Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2010, Síða 31

Læknablaðið - 15.11.2010, Síða 31
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T axlaklemmu lág (<1,0%) og stærra úrtak þarf til að ná tölfræðilegri marktækni. Samkvæmt okkar niðurstöðum fæða of feitar konur oftar með keisaraskurði, bæði bráða- og valkeisaraskurði, samanborið við konur í kjör- þyngd. Rannsóknir síðustu ára styðja þessar niðurstöður.3- ”•l4’16-25 Hins vegar fæddu of þung- ar konur ekki oftar með keisaraskurði í okkar rannsókn, en margar erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á það.3'14,15 Nýburar kvenna með offitu voru þyngri en börn kvenna í kjörþyngd, en þó ekki oftar þyngri en 4500 g. Aðrar rannsóknir eru þessu samhljóma en athuga þarf þó að skilgreiningar á þungbura eru mismunandi þar sem í sumum rannsóknum er þungburi skilgreindur sem fæðingarþyngd >4000 g.3, n'14,15 Samkvæmt skýrslu Islensku fæð- ingarskrárinnar frá 2009 er meðalþyngd íslenskra barna sem fæddust á Landspítala 3500 g, 4,1% eru þyngri en 4500 g en við notum það sem skilgreiningu á þungbura.36 Nýburar kvenna með offitu voru oftar innlagðir á nýburagjörgæslu og er það ekki í samræmi við það sem Rode og fé- lagar lýstu í rannsókn sinni.11 Þar sem gögnin úr þessari rannsókn eru orðin sjö ára gömul er tímabært að kanna hver staðan er í dag og athuga hvort þyngd þungaðra kvenna hafi breyst á tímabilinu og hvort breyting hafi orðið á fylgikvillum mæðra og barna. Næstu skref gætu einnig verið að kanna tíðni sjaldgæfari vandamála kvenna með offitu tengdum þungun, til dæmis andvana fæðingum og tíðni meðfæddra galla hjá fóstrum og nýburum miðað við konur í kjörþyngd. Við slíkar athuganir þarf að skoða mun stærra þýði en hér var gert. Niðurstöður þessarar rannsóknar ættu að vera heilbrigðisstarfsfólki hvatning til að fræða konur á barneignaraldri og aðstandendur þeirra um mikilvægi þess að halda þyngd sem næst kjör- þyngd til að lágmarka tíðni fylgikvilla á með- göngu og í fæðingu, og lágmarka tíðni fylgikvilla barns til lengri og skemmri tíma. Gefa þarf leið- beiningar um æskilegt mataræði og hreyfingu og vísa einstaklingum áfram til annarra fagaðila ef þurfa þykir til að ná þyngd niður. Eftir að kona verður þunguð þarf að gefa henni leiðbeiningar um hver sé æskileg þyngdaraukning á meðgöngu og upplýsa hana um algenga fylgikvilla offitu á meðgöngu. Fylgjast þarf með blóðþrýstingi og setja inn viðeigandi meðferð ef hann hækkar og skima fyrir meðgöngusykursýki samkvæmt klínískum leiðbeiningum þar að lútandi.37 Gera þarf verðandi foreldrum grein fyrir áhrifum á ófædda bamið og mikilvægi þess að lækka tíðni þungbura þar sem þeir hafa hærri tíðni vanda- mála síðar á ævinni, svo sem sykursýki, ofþyngd, efnaskiptaheilkenni (e. metabolic syndrome), astma, viðvarandi plexus skaða og krabbamein.38'42 Þrátt fyrir að konur með offitu hafi hærri tíðni fylgikvilla á meðgöngu og í fæðingu er sam- kvæmt leiðbeiningum landlæknis um meðgöngu- vernd ekki mælt með hærra þjónustustigi fyrir þennan hóp kvenna.43 Bent er á að konur með þyngdarstuðul yfir 35 gætu þurft sérstakan stuðning, en annars eru þær flokkaðar sem heil- brigðar nema þær hafi háþrýsting eða sykursýki fyrir þungun. Okkar niðurstöður gefa tilefni til að líta á meðgöngur of feitra kverma sem áhættu- meðgöngur. Þakkir Kærar þakkir fá Kamilla Sigríður Jósepsdóttir, starfsfólk Vesturhlíðar, Anna Björg Jónsdóttir fyrrverandi skrifstofustjóri Kvennadeildar Land- spítalans, Anna Haarde skrifstofustjóri kvenna- deildar Landspítala, Guðrún Garðarsdóttir ritari Fæðingarskrár og Örn Ólafsson tölfræðingur. Heimildir 1. Castro LC, Avina RL. Matemal obesity and pregnancy outcomes. Curr Opin Obstet Gynecol 2002; 14: 601-6. 2. Sigurðsson G, Guðnason V, Aspelund T, Siggeirsdóttir K, Valtýsdóttir B. Handbók Hjartavemdar. Reykjavík 2008. 3. Jensen DM, Damm P, Sorensen B, et al. Pregnancy outcome and prepregnancy body mass index in 2459 glucose-tolerant Danish women. Am J Obstet Gynecol 2003; 189: 239-44. 4. Cnattingius S, Bergstrom R, Lipworth L, Kramer MS. Prepregnancy weight and the risk of adverse pregnancy outcomes. N Engl J Med 1998; 338:147-52. 5. Watkins ML, Rasmussen SA, Honein MA, Botto LD, Moore CA. Maternal obesity and risk for birth defects. Pediatrics 2003; 111:1152-8. 6. Nohr EA, Vaeth M, Bech BH, Henriksen TB, Cnattingius S, Olsen J. Matemal obesity and neonatal mortality according to subtypes of preterm birth. Obstet Gynecol 2007; 110: 1083-90. 7. Chu SY, Kim SY, Lau J, et al. Matemal obesity and risk of stillbirth: a metaanalysis. Am J Obstet Gynecol 2007; 197: 223-8. 8. Thorsdottir I, Torfadottir JE, Birgisdottir BE, Geirsson RT. Weight gain in women of normal weight before pregnancy: complications in pregnancy or delivery and birth outcome. Obstet Gynecol 2002; 99: 799-806. 9. Edwards LE, Hellerstedt WL, Alton IR, Story M, Himes JH. Pregnancy complications and birth outcomes in obese and normal-weight women: effects of gestational weight change. Obstet Gynecol 1996; 87: 389-94. 10. Cedergren MI. Matemal morbid obesity and the risk of adverse pregnancy outcome. Obstet Gynecol 2004; 103: 219- 24. 11. Rode L, Nilas L# Wojdemann K# Tabor A. Obesity-related complications in Danish single cephalic term pregnancies. Obstet Gynecol 2005; 105: 537-42. 12. Willett WC# Dietz WH, Colditz GA. Guidelines for healthy weight. N Engl J Med 1999; 341: 427-34. 13. Chappell LC# Enye S# Seed P# Briley AL# Poston L# Shennan AH. Adverse perinatal outcomes and risk factors for preeclampsia in women with chronic hypertension: a prospective study. Hypertension 2008; 51:1002-9. 14. Sebire NJ# Jolly M# Harris JP, et al. Matemal obesity and pregnancy outcome: a study of 287,213 pregnancies in London. Int J Obes Relat Metab Disord 2001; 25:1175-82. 15. Baeten JM, Bukusi EA, Lambe M. Pregnancy complications and outcomes among overweight and obese nulliparous women. Am J Public Health 2001; 91: 436-40. LÆKNAblaðið 2010/96 695

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.