Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 36
FRÆÐIGREINAR T I L F E L L I MÁNAÐARINS Svar við tilfelli mánaðarins Höfuðverkur, minnistap og málstol eftir ósæðarlokuskipti Greining: Herpes simplex heilabólga Lykilorð: höfuðverkur, minnistap, málstol, ósæðarlokuskipti, segulómun. Case of the month: Headache, amnesia and dysphasia following aortic valve replacement. Diagnosis: Herpes simplex encephalitis Key words: Headache, amnesia, dysphasia, aortic valve replacement. Correspondence: Tómas Guðbjartsson, tomasgud@landspitali. is Segulómmyndin sýnir dæmigert útlit og útbreiðslu fyrir bólgu og bjúg í heilanum vegna herpes simplex (HS) heilabólgu. Segulaukningin sem sést á T2-miðuðu myndunum miðlægt í vinstra gagnaugablaði eru vegna bólgu í heilanum. Á svokallaðri flæðimynd (diffusion MRI) sáust samskonar breytingar en á Tl-vigtuðum segulómmyndunum var gagnaugasvæði hins vegar eðlilegt. Sambærilegar segulómbreytingar geta þó eirtnig sést í fjölhreiðra innlyksuheilabólgu (progressive multifocal leukoencephalophathy) og í frumkomnu eitlakrabbameini í heila, en dreifingin er önnur og ósértækari.1 Þessar breytingar eru hins vegar hvorki dæmigerðar fyrir heiladrep né heilaæxli sem eru á meðal helstu klínísku mismunagreininga. í fyrstu lék grunur á að um skammvinna blóðþurrð í heila (TIA) væri að ræða vegna segareks frá nýju ósæðarlokunni eða hjartanu. Tölvusneiðmyndir (TS) af heila sýndu hins vegar hvorki merki um blóðþurrð né heiladrep. Auk þess var ósæðarlokan eðlileg við ómskoðun og ekki sáust segalindir í hjarta. Mígreni er einnig hugsanleg mismunagreining en mígreni fylgir þó sjaldan hiti. Eðlilegar blóð- og hrákaræktanir og lækkandi CRP (lækkaði úr 43 í 14 mg/L) mæltu gegn hjartaþelsbólgu, sýklasótt eða heilahimnubólgu af völdum baktería. Einnig hafði meðferð með amoxicillin/klavulan-sýru ekki slegið á einkenni. Auk þess var hafin meðferð með inflúensulyfinu oseltamivir (Tamiflu®) en um þetta leyti (október 2009) var HlNl-inflúensufaraldur í hámarki á íslandi. Því var talið hugsanlegt að einkenni gætu tengst inflúensusýkingu. Þessari meðferð var þó hætt þegar hálsstrok fyrir inflúensu A (HlNl) reyndust neikvæð í tvígang. Rétt greining fékkst loks með mænustungu þar sem PCR-próf á mænuvökva reyndist jákvætt fyrir HS-veiru af týpu l. Oft verður töf á greiningu heilabólgu þar sem einkenni geta verið lúmsk. Þannig liðu níu dagar frá innlögn þar til greining lá fyrir og viðeigandi meðferð var hafin. Á þessum tímapunkti hafði borið á versnandi mál- og verkstoli, persónuleikabreytingum og hiti var viðvarandi. Einkenni sjúklingsins eru dæmigerð fyrir heilabólgu, það er hiti, höfuðverkur, málstol og minnistap. Önnur þekkt einkenni eru helftarlömun, meðvitundarskerðing og krampar, auk vitrænnar skerðingar, dómgreindarleysis og óeðlilegrar tilfinningastýringar.2 Heilabólga er sjaldgæfur sjúkdómur. Nýgengi er í kringum tvo á hverja milljón íbúa á ári3 og er hæst á meðal barna og unglinga. HSV-1 veiran er algengasta orsök sjúkdómsins (10-20%) og jafnframt algengasta orsök banvænnar heilabólgu.2 Aðrar orsakir eru Varicella-Zoster og Epstein-Barr veira. Ekki hefur verið sýnt fram á aukna hættu á heilabólgu hjá ónæmisbældum einstaklingum.4 Tengsl sýkingarinnar við hjartaaðgerðina og álagið sem henni fylgir eru því óljós. Afleiðingar heilabólgu eru oft alvarlegar og stór hluti sjúklinga situr uppi með alvarleg brottfallseinkenni frá taugakerfi þrátt fyrir meðferð.2 Þegar greining lá fyrir var strax hafin meðferð með acyclovir í æð en það lyf hefur gefið bestan árangur við heilabólgu af völdum HSV-1 veiru, bæði varðandi lifun og tíðni alvarlegra fylgikvilla frá taugakerfi.2 Árangur af gjöf lyfsins er í réttu hlutfalli við hversu fljótt meðferð er hafin og er bestur ef meðferð er hafin innan þriggja sólarhringa frá upphafi einkenna. Mælt er með að minnsta kosti tveggja vikna meðferð en meðferð er oft haldið áfram lengur.5 Án meðferðar er dánartíðni allt að 70% en hægt er að ná henni niður í 30% með acyclovir-meðferð.5 Tæpu ári eftir aðgerð er sjúklingurinn enn í endurhæfingu. Höfuðverkur er horfinn og sömuleiðis verkstolið, en málstol og minnistruflanir enn til staðar. Tilfellið minnir á mikilvægi þess að hafa heilabólgu í huga hjá sjúklingum með höfuðverk og einkenni frá miðtaugakerfi, sérstaklega ef tölvusneiðmyndir af heila eru eðlilegar. Tilfellið undirstrikar jafnframt mikilvægi þess að endur- skoða greiningu þegar sjúklingur svarar ekki meðferð, einnig í miðjum inflúensufaraldri og fáeinum dögum eftir stóra hjartaaðgerð. Heimildir 1. Andreula C. Cranial viral infections in the adult. Eur Radiol 2004; 14 Suppl 3: E132-44. 2. Levitz RE. Herpes simplex encephalitis: a review. Heart Lung 1998; 27: 209-12. 3. Hjalmarsson A, Blomqvist P, Sköldenberg B. Herpes simplex encephalitis in Sweden, 1990-2001: incidence, morbidity, and mortality. Clin Infect Dis 2007; 45: 875-80. 4. Hudson SJ, Dix RD, Streilein JW. Induction of encephalitis in SJL mice by intranasal infection with herpes simplex type 1: a possible model of herpes simplex encephalitis in humans. J Infect Dis 1991; 163: 720-7. 5. VanLandingham KE, Marsteller HB, Ross GW, Hayden FG. Relapse of herpes simplex encephalitis after conventional acyclovir therapy. JAMA1988; 259:1051-3. 700 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.