Læknablaðið - 15.12.2009, Síða 13
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN —
aðgerða á fjögurra ára tímabilum er sýndur í töflu
I, en á fyrstu fjórum fjögurra ára tímabilunum
voru aðgerðir á bilinu 11-15 talsins en fjölgaði í 25
á því síðasta sem er marktæk aukning (p<0,005).
Á rannsóknartímabilinu greindust samtals
2076 einstaklingar með lungnakrabbamein önnur
en smáfrumukrabbamein á íslandi. Hlutfall
lungnabrottnámsaðgerða af heildarfjölda greindra
tilfella á fyrrgreindum tímabilum er sýnt í töflu I,
en hlutfallið reyndist 3,7% yfir allt tímabilið.
Ýmsir áhættuþættir sem tengdir hafa verið
lungnabrottnámi og lýst er í öðrum rannsóknum
sjást í töflu II. í tæpum helmingi tilfella (44,2%)
var um hægra lungnabrottnám að ræða og 98,7%
sjúklinganna höfðu áður reykt, þar af reyktu 62,5%
fram að aðgerð. Tæplega fimmti hver sjúklingur
hafði haft langvinna lungnateppu, 10% sjúklinga
hjartsláttaróreglu og 20,8% kransæðasjúkdóm.
Helmingur sjúklinga var metinn í ASA-flokk 3 og
þrír í flokk 4.
Af 77 sjúklingum greindust 10 (13,2%) fyrir
tilviljun vegna myndrannsókna sem gerðar
höfðu verið vegna annarra kvilla eða sjúkdóma.
Algengustu einkenni sjúklinganna voru hósti
(83,3%), blóðugur hráki (28,8%), mæði (31,8%),
þyngdartap (30,3%), brjóstverkur (27,3%), lungna-
bólga (22,7%) og hiti (19,7%).
Aðgerðartími (skin-to-skin) var að meðaltali
161 mínúta (bil 75-360) og blæðing 1100 ml
(miðgildi 800 ml, bil 200-10000 ml). Meiriháttar
blæðingar (>1 lítri) sáust hjá 22 sjúklingum, oftast
frá lungnaslagæð. í 25 (32,5%) aðgerðanna þurfti
að opna gollurhúsið til að komast að æxlinu og í
þremur var hluti gollurhússins fjarlægður og Gore-
Tex® bót notuð til að loka gatinu. Berkjustúfur var
þakinn í 16 (20,8%) aðgerðanna, í 10 tilfellum
hægra megin (29,4%) og í sex tilfellum eftir vinstra
lungnabrottnám (14%). í níu tilvikum var notaður
flipi úr fleiðru sjúklingsins, azygos-bláæð hjá sex
sjúklingum og fita frá gollurhúsi hjá einum.
Algengustu vefjagerðirnar voru flöguþekju-
krabbamein (48,1%) og kirtilmyndandi krabba-
mein (42,9%) en stórfrumukrabbamein greindist
í 8% tilvika (tafla III). Eitt æxli reyndist við
vefjaskoðun vera smáfrumukrabbamein en það
hafði ekki tekist að greina fyrir lungnabrottnámið.
Flest voru æxlin illa þroskuð (57,1%) en mörg voru
meðalvel þroskuð (39%) og aðeins þrjú reyndust
vel þroskuð. Að meðaltali voru æxlin 5,8 cm í
mesta þvermál og var minnsta æxlið 0,8 cm en það
stærsta 15 cm.
Rúmur helmingur sjúklinga (54%) reyndist við
stigun eftir aðgerð vera á stigum I og II, 17 % á
stigi IIIA en 29% á stigi IIIB eða IV (tafla III). Af
sex sjúklingum á stigi IV voru þrír greindir með
fjarmeinvörp innan þriggja mánaða frá aðgerð,
Tafla II. Upplýsinaar um aldur, kyn, og áhættuþætti 77 sjúklinga sem gengust undir
iungnabrottnám á Jslandi 1988-2007. Gefinn er upp fjöldi sjúklinga og % í sviga nema
annað sé tekið fram.
n (%)
Fjöldi 77 (100)
Meðalaldur (ár, bil) 62,3 ±9 (39-83)
Karlkyn 49 (63,6)
Hægra lungnabrottnám 34 (44,2)
Saga um reykingar* 76 (98,7)
Reykir" 45 (62,5)
Pakkaár (miðgildi, bil) 40 (1-80)
Langvinn lungnateppa 14(18,2)
Kransæðasjúkdómur 16(20,8)
Hjartsláttaróregla 8(10,4)
FVC <80% af viðmiðunargildi 28 (36,4)
FEV1 <75% af viðmiðunargildi 25 (32,5)
ASA*" stig:
1 1 (1.3)
2 34 (44,2)
3 39 (50,6)
4 3 (3,9)
‘Nákvæmar upplýsingar um reykingar vantaði hjá fimm sjúklingum. ‘"American Society of Anesthesiologists. “Saga um reykingar <5 ára fyrir aðgerð.
Tafla III. Vefjagerð, stærð, gráða og stigun sjúklinga sem
gengust undir lungnabrottnám vegna lungnakrabbameins
á isiandi 1988-2007. Gefinn er upp fjöldi sjúkiinga og %
f sviga.
n (%)
Vefjagerð:
Flöguþekjukrabbamein 37 (48,1)
Kirtilfrumukrabbamein 33 (42,9)
Stórfrumukrabbamein 6 (7,8)
Smáfrumukrabbamein 1 (1,3)
Gráða:
1 3 (3,9)
2 30 (39,0)
3 44 (57,1)
Stærð æxlis (cm, bil) 5,8(0,8-15)
Stigun eftir aðgerð":
IA+ B 12(15,8)
IIA + IIB 29 (38,2)
IIIA 13(17,1)
IIIB 16 (21,1)
IV 6 (7,9)
'Stakt tilfelli af smáfrumukrabbameini er ekki tekið með í
útreikningum.
tveir með æxli í öðru blaði sama lunga og einn
með meinvarp í fleiðru. Æxlisvöxtur fannst í
skurðbrúnum 13 (17,1%) sjúklinga og voru flestir
þeirra meðhöndlaðir af þeim sökum með geislum
og/eða krabbameinslyfjameðferð eftir aðgerðina.
Af 53 sjúklingum sem ekki gengust undir
miðmætisspeglunfyrirlungnabrottnámsaðgerðina
LÆKNAblaðið 2009/95 825