Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 47
U M R Æ Ð U R O G FRÉTTIR AÐALFUNDUR LÍ Vilja eitrað dekkjakurl burt „Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn í Kópavogi dagana 21. og 22. október 2010, skorar á Alþingi íslendinga að samþykkja nú þegar þingsályktunartillögu um bann við notkun á gúmmíkurli úr ónýtum dekkjum á gervigrasvöllum hérlendis." Þannig hefst ályktun sem Þórarinn Guðnason hjartalæknir og varaformaður Læknafélags íslands bar upp á aðalfundinum og var samþykkt einróma. „I dekkjakurli eru krabbameinsvaldandi efni og önnur eiturefni sem geta verið hættuleg fyrir böm og aðra iðkendur íþrótta á gervigrasvöllum. I ýmsum nágrannalöndum okkar er mælt með takmörkun á notkun dekkjakurls vegna þessara efna. Slíkar takmarkanir eru í Þýskalandi og Svíþjóð. Norðmenn hafa rannsakað nokkuð og bent á hættuna á umhverfisáhrifum af kurlinu á nærlendi gervigrasvalla. Það er viðurkennt að í hjólbörðum eru ýmis eiturefni sem meðhöndla verður af varúð. Skýrar reglur eru til staðar um meðhöndlun og förgun ónýtra hjólbarða en þegar búið er að kurla dekkin niður og dreifa þeim á íþróttasvæði barna og unglinga gilda reglurnar ekki. Þó er ljóst að eiturefnin eiga mun greiðari leið út í umhverfið úr dekkjakurlinu en þegar þau eru bundin í heila hjólbarða," segir Þórarinn. Hann bendir á að brennsla hjólbarða er bönnuð vegna þess að með því berast eiturefnin út í andrúmsloft og umhverfi. „Vandséð er að betra sé að dekkjunum sé fargað með því að kurla þau og dreifa síðan á stór landsvæði þar sem böm eru að leik, og efnin seytra svo út í umhverfið og geta eitrað jarðveg og grunnvatn í langan tíma." í ályktun Læknafélags íslands kemur fram að í dekkjakurli eru ýmis eiturefni sem vitað er að valda skaða. „Þetta eru efni eins og Benzapyren sem er krabbameinsvaldandi, dietyxhexylftalat og butylbenzylftalat sem valda ófrjósemi, fenol sem safnast fyrir í náttúmnni og hefur langtímaáhrif þar, zink sem í of hárri þéttni er eitrað fyrir lífverur, og blý sem veldur ófrjósemi og skemmdum á taugakerfi en börn eru sérstaklega næm fyrir „Þegar búið er að kurla dekkiri niðar og dreifa peim á íprótta- svæði barna og unglinga gilda reglurnar ekki," segir Þórarinn Guðnason. áhrifum blýs. Sexgilt króm finnst einnig í hjólbörðum en vitað er að það efni veldur bæði ófrjósemi og krabbameini," segir í greinargerð með ályktuninni. „Framleiðendur gervigrasvalla bjóða upp á hættulaust gúmmí sem val. í sumum tilfellum er það sérframleitt fyrir gervigras og í öðrum lit, grátt eða grænt. Græna kurlið er um 5-6 falt dýrara en svarta dekkjakurlið og þess vegna er því miður oftar en ekki sparað með því að nota það ekki," segir Þórarinn. „Fundurinn telur fulla ástæðu til að hafa sérstakar áhyggjur af leik barna á þessu eitraða undirlagi. Höfum í huga að börn og unglingar dvelja oft daglangt við leik á íþróttavellinum, þau liggja þá gjarna í gervigrasinu og fá á húðina verulegt magn af svertu og efnum úr hinu eitraða gúmmíkurli. Þessi efni geta því setið á húðinni langan tíma," segir í niðurlagi ályktunarinnar. „Hver ber ábyrgðina ef bömin verða fyrir heilsutjóni eða síðbúnum áhrifum eins og ófrjósemi," spyr Þórarinn. LÆKNAblaðiö 2010/96 71 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.