Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2010, Page 41

Læknablaðið - 15.11.2010, Page 41
FRÆÐIGREINAR SIÐFRÆÐIDÁLKUR sá sem ráðinn verður í dósentsstarfið komi inn í rannsóknarumhverfi sem lýtur öðru fremur viðmiðum og gildum rannsóknarstarfs og finni sig á engan hátt skuldbundinn til þess að taka tillit til annarra hagsmuna. Ljóst má vera að þau ráð sem læknadeildin getur gripið til eru háð þeim úrræðum sem háskólinn býður upp á til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. í því tilliti er enn mikið verk óunnið við Háskóla íslands. í nýlegum Reglum um aukastörf akademískra starfsmanna eru ákvæði um hagsmunaárekstra.9 Jafnframt eru ákvæði um hagsmunaárekstra í Siðareglum Háskóla íslands.10 Þetta eru mikilvæg ákvæði en takmörkuð að því leyti að þau beinast eingöngu að starfsmönnum en ekki að stofnunum. Þörf er á að setja ítarlegri reglur um tilhögun kostunar og ört fjölgandi samstarfssamninga vegna rannsóknarverkefna og kennslu, á borð við þann sem lýst er í þessu tilfelli. Þar er brýnast að tryggja gegnsæi og skera eftir megni á tengslin milli kostunar starfa annars vegar og ákvarðana um rannsóknir hins vegar. Ein leið að þessu marki er að hafa skýr ákvæði um gagnsæi og rannsóknafrelsi í samningi við fyrirtækið um kostun starfsins, eins og oft er gert við Háskóla íslands. Ætla má að ný stefna Háskóla íslands sem nú er í undirbúningi muni taka af einurð á þessum þáttum. Heimildir 1. Resnik DB. The Price of Truth. How Money Affects the Norms of Science. Oxford University Press, New York 2007. 2. www.magna-charta.org/pdf/mc_pdf/mc_english.pdf 3. Macrina FL. Scientific Integrity. Text and Cases in Responsible Conduct of Research. ASM Press, Washington DC 2005. 4. DeAngelis CD, Fontanarosa PB. Ensuing Integrity in Industry-Sponsored Research. Primum Non Nocere, Revisited. JAMA2010; 303:1196-8. 5. Washburn J. University Inc. The Corporate Corruption of Higher Education. Basic Books, New York 2005: 84. 6. Fontanarosa PB, Flanigin A, DeAngelis CD. Reporting Conflicts of Interests, Financial Aspects of Research, and Role of Sponsors in Funded Studies. JAMA 2005; 294:110-1. 7. Jónasson JT. Inventing Tomorrow's University. Bononia University Press, Bologna 2008: 27. 8. Ámason V, Nordal S, Ástgeirsdóttir K. Siðferði og starfshættir í tengslum við fall íslensku bankanna 2008. 8. bindi í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis 2010:197,213. 9. Reglur um aukastörf akademískra starfsmanna H.Í., nr. 1096/2008, IV. kafli. www.hi.is/skolinn/reglur_ nr_1096_2008 10. Siðareglur Háskóla íslands, www.hi.is/is/skolinn/ sidareglur, sjá einkum grein 2.1.5. Staða yfirlæknis á legudeild geðdeildar við Sjúkrahúsið á Akureyri Laus er til umsóknar staöa yfirlæknis á legudeild geðdeildar við Sjúkrahúsið á Akureyri. Staðan veitist frá 1. maí 2011. Stöðunni fylgir vaktskylda á geðdeild, þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta, þjálfun aðstoðar- og deildarlækna auk þátttöku í rannsóknarvinnu. Starfsskylda er við heilbrigðisstofnanir á Norður- og Austurlandi. Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í geðlækningum. Auk fræðilegrar þekkingar og reynslu er lögð áhersla á hæfileika á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða. Reynsla af stjórnun er æskileg. Næsti yfirmaður er Sigmundur Sigfússon forstöðulæknir geðdeildar. Starfskjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags íslands. Nánari upplýsingar veita Sigmundur Sigfússon forstöðulæknir í síma 463 0100 eða 860 0513 og í tölvupósti sigmundur@fsa.is og Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga, sími 463 0100, tölvupóstur ses@fsa.is Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2010. Umsóknir um ofangreind störf skulu sendar starfsmannaþjónustu FSA, Eyrarlandsvegi, 600 Akureyri, eða á netfang starf@fsa.is á þar til gerðum eyðublöðum sem fást hjá landlæknisembættinu. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt með upplýsingum um fræðilegar rannsóknir og ritstörf, auk kennslustarfa. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins. FSA er reyklaus vinnustaður. LÆKNAblaðið 2010/96 705

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.