Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2010, Side 13

Læknablaðið - 15.11.2010, Side 13
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Niðurstöður Á tímabilinu frá 01.01.1981 til 31.12.2006 greindust 279 börn með frumkrabbamein á íslandi, af þeim voru 215 á lífi í lok árs 2008. Allir þeir sem létust, létust af völdum krabbameinsins eða meðferðartengdra fylgikvilla. Á mynd 1 sést Kaplan-Meier lifunarlínurit fyrir bæði drengi og stúlkur sem greindust með krabbamein á tímabilinu. Fimm ára lifun var 81,2% (öryggismörk 76,1-85,4%); drengir 82,7% (75,8-87,8%), stúlkur 79,3% (70,7-85,6%), en 10 ára lifun 76,7% (71,1- 81,4%); drengir 77,1% (69,4-83,1%), stúlkur 76,1% (67,1-83,0%). Ekki reyndist vera marktækur munur á fimm eða tíu ára lifun milli kynja, tímabilanna 1981-1993 og 1994-2006, búsetu við greiningu, eða aldurshópanna 0-4 ára, 5-9 ára, 10-14 ára og 15-17 ára. Þegar borin var saman lifun í þremur stærstu ICCC-3 flokkunum, I. Hvítblæði, II. Eitilfrumukrabbamein, III. Miðtaugakerfisæxli, var munurinn ekki marktækur. Á mynd 2 má sjá fimm og tíu ára lifun eftir þeim krabbameinstegundum sem fimm eða fleiri böm greindust með (alls 222 börn). Ekki vom gerðir samanburðarútreikningar þar sem um lítið þýði var að ræða. Af 279 bömum sem greindust með frum- krabbamein á árunum 1981-2006 höfðu 11 greinst með meðferðartengd krabbamein fyrir lok árs 2008, átta þeirra létust (tafla I). Á þessu tímabili greind- ust tveir einstaklingar með tvö meðferðartengd krabbamein. Báðir létust. Tíminn frá grein- ingu frumkrabbameins til greiningar meðferðar- tengds krabbameins var frá 2,0 árum til 12,6 ára (miðgildi 5,4 ár). Enginn þeirra sem greindist með meðferðartengt krabbamein hafði fyrirfram þekktan erfðafræðilegan áhættuþátt eins og Fanconi-blóðleysi og taugatrefjaæxlager (neurofi- bromatosis). Af þeim 64 sem létust voru 24 með frumkrabba- mein sem ekki hafði tekist að lækna, 32 með endurkomu meins og átta með meðferðartengd krabbamein. Sá yngsti sem lést var tveggja mánaða og sá elsti 30 ára og fjögurra mánaða. Fjögur börn létust af völdum frumkrabbameina á fyrstu 30 dögum meðferðarinnar, þar af eitt á greiningardaginn. Sextán voru í læknandi meðferð og 45 í líknandi meðferð við andlát. Einn lést áður en meðferð hófst og ekki fundust upplýsingar um meðferð hjá tveimur einstaklingum, annar þeirra var með frumkrabbamein en hinn var með meðferðartengt krabbamein. Fleiri fengu læknandi meðferð ef um var að ræða frumkrabbamein (sjö af 24) og meðferðartengd krabbamein (þrír af átta) heldur en ef um endurkomu meins var að ræða (sex af 32). Tafla I. Fjötdi sjúktinga sem greindust með meðferðartengd krabbamein. Tími i árum frá greiningu frumkrabbameins til greiningar meðferðartengds krabbameins. Afdrif í lok árs 2008. 'Timi frá greiningu frumkrabbameins til greiningar annars meðferðartengds krabbameins. 2Myelodysplasia, 3medulloblastoma, 4rhabdomyosarcoma, 5astrocytoma, 6synovial sarcoma, 'ependymoma, 8primitive neuroectodermai tumor (PNET), 9atypical meningioma. Tilfelli Frumkrabbamein (A) Meðferðartengt krabbamein (B) Tími frá A til B (ár) Á lífi 1 Lymfoblastískt eitilfrumukrabbamein Mergmisþroski2 3,0 Nei 2 Langvinnt mergfrumuhvítblaeði Bráðahvítblæði 5,4 Nei 3 Mænukímfrumnaæxli3 Mergmisþroski 2,0 Bráðamergfrumuhvítblæði 2,9' Nei 4 Bráðaeitilfrumuhvítblæði Bráðamergfrumuhvítblæði 4,4 Nei 5 Rákvöðvasarkmein4 Stjarnfrumnaæxli (WHO gr. 4) 6,9 Nei 6 Stjarnfrumnaæxli5 (WHO gr. 2) Stjarnfrumnaæxli (WHO gr. 4) 2,4 Já 7 Bráðaeitilfrumuhvítblæði Mjúkvefjasarkmein í liðslímu6 10,7 Já 8 Ewings sarkmein Beinsarkmein 6,0 Já 9 Heilaþelsæxli7 Beinsarkmein 6,7 Bráðamergfrumuhvítblæði 9,6' Nei 10 Frumstætt taugaþekjuæxli8 Atýpiskt heilahimnuæxli9 12,6 Nei 11 Hodgkins eitilfrumukrabbamein Bráðamergfrumuhvítblæði 2,5 Nei Níu af 16 sem fengu læknandi meðferð voru með hvítblæði, fjórir með æxli í miðtaugakerfi og fjórir með illkynja æxli utan miðtaugakerfis (tafla II). Algengasta dánarorsökin var sýking (átta af 16). í sjö tilfellum af átta var um öndunarfærasýkingu að ræða en í einu tilfelli var það blóðsýking. í tveimur tilvikum var um heilablæðingu að ræða og voru báðir með beinmergsbælingu af völdum hvítblæðismeðferðar. Hjá þeim fjórum sem létust af völdum heilaæxlis var dánarorsökin ífarandi vöxtur heilaæxlis sem svaraði ekki meðferð. Tólf af þessum 16 einstaklingum voru á gjörgæsludeild við andlát. Þrír þeirra voru í meðferð erlendis og létust þeir allir úr sýkingum, tveir voru í beinmergsskiptum og einn í Extmcorporeal Membrane Oxygenation (ECMO) vegna alvarlegrar öndunarfærasýkingar. Hjá öllum fjórum sem létust á sjúkradeild bar andlát brátt að. Fjörutíu og fimm einstaklingar voru í líknandi meðferð við andlát, 15 með heilaæxli, 26 með illkynja æxli utan miðtaugakerfis og fjórir Tafla II. Dánarorsakir einstakiinga sem voru i læknandi meðferð við andlát eftir krabbameinsflokkum.’ Æxlisrek til iungna i aðgerð og fjöiiiffærakerfabiiun i kjölfar veno- occlusive disease. Krabbamein Alls Sýking Heilablæðing Æxlisvöxtur Annað Hvítblæði 8 6 2 - - Æxli í miðtaugakerfi 4 - - 4 - Æxli utan miðtaugakerfis 4 2 - - 2' Alls 16 8 2 4 2 LÆKNAblaðið 2010/96 677

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.