Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 37
FRÆÐIGREINAR LYFJASPURNINGIN LYFJASPURNINGIN Getur blóðþynningarmeðferð með Kóvar (warfarín) truflast af fluconazole? Elín I. Jacobsen lyfjafræðingur, verkefnastjóri Miðstöðvar lyfjaupplýsinga Landspítala elinjac@landspitali.is Einar S. Björnsson prófessor, meltingarlæknir og formaður lyfjanefndar Landspltala einarsb@iandspitaii.is Sjötíu og tveggja ára karlmaður var slæmur af liðagigt og ónæmisbældur eftir langvarandi lyfja- meðferðir. Hann var á meðferð með etanercept og fékk reglulegar immunóglóbúlín-gjafir. Hann hefur um langt skeið fengið endurteknar lungnasýkingar og sveppasýkingar í vélinda og er á langtíma fyrirbyggjandi meðferð með fluconazole og azithromycín, sem hann tekur með hléum. Þessi meðferð hefur gengið vel síðastliðin tvö ár. Komi einkenni lungnasýkingar fram og náist ekki í lækni, tekur hann cíprófloxacín, en það hefur sjaldan gerst og ekki á þessu ári. Maðurinn er einnig á Kóvar meðferð vegna tilhneigingar til blóðsegamyndunar. Við meðferð með fluconazole í sumar hækkaði INR (intemational normalized ratio) og mældist >10. Ekki fannst nein ákveðin skýring á þessu en menn veltu vöngum um hvort fluconazole gæti átt hlut að máli. Hann þarf nú aftur á fluconazole að halda vegna Candida- sýkingar í vélinda. Önnur lyf sem maðurinn tekur eru simvastatín, prednisólón, hjarta- magnýl, amiloride/hydrochlothiazide,mirtaza- pín, omeprazól, tamsulogen, tramadol og alendrónat. Miðstöð lyfjaupplýsinga fékk beiðni um að yfirfara lyfin með tilliti til milliverkana við warfarín og finna sveppalyf til inntöku við Candida-sýkingunni sem ekki milliverkar við warfarín. Við milliverkanaleit og mat á klínísku mikilvægi þeirra 15 milliverkana (þar af átta vegna warfarín) sem fundust þegar lyfin voru slegin inn £ milliverkanaforrit, var niðurstaðan að fluconazole hemur CYP3A4 og þannig niðurbrot warfaríns sem getur leitt til hækkunar á INR. Fluconazole hemur á sama hátt niðurbrot simvastatíns og getur leitt til 10-20-faldrar hækkunar þess í blóði.1 Simvastatín getur milliverkað við warfarín og lengt blæðingartíma og þá sérstaklega ef það er í mjög háum styrk í blóði. Simvastatín hemur CYP2D6-niðurbrot warfaríns en auk þess er talið að simvastaín geti rutt warfaríni úr próteinbindingu og aukið frítt form þess.1 Líklegt má telja að ofannefnt samspil geti aukið líkur á að warfarín-meðferð fari úr böndum. Þá er veruleg hætta á niðurbroti vöðva (rhabdomyolysis) vegna milliverkunar fluconazole við simvastatín og ekki mælt með að þessi tvö lyf séu notuð samtímis.1'2 Milliverkun við azithromycin er ekki talin hafa klíníska þýðingu þegar tilfelli í heimildum eru skoðuð nánar1-2 og heldur ekki omeprazol, tramadol eða prednisólón.1 Ekkert annað sveppalyf til inntöku er talið verka á sveppasýkingar eins og okkar sjúklingur fær. Samantekt: Klínísk mikilvæg milliverkun á sér stað á milli fluconazole og warfaríns sem skýrir mjög líklega að blóðþynning fór úr böndum við fyrri sameiningu þessara lyfja. Við lögðum því til að hann hætti á simvastatíni, allavega á meðan á fluconazole-meðferð stóð. Mögulega gæti hann nýtt sér pravastatín í stað simvastatín en það milliverkar ekki við azole-sveppalyf.1 Það er okkar álit að hann geti notað fluconazole til inntöku við sveppasýkingum og að fylgst sé náið með INR á meðan. Á grundvelli rannsókna á lyfjahvörfum hefur því verið haldið fram að lækka þurfi warfarín-skammtinn um 20% ef sjúklingur er samtímis á fluconazole 50 mg á dag og um 70% ef fluconazole-skammturinn fer upp í 600 mg á dag. Slík skammtalækkun ætti að gerast hægt á um það bil fimm dögum,3 helst í samráði við segavarnir Landspítala þannig að fylgst sé vel með INR. Milliverkanaforrit gefa mönnum gott yfirlit yfir þær mögulegu milliverkanir sem geta orðið í flókinni lyfjameðferð. Þó er ekki alltaf augljóst hvaða milliverkanir eru klínískt mikilvægar fyrir tiltekinn sjúkling eða hvaða samspil getur orðið á milli lyfja sem hugsanlega getur leitt til samlegðaráhrifa eins og þetta tilfelli sýnir. Heimildir 1. Hansten PD, Hom JR. Dmg Interactions Analysis and Management. Wolters Kluwer Health Inc, St. Louis Missouri 2008. 2. Schelleman H, Bilker WB, Brensinger CM, Han X, Kimmel SE, Hennessy S.Warfarin with fluoroquinolones, sulfonamides, or azole antifungals: interactions and the risk of hospitalization for gastrointestinal bleeding. Clin Pharmacol Ther 2008; 84: 581-8. 3. Kunze KL, Trager WF. Warfarin-fluconazole III. A rational approach to management of a metabolically based dmg interaction. Drug Metab Dispos 1996; 24: 429-35. LÆKNAblaðið 2010/96 701
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.