Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2010, Qupperneq 22

Læknablaðið - 15.11.2010, Qupperneq 22
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Mynd 5. Ástæður brunaslysa barna sem dvöldu á Landspítala lengur en sólarhring 2000-2008 <n=147). Mynd 6. Flokkun brunaslysa 74 barna afvöldum vatns og vökva (n=147) sem dvöldu á Landspítala lengur en sólarhring árin 2000-2008. á Hringbraut án viðkomu á bráðamóttöku. Dvalartími á bráðamóttöku var skráður hjá 60,4% bama (n=90). Dvalartími bama sem ekki fóru á gjörgæsludeild var að meðaltali tvær klukkustundir og 22 mínútur (142 mínútur), miðgildið 146 mínútur (sf 65,266; bil 25- 333). Tíminn var 13 mínútum lengri á seinni hluta rannsóknartímans (2005-2008) eða tvær klukkustundir og 30 mínútur (150 mínútur) borið saman við árin 2000-2004 sem var tvær klukkustundir og 17 mínútur (137 mínútur) en munurinn var ekki marktækur (p=0,28). Börn sem fóru á gjörgæsludeild í Fossvogi dvöldu 37 mínútum skemur á bráðamóttöku, eða að meðaltali eina klukkustund og 45 mínútur (105 mínútur), miðgildið 98 mínútur (sf 67,06; bil 21-270). Alvarleiki áverka Útbreiðsla sára var skráð í 92% tilvika (n=137) og var meðalútbreiðsla 8,23%, miðgildið 5% (sf 8,24; bil 1-55). Rúmur helmingur bamanna (52%) var með útbreiðslu <5°/o og meirihluti bama (81%) var með útbreiðslu s10%. Níu börn (6,6%) voru með útbreiðslu a20%. Dýpt áverka var skráð hjá 145 bömum og voru 3,4% einungis með roða á húð (fyrstu gráðu bruni) og rúmur helmingur (60%) með hlutþykktarbruna eingöngu en í mörgum tilvikum vom upplýsingar um dýpt sára misvísandi. Staðsetning sára var skráð hjá öllum börnunum (n=149). Brunasár á höfði voru algengust, eða hjá 68 börnum (45,6%). Næstalgengast var bruni á höndum, eða hjá 47 börnum (31,5%), og í þriðja sæti vom brunasár á brjóstkassa, hjá 31 barni (20,8%) og sami fjöldi var með brunasár á fótleggjum. Innöndunaráverki var greindur hjá tveimur bömum (1,3%). Tvö böm voru með aðra áverka auk brunaáverka. Eitt barn var flutt til útlanda til meðferðar. Alls fóm 36 böm (24,2%) á gjörgæslu og var bmnaútbreiðsla skráð hjá 32 þeirra. Meðal- útbreiðsla áverka var 16%, miðgildið 15 (sf 10,97; bil 4-55). Meðaldvalartími var sex dagar, miðgildið tveir dagar, (sf 10,37; bil 1-48). Legutími tveggja bama á gjörgæslu fannst ekki. Heildarlegutími var skráður hjá 132 bömum og var meðallegutíminn 13 dagar, miðgildið níu dagar (sf 14,20; bil 1-97). Börn með a20% útbreiðslu áverka dvöldu að meðaltali 55 daga á sjúkrahúsi, miðgildið 57 dagar (sf 30,70; bil 11-97). Barnið sem fór utan var undanskilið í útreikningum á legutíma. Sárameðferð Lýsing á sárameðferð fyrstu þrjá sólarhringa var skráð hjá 137 bömum (92%). Sár í andliti og á höndum voru hreinsuð einu sinni til tvisvar á dag og önnur sár annan hvern dag að jafnaði. Sár í andliti og á eyrum voru í flestum tilvikum höfð án umbúða og borið á rakagefandi og græðandi smyrsl. Pokameðferð var notuð við handarbmna í 10,8% tilvika. Vaselíngrisjur voru notaðar hjá 71,5% bama og 16% barna fengu silfurumbúðir (AquacelAg®) en notkun þeirra hófst árið 2005. Á seirrni hluta rannsóknartímabilsins var svokölluð opin þurrkmeðferð viðhöfð á gjörgæsludeild hjá þremur bömum. Sýklahemjandi áburður (silversúlfadíasín) var notaður hjá 37,9% bama. Alls fengu 45 böm (31,3%) sýklalyf í æð eða um munn vegna stað- festrar sýkingar í sámm eða gruns um sýkingu (n=144). Húðágræðsla var gerð hjá 28 bömum eða 19,0% (n=147) og var meðaltími frá slysi og fram að ágræðslu 14,6 dagar, miðgildið 15 dagar (sf 7,46; bil 2-33). Auk sárameðferða á legudeild og gjörgæslu fóru 35 böm (23,4%) alls 107 ferðir á skurðstofu til húðágræðslu og sárameðferða af einhverju tagi. Á fyrri hluta rannsóknartímans voru ferðir 686 LÆKNAblaðið 2010/96
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.