Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2009, Síða 26

Læknablaðið - 15.12.2009, Síða 26
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Tafla I. Viðhorf svarenda til virkni ýmissa hugsaniegra viðbragða við þunglyndi. Meðferðarleið Fjöldi svara (n) Hlutfall (%) 95% Cl Regluleg líkamsrækt 875 92,6 90,9-94,3 Stuðningsviðtöl 778 82,3 79,9-84,7 Þunglyndislyf 660 69,8 66,9-72,7 Sálgreiningarmeðferð 570 60,3 58,7-63,4 Hugræn atferlismeðferð 526 55,7 52,5-58,9 Nudd 379 40,1 37,0-43,2 Heilun 187 19,8 17,3-22,3 Nálastungur 159 16,8 14,4-19,2 Grasalækningar 157 16,6 14,2-19,0 Dáleiðsla 125 13,2 11,0-15,4 Raflækningar 63 6,7 5,1-8,3 Samtals önnur form meðferðar 126 13,3 11,1-15,5 með ópersónugreinanlegum hætti. Rannsóknin hlaut samþykki Vísindasiðanefndar og var kynnt Persónuvemd. Spurningalistamir voru sendir út í janúar árið 2004 til 2000 manna slembiúrtaks íslendinga á aldrinum 18-80 ára, fengnu frá Hagstofu íslands. Hvatningarbréf voru send út þrem og sex vikum síðar. Kí-kvaðrat prófi var beitt fyrir hlutfallsbreytur (SPSS 11.0) og aðfallsgreining hlutfalla reiknuð í STATA 5.0. Tvíhliða p-gildi <0,05 voru talin marktæk. Birt eru 95% öryggismörk sem 95% CI í sviga þegar við á. Niðurstöður Lýðfræðibreytur og notkun þunglyndislyfja Alls bárust 945 spurningalistar (47,3% af úrtaki) sem hafði verið svarað að mestu eða öllu leyti, en 36 listar bárust óopnaðir vegna breytinga á heimilisfangi og tveir með neitun um þátttöku. Ekki var marktækur munur á svarendum og úrtaki hvað varðar kyn, aldur eða búsetu (höfuðborgarsvæði eða utan höfuðborgarsvæðis). Konur voru heldur fleiri bæði í úrtaki Hagstofunnar (53%) og í hópi svarenda (56,1%, 95% CI 52,9-59,3%). Einn af hverjum tólf eða 7,9% svarenda (95% CI 6,2-9,6), var að taka þunglyndislyf og var kynjahlutfall karla 5,3% samanborið við 10% kvenna. Svipað hlutfall svarenda eða 8,3% (95% CI 6,4 to 10,2), höfðu áður notað slík lyf samfellt í sex vikur eða lengur. Því hafði einn af hverjum sex svarendum einhvem tíma notað þunglyndislyf. Viðhorf til þunglyndislyfjameðferðar Af þeim sem voru að nota þunglyndislyf töldu 77% að kostirnir við að taka lyfin hefðu verið meiri en ókostirnir í ljósi einkenna sinna á þeim tíma er meðferðinni var beitt. Um sex af hverjum tíu, eða 59%, þekktu vel til vinar eða ættingja sem höfðu notað þunglyndislyf í sex vikur eða lengur samfellt. Af þeim töldu einnig 77% að lyfin hefðu hjálpað þeim að ná betri líðan. Eilítið lægra hlutfall, 72% svarenda, kváðust reiðubúnir að nota þunglyndislyf til meðferðar þunglyndis sem hefði varað í einn til tvo mánuði (einkennum lýst) og ekki svarað annarri nálgun, en 62% svarenda sögðust mundu hvetja vini eða ættingja til að taka þunglyndislyf í slíkum aðstæðum. Lýðfræðilegir þættir og viðhorf íslendinga til virkni ólíkra meðferðarleiða Hlutfall þeirra sem trúa á virkni meðferðarúrræða sem svarendum var boðið að taka afstöðu til kemur fram í töflu I. Konur höfðu marktækt meiri trú á nær öllum leiðum til meðferðar en karlar. Undantekningin voru þau meðferðarúrræði sem byggjast á líffræðilegri nálgun, svo sem þunglyndislyf, raflækningar og nálastungur, og einnig dáleiðsla, en í þessum tilvikum var ekki marktækur munur á tiltrú kynjanna. Tiltrú kvenna á hvað hjálpar var mjög marktækt meiri (p>0,001) fyrir allar tegundir viðtalsmeðferðar: Hugræna atferlismeðferð, sálgreiningarviðtöl og stuðningsviðtöl, en einnig marktækt meiri fyrir náttúrulyf (p<0,001), nudd (p=0,004) og heilun (p=0,004). Tiltrú á virkni meðferðarleiða reyndist óháð búsetu (innan eða utan höfuðborgarsvæðis). Elstu svarendumir, 66-80 ára gamlir, höfðu marktækt minni trú á stuðningsviðtölum (p=0,007) og hugrænni atferlismeðferð (p=0,04) en hinir yngri. Meiri menntun (5 flokkar: háskólapróf, stúdentspróf, prófgráða í iðngrein eða verslunargreinum, gmnnskólapróf, gmnn- skólaprófi ekki lokið) hafði marktæka jákvæða fylgni við tiltrú á meðferð sem hefur stuðning af 838 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.