Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 28
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN síður reynslu af þunglyndi, var síður fær um að þekkja einkenni þunglyndis og var ólíklegri til að gera sér grein fyrir afleiðingum og ferli ómeðhöndlaðs þunglyndis en aðrir sem tóku þátt í rannsókninni. Eins og sjá má í töflu I höfðu íslendingar meiri tiltrú á virkni líkamsræktar gegn þunglyndi en nokkurri annarri meðferð. Stuðningsviðtöl, þunglyndislyf, sálgreiningarmeðferð og hugræn atferlismeðferð komu þar fast á eftir. Aðeins einn af hverjum fimm taldi þunglyndislyf vera vanabindandi á sama hátt og díazepam og skyld lyf, sem er jákvætt því að rannsóknir í sumum löndum hafa leitt í ljós að mun fleiri, eða 30-80%, hafa þar ranglega áhyggjur af slíkri vanabindingu og þolmyndun.9'10 Hins vegar er áhyggjuefni að 42% svarenda vissu ekki að vikuleg eða tíðari áfengisneysla dregur úr virkni meðferðar með þunglyndislyfjum. Meðferð þunglyndis í heilsugæslunni Þar sem þunglyndi er algengur sjúkdómur og ábendingum þunglyndislyfja hefur fjölgað á síðasta áratug benda niðurstöður okkar til þess að sala þunglyndislyfja kunni að halda áfram að aukast hér á landi nema önnur virk meðferðarform bjóðist í heilsugæslunni í ríkari mæli en nú tíðkast." Vert er að vekja athygli á því að ein nýleg rannsókn hér á landi sýndi að opinberar sölutölur þunglyndislyfja geta leitt til ofmats á raunverulegri notkun þunglyndislyfja, einkum á meðal yngri einstaklinga.12 Ólíkt því sem á við um nær alla aðra algenga sjúkdóma grefur þunglyndi undan vilja og getu fólks til að sinna athöfnum daglegs lífs og trú manna á að þeir nái heilsu á ný. Ekki má heldur gleyma þeirri staðreynd við stefnumótun í heilbrigðismálum að þunglyndi hefur meiri áhrif en nokkur annar sjúkdómur á sjúkdómsbyrði einstaklinga á aldrinum 19-45 ára í þróuðum löndum heimsins.13 Því er fremur ástæða til að spyrna við fótum og kanna réttmæti og kostnaðarábata notkunar þunglyndislyfja utan ábendinga14 en við meðferð sjúkdóms eins og þunglyndis. Ein forsenda þess að eftirspurnin og þörfin fyrir þunglyndislyfjameðferð minnki í heilsugæslunni er aukið framboð þar á öðrum gagnreyndum meðferðarleiðum.15 Það er afar takmarkað í flestum löndum. Þó hefur aðgangur að hugrænni atferlismeðferð í hópi verið í boði á fimm heilsugæslustöðvum hérlendis á hverju ári á síðustu árum á vegum geðsviðs Landspítala, kostuð af heilbrigðisráðuneytinu. Raunar virðist líklegt að hin mikla notkun þunglyndislyfja á íslandi tengist að minnsta kosti að hluta til skorti á öðrum jafngóðum eða betri úrræðum sem einfalt er að nýta í dagsins önn. Við erum þeirrar skoðunar að fyrsta meðferð jafnt innan heilsugæslu og á göngudeild geðdeilda eigi oftast að vera vel skilgreind hugræn atferlismeðferð í hópi þótt lyf og fleiri úrræði komi einnig ávallt til álita, ekki síst í alvarlegri tilfellum eða þegar talsverð bið er eftir hópúrræðum. Með því móti helst ábyrgðin á eigin heilsu fremur hjá einstaklingnum sjálfum og inn í meðferðina má flétta fræðslu og upplýsingum um svefn, streitu, kvíða, notkun vímugjafa, erfiðleika í samböndum, verki, átraskanir, örlyndi, athyglisbrest og ofvirkni og fleiri algeng vandamál sem oft fylgja þunglyndi. Slík nálgun, væri hún jafnan í boði, kann þó að draga lítið úr notkun þunglyndislyfja á meðan hún er að ná fótfestu, jafnvel auka hana um tíma, verði nálgunin til þess að fleiri leiti sér hjálpar en áður. Rannsóknir í öðrum löndum Evrópu hafa til að mynda sýnt að aðeins lítill hluti þeirra sem glíma þar við þunglyndi fær viðeigandi greiningu og meðferð.16 í ljósi fordóma sem enn örlar á hér á landi og eðlis þunglyndiseinkenna er og verður þó stærsta áskorun heilbrigðisstarfsmanna að kveikja von og virkja sjálfshjálparferli hjá þunglyndum einstaklingum. Þannig má auka líkur á að þeir leiti eftir og nýti þá hjálp sem í boði er þegar þunglyndi herjar á, sáir magnleysi og óvirkni og bjagar von um betri líðan. Það er ef til vill skiljanlegt að hin stöðuga aukning í sölu þunglyndislyfja á íslandi frá árinu 1975-2005 hafi leitt endurtekið til viðbragða í fjölmiðlum hjá opinberri stofnun í útgjaldavanda eins og TR á síðasta áratug. Trú íslendinga á mátt reglulegrar líkamsræktar og viðtalsmeðferðar við þunglyndi gefur þó vísbendingar um leiðir sem stofnunin gæti styrkt í auknum mæli sé markmiðið að draga úr frekari vexti í notkun þunglyndislyfja og efla um leið geðheilsu og líkamsþrótt landsmanna. Þakkir Höfundar þakka Ragnari Friðriki Ólafssyni, Jónínu Helgu Ólafsdóttur, Ólafi Adolfssyni, Ólöfu Þórhallsdóttur og Páli Ólafssyni fyrir veitta aðstoð við ýmsa verkþætti. Rannsóknin naut styrkja frá Vísindasjóði Landspítala og Rannsóknarsjóði Wyeth á íslandi á sviði geðlækninga, auk smærri styrkja frá Lilly, Lundbeck A/S, Delta ehf. og GlaxoSmithKline. 840 LÆKNAblaðið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.