Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2010, Síða 12

Læknablaðið - 15.11.2010, Síða 12
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Mynd 1. Kynjaskipt heildarlifun hjá 279 bömum yngri en 18 ára (159 drengjum og 120 stúlkum) sem greindust með krabbamein á árunum 1981- 2006 (p=0,8174). lifun og dánarorsakir barna sem greinst hafa með krabbamein á Islandi, en ítarleg rannsókn af því tagi hefur ekki birst áður. Nákvæmar upplýsingar eru ekki einungis mikilvægar fyrir samanburð við önnur lönd, heldur einnig fyrir meðferð og rannsóknir sem stuðla að bættri lifun þessa sjúklingahóps. Aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og lýðgrunduð. Öll krabbameinstilfelli sem greind hafa verið hjá Skjaldkirtilskrabbamein (5) Sjónukímfrumnaæxli (5) Sortuæxli (10) lllkynja kímfrumuæxli i kynkirtlum (8) Bráðaeitilfrumuhvitblæði (52) Hodgkinscitilfrumukrabbamein (18) Nýmakímfrumnaæxli (11) Bráðamergfrumuhvítblæði (10) Non-Hodgkinseitilfrumukrabbamein (14) Stjarnfrumnaæxli (36) Ewingssarkmein (5) Beinsarkmein (11) Taugakimfrumnaæxli (12) Rákvöðvasarkmein (13) Frumstætttaugaþekjuæxli (6) jjjj Heilaþelsæxli (6) |nj I lOára lifun I Sára lifun 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 % Mynd 2. Fimm og tíu ára lifun eftir algengustu krabbameinstegundunum. í sviga erfjöldi greindra tilfella á rannsóknartímabilinu. Sjónkímfrumnaæxli (retinoblastoma), illkynja kímfrumuæxli í kynkirtlum (malignant gonadal germ-cell tumor), nýrnakímfrumnaæxli (nephroblastoma, Wilms tumor), stjamfrumnaæxli (astrocytoma, WHOgr. 1-4), taugakímfrumnaæxli (neuroblastoma), rákvöðvasarkmein (rhabdomyosarcoma), frumstætt taugapekjuæxli (primitive neuroectodermal turnor, PNET), heilaþelsæxli (ependymoma). einstaklingum yngri en 18 ára og tilkynnt hafa verið til Krabbameinsskrár íslands frá 1.1.1981- 31.12.2006 voru skráð í gagnagrunn (File Maker Pro 8.0) sem hannaður var af rannsakendum. Nánari upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám Landspítala, Barnaspítala Hringsins og Sjúkra- hússins á Akureyri. Upplýsingar um með- ferðartengd krabbamein fengust frá Krabba- meinsskrá íslands og sjúkraskrám og voru þau tilfelli skráð sem greindust fyrir lok árs 2008. Upplýsingar um lifun voru bornar saman við gögn frá Þjóðskrá og var miðað við lifun fram til 31.12.2008. Eftirfarandi breytur voru skráðar í gagna- grunninn: Aldur, kyn, búseta við greiningu, aldur við greiningu, þekktir erfðafræðilegir áhættu- þættir, krabbameinsgreining, endurkoma meins, dreifing meins, dánardagsetning, dánar- staðsetning og dánarorsök. Tilvik voru flokk- uð samkvæmt ICCC-3 flokkunarkerfinu (Inter- national Classification of Childhood Cancer, 3. útgáfu)22 og því hvort þau voru frum- krabbamein (primary neoplasm), endurkom- in frumkrabbamein (relapse, recidive) eða meðferðartengd krabbamein (secondary neo- plasm). Við samanburð á greiningarárum var greiningartímabilunum skipt í tvennt, 1981-1993 og 1994-2006. Samanburður á aldri miðaðist við aldursbilin 0-4 ára, 5-9 ára, 10-14 ára og 15-17 ára. Búsetu var skipt milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Upplýsingar um dánarorsakir voru fundnar í sjúkraskrám og krufningarskýrsl- um ef krufning átti sér stað. Dánarorsakir voru flokkaðar í fjóra flokka: Sýking, heilablæðing, æxlisvöxtur og annað. Dánarstaðsetningar þeirra sem voru í læknandi meðferð voru flokkaðar í þrjá flokka: Gjörgæsludeild, sjúkradeild og meðferð erlendis. Ef einstaklingur var í meðferð með læknanlegum tilgangi við andlát var hún skilgreind sem læknandi meðferð, annars var um líknandi meðferð að ræða. Kaplan-Meier-aðferð var notuð til að reikna út lifun og við samanburð á marktækni milli valinna breyta var miðað við öryggismörk (confidence interval) 95% og log-rank test með p-gildi <0,05. Lifunarútreikningar miðuðust við frumkrabbamein og því voru meðferðartengd krabbamein ekki tekin með í þá útreikninga. Fengið var leyfi frá lækningaforstjóra Land- spítala, Persónuvernd (tilvísunamúmer: 2007 100755), siðanefnd Landspítala, vísindasiða- nefnd heilbrigðisráðuneytisins (tilvísunamúmer: VSNb2008090009) og yfirlækni Krabbameinsskrár íslands. 676 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.