpenings var langalgengasta ástæða vinnu- slysa í landbúnaði.8 Rannsókn frá Iowafylki í Bandaríkjunum sýndi að helstu áhættuþættir fyrir slysum tengdum umönnun búpenings voru notk- un heyrnartækis, gigtsjúkdómur og lægri aldur.9 Rannsókn frá Kanada sýndi að áhættusækin hegðun og sú trú að slys væru óumflýjanleg jók hættu á slysum en innleiðing sérhæfðra öruggra búskaparhátta dró úr slysum.10 í okkar rannsókn kemur fram að fremur algengt er að bændur hafi einhvem tíma verið ölvaðir við störf og em þeir sem lent hafa í slysum mun líklegri til að vera í þeim hópi. Mjög fáir bændur hafa hins vegar leitað sér áfengismeðferðar en eins og áður hefur verið sýnt er áfengissýki ekki algeng meðal bænda.11 Þetta undirstrikar tvennt, hið vel þekkta samband áfengis og slysa og að bóndinn er alltaf í vinnunni þannig að líkurnar á því að bóndi sem neytir áfengra drykkja þurfi að sinna starfi sínu undir áhrifum eru í eðli sínu miklar. Ljóst er að þessi niðurstaða kallar á umræðu og átak meðal bænda og samtaka þeirra til að taka á þeim vanda sem er notkun áfengis við bústörf. Þessi rannsókn sýndi að fjarvistir frá vinnu vegna vinnutengdra slysa í langan tíma voru al- gengar. Þannig höfðu tæplega 50% bænda verið frá vinnu lengur en í 14 daga vegna vinnuteng- % ■ Sauðfé ■ Kýr ■ Blandað ■ Annað dra slysa. Rannsókn frá Bretlandi sýndi að færri bændur en aðrar starfstéttir voru fjarverandi vegna vinnuslysa lengur en þrjá daga (20% á móti 32%) en á móti kom að þeir voru lengur frá vinnu að meðaltali (24 dagar samanborið við 19 daga).6 Fyrri niðurstöður okkar höfðu sýnt að bændur voru síður frá en hópur sem ekki vom bændur vegna veikinda og voru einnig frá í styttri tíma.3 Þessa háa tíðni fjarvista í marga daga undirstrikar hve hættuleg störf bóndans geta verið og undir- strika mikilvægi þess að hann grípi til forvarna. í þessu samhengi er rétt að undirstrika hve stór hluti þessara slysa tengdist umönnun dýra og minna á að sauðkindin tengist háu hlutfalli slysanna þótt hún sé enginn stórgripur. í samskiptum höf- unda við bændur vegna rannsóknarinnar, sem og kennara hjá Landbúnaðarháskólanum, kemur Tafla III. Tengsl milli vinnuslysa, kyns, aldurs, búgerðar og þess að hafa unnið undir áhrifum áfengis. Niðurstöður tógistískrar aðhvarfsgreiningar. Áhættuhlutfall 95% öryggismörk fyrir áhættuhlutfall Neðri Efri Kyn (kona=1) 1,0 1,0 1,0 Aldur í árum 20-29 ára 0,7 0,2 2,2 30-39 ára 1,1 0,6 1,9 40-49 ára 1,8 1,2 3,2 50-59 ára 1,9 1,1 3,3 60-69 ára 1,8 1,0 3,1 70 og eldri 1 - - Búgerð Blandaður búskapur 1 - - Annað 0,6 0,3 1,0 Sauðfé 0,8 0,6 1,1 Kýr 0,9 0,6 1,4 Einhvern tímann unnið undir 1,7 1,3 2,4 áhrifum áfengis (nei=1) Mynd 1. Fjnrvistirfrá vinnu í meira en 14 daga í tengslum við versta vinnuslys bónda. LÆKNAblaðið 2009/95 833
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.