Læknablaðið - 15.11.2010, Side 4
EFNISYFIRLIT
Frágangur
fræðilegra greina
Höfundar sendi tvær gerðir handrita
til ritstjórnar Læknablaðsins,
Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi.
Annað án nafna höfunda, stofnana
og án þakka sé um þær að ræða.
Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis
að allir höfundar séu samþykkir
lokaformi greinar og þeir afsali sér
birtingarrétti til blaðsins.
Handriti skal skilað með tvö-
földu línubili á A-4 blöðum. Hver
hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í
eftirtalinni röð:
• Titilsíða: höfundar, stofnanir,
lykilorð á ensku og íslensku
• Ágrip og heiti greinar á
ensku
• Ágrip á íslensku
• Meginmál
• Þakkir
• Heimildir
Töflur og myndir skulu vera bæði
á ensku og íslensku.
Tölvuunnar myndir og gröf komi
á rafrænu formi ásamt útprenti.
Tölvugögn (data) að baki gröfum
fylgi með, ekki er hægt að nýta
myndir úr PowerPoint eða af
netinu.
Eftir lokafrágang berist allar greinar
á tölvutæku formi með útprenti.
Sjá upplýsingar um frágang
fræðilegra greina:
www.laeknabladid.is/fragangur-
greina
Umræðuhluti
Skilafrestur efnis í næsta blað
er 20. hvers mánaðar nema
annað sé tekið fram.
RITSTJÓRNARGREINAR
Gísli G. Auðunsson 671
Skorið inn að kviku
Læknar Landspítala senda sjúklinga á betur búnar
stofnanir. Það þýðir ekki að við eigum að leggja niður
spítalann, við eigum að hlúa að honum á allan hátt og
efla sem hátæknisjúkrahús okkar íslendinga. Það sama á
við litlu sjúkrahúsin á landsbyggðinni, þau keppa ekki við
Landspítala eða Sjúkrahúsið á Akureyri.
673
Birna Jónsdóttir
Þörf á sérlögum um lækna
Stjórn L( er sammála dómaframkvæmd sem viðgengist hefur
á Islandi og byggir á læknalögum sem gerir meiri kröfur til
lækna en annarra heilbrigðisstarfsmanna um sakarmat á
grunni menntunar. Stjórn LÍ telur að varhugavert sé út frá
hagsmunum sjúklinga að fella sérstök lög um lækna úr gildi.
FRÆÐIGREINAR
Trausti Óskarsson, Ólafur Gísli Jónsson, Jón R. Kristinsson,
Guðmundur K. Jónmundsson, Jón Gunnlaugur Jónasson, Ásgeir Haraldsson 675
Lifun og dánarorsakir barna sem greindust með
krabbamein á íslandi 1981-2006
Horfur barna og unglinga hérlendis með krabbamein eru sambærilegar við önnur vestræn ríki.
Horfur eru mun verri í meðferðartengdum krabbameinum samanborið við frumkrabbamein.
Meðferðartengdir fylgikvillar eru algengasta dánarorsök ef krabbameinsmeðferð er gefin með
læknanlegum tilgangi.
Lovísa Baldursdóttir, Laura Scheving Thorsteinsson, Gunnar Auðólfsson,
Margrét E. Baldursdóttir, Berglind Ó. Sigurvinsdóttir, Vilborg Gísladóttir, Anna Ólafía
Sigurðardóttir, Þráinn Rósmundsson
Brunaslys barna: Innlagnir á Landspítala 2000-2008
Innlögnum vegna brunaáverka hefur fækkað. Algengustu brunavaldar eru heitt vatn, heitir
vökvar, eldur og skoteldar. Flest eru slysin hjá börnum yngri en fjögurra ára og hjá drengjum
13-16 ára. Mikilvægt er að auka öryggi barna á heimilum og beina forvörnum að áhættuhópum.
Vanda þarf fyrsta mat á útbreiðslu sára og greina þætti sem hafa áhrif á dvalartíma á bráðamót-
töku og legudeild.
Jóna Elíasdóttir, Hildur Harðardóttir, Þórður Þórkelsson
Áhrif þyngdar verðandi mæðra á meðgöngu,
fæðingu og nýbura
Niðurstöðurnar ættu að hvetja menn til þess að fræða konur á barneignaraldri um mikilvægi
þess að halda sér sem næst kjörþyngd og fækka þar með fylgikvillum á meðgöngu og í
fæðingu. Gefa þarf leiðbeiningar um mataræði og hreyfingu og vísa mæðrum til fagaðila ef
þurfa þykir til að ná þyngd niður.
Friðrik Thor Sigurbjörnsson, Már Kristjánsson, Maríanna Garðarsdóttir,
Tómas Guðbjartsson
Tilfelli mánaðarins
699
668 LÆKNAblaðið 2010/96