Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2010, Qupperneq 3

Læknablaðið - 15.11.2010, Qupperneq 3
Konur í fyrsta sinn í meirihluta Þau tíðindi gerðust við stjómarkjör á aðalfundi Læknafélags íslands að í fyrsta sinn í sögu félagsins eru konur í meirihluta í stjóm og skipa jafnframt öll embætti innan hennar. Kjör í stjórn fór einstaklega friðsamlega fram og voru þær Valgerður Rúnarsdóttir og Anna K. Jóhannsdóttir sjálfkjörnar sem varaformaður og ritari. Fyrir í stjórninni voru Sigurveig Pétursdóttir gjaldkeri og Birna Jónsdóttir formaður. Þá voru kjörnir fjórir meðstjómendur og voru fimm í framboði þannig að kosið var á milli þeirra. Niðurstaða kosningar var að Ágúst Örn Sverrisson, Árdís Björk Ármannsdóttir, Orri Þór Ormarsson og Ragnar Gunnarsson voru kjörin í stjórn. Fimmti meðstjórnandi er Valentínus Þór Valdimarsson skipaður af Félagi almennra lækna. ■^^■LISTAMAÐUR M Á N AÐ A R I N S Listakonan Inga Þórey Jóhannsdóttir (f. 1966) sýndi nýverið í Listasafni Reykjanesbæjar og mátti þar sjá verk sem á einn eða annan máta var hægt að tengja hugmyndinni um ferðalag. Sýningin Flökkuæðar - Loftfar samanstóð af stórum og smáum skúlptúrum sem sumir minntu á farartæki og aðrir á farangur enda efniviðurinn gjarnan sóttur beint í fundna hluti sem þjónuðu áður tilgangi í tengslum við slíkt. Skúlptúrarnir teygðu sig sumir í átt að innsetningu eða þrívíðum málverkum en einnig var notast við Ijós og hljóð á sýningunni. Inga Þórey sneri upp á hugtökin farartæki og {áfanga-)staður með því að útbúa verk sem gátu verið hvort tveggja í senn og þá í raun undir áhorfendum komið að fylla í eyðurnar eða búa til hið eiginlega ferðalag. Sem viðfangsefni segir ferðalag ekki bara sögu ferðar á milli landfræðilegra staða, heldur má einnig túlka það í yfirfærðri merkingu eins og til dæmis um hreyfingu á milli svefns og vöku eða á milli þessa heims og annars. Farangur kallar síðan fram hugmynd um minningar eða hvers konar böggul sem maður hefur í farteskinu og verkin bjóða upp á að maður spinni þá hugmynd áfram. Þar lék Inga Þórey sér að mörkum hins augljósa og þess sem er óaðgengilegt. Á gólfinu var meðal annars þessi athyglisverði hlutur sem sjá má á forsíðu Læknablaðsins, verkið heitir Farangur, 2009. Um er að ræða gamla ferðatösku sem hefur gengið í gegnum ýmislegt. Fyrst var innvolsið tekið úr, svampur, fóður og annað tilheyrandi. Því var rúllað upp í eins konar pulsur (dæmi um slíka skúlptúra mátti einnig sjá á sýningunni) og þeim komið fyrir í töskunni sem nú samanstóð af skelinni einni saman. Þá var taskan fyllt af steinsteypu, hún látin harðna og loks farið með klumpinn í steinsög þar sem hann var skorinn í sneiðar. Útkoman er hið margræða verk sem minnir í senn á jarðfræðilegt fyrirbæri eða einhvers konar vísindarannsókn. Að manni læðast vangaveltur um þær öryggisráðstafanir sem orðnar eru hversdagslegur hluti langferða, að hvaða leyti eru þær nauðsyn og að hvaða leyti blekkingarleikur um falskt öryggi? Þá er verkið nokkurs konar myndbirting þess sem fólk leggur á sig til að leyna því sem ekki má finnast, hvort heldur í eiginlegri eða óeiginlegri merkingu, sem og þeirra leiða sem aðrir eru tilbúnir að beita til að greina hvað fólk er með í farteskinu. Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICALIOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag Islands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Inga S. Þráinsdóttir Tómas Guðbjartsson Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 9.500,- m. vsk. Lausasala 950,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Oddi, m umhverfisvottuð wv7/ '*//// prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Fteports/Science Edition og Soopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition and Soopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2010/96 667
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.