Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2010, Síða 48

Læknablaðið - 15.11.2010, Síða 48
UMRÆÐUR O G AÐALFUNDUR F R É T T I R L í Bann við transfitu Danski yfirlæknirinn og baráttumaðurinn fyrir banni við notkun transfitusýra í matvæli, Steen Stender, var gestur aðalfundar Læknafélags íslands og lýsti í stuttu yfirlitserindi hvernig tókst að koma á slíku banni í Danmörku fyrir nokkrum árum. Stender rekur upphaf baráttunnar í Danmörku til ársins 1993 er hann var formaður fyrir Manneldisráðinu í Danmörku. „Þá komu fram fyrstu upplýsingar um tengsl á milli neyslu transfitusýra og hjarta- og æðasjúkdóma og næstu tíu árin voru skrifaðar þrjár ítarlegar skýrslur af Manneldisráðinu til danskra stjórnvalda um að banna skyldi notkun transfitusýra í matvæli. Ritt Bjerregaard var umhverfisráðherra á þeim tíma og hún beitti sér fyrir löggjöf um bartn við notkun transfitusýra og það hafðist síðan í gegn árið 2003 með eftirmanni hennar í ráðherrastól, Marie Fischer Boel." í dönsku löggjöfinni er kveðið á um að magn transfitusýra í matvælum megi ekki fara yfir 2% af heildarfitumagni í matvörunni. Stender segir að vel hafi tekist til í Danmörku með að framfylgja banninu og innlendir matvæla- framleiðendur hafi tekið fullan þátt í þessu og hætt að nota transfitu í framleiðsluvörur sínar. „Innflytjendur matvöru hafa einnig virt bannið og kaupa einungis vörur frá erlendum framleiðendum sem eru transfitulausar. Ég gerði síðan könnun á því hvernig ástandið væri í öðrum Evrópulöndum og komst að því að það var mjög slæmt í Austur-Evrópulöndum og reyndar einnig á íslandi á þeim tíma, sem kom mér nokkuð á óvart. Viðbrögð íslendinga við þessum tíðindum voru ansi sterk og mér var boðið að koma til íslands og flytja nokkur erindi og eflaust er þingsályktunartillagan sem nú liggur fyrir Alþingi afrakstur af þessu." Fleiri lönd hafa fylgt fordæmi Dana og bannað notkun transfitu. Sviss og Austurríki hafa sett slíkt bann, en einnig hafa ýmis fylki Bandaríkjanna sett reglur um notkun transfitusýru. Lengst hafa New York-fylki og nú síðast Kalifornía gengið með því að banna alla notkun transfitusýra við matseld á veitingastöðum. „Stóru skyndibitakeðjurnar Hávar McDonalds og Kentucky Fried Chicken hafa Sigurjónsson hætt allri notkun transfitusýra sem er gríðarlegur „Mjög mikilvæg heilsuvernd fyrir almenning að hanna notkun á transfitu," segir Steen Stender yfirlæknir. ávinningur því þetta á við um alla sölustaði þeirra á heimsvísu, hvort sem viðkomandi land bannar notkunina eða ekki. Ég kannaði lauslega í heimsókn minni núna hvernig ástandið er hér á íslandi og sýnist að transfita sé miklu minni í matvælum en fyrir þremur árum. Hættan er hins vegar sú þar sem engin löggjöf er í gildi að innflytjendur kaupi ódýra matvöru frá lönd- um þar sem engar reglur gilda heldur um transfituinnihald í matvælum." Stender segir afgerandi reglugerð um bann við notkun transfitu hafa ýmsa kosti og enga ókosti í för með sér. „í fyrsta lagi er þetta mikilvæg heilsuvernd fyrir almenning. I öðru lagi þarf ekki að fara út í kostnaðarsamar forvarnaraðgerðir til að upplýsa almenning um hættuna af neyslu transfitu og í þriðja lagi hefur komið í ljós að þetta hefur engin áhrif á vöruverð. Framleiðendur hafa mjög auðveldlega lagað sig að þessum reglum. Það er því einfaldlega sjálfsagt að banna þetta." í lok aðalfundar LÍ var samþykkt áskorun á Alþingi að samþykkja þingsályktunartillögu þessa efnis er nú liggur fyrir þinginu. 712 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.