Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2010, Qupperneq 49

Læknablaðið - 15.11.2010, Qupperneq 49
U M R Æ Ð U R 0 G FRÉTTIR AÐALFUNDUR LÍ Hefur setið þrjátíu aðalfundi Sigurbjörn Sveinsson fyrrverandi formaður Læknafélags Islands fagnaði þeim áfanga á aðalfundi LÍ að hafa setið alla aðalfundi félagsins frá árinu 1980 að einu ári undanskildu. „Konan mín kom í veg fyrir það að ég sæti fundinn 1996 með því að fara með mig austur í Miðhús á Héraði, yfirkominn af þreytu eftir andvökunætur í lok sex vikna vinnudeilu heilsugæslulækna. Þá var ég gjaldkeri LÍ," sagði Sigurbjöm léttur í bragði þegar Læknablaðið króaði hann af í fundarhléi. „Haustið 1979 varð ég fulltrúi ungra lækna í stjóm LÍ og sat því aðalfundinn árið 1980, sem haldinn var á Húsavík, sem stjórnarmaður í LI. Arið eftir var ég orðinn heilsugæslulæknir í Búðardal og nýbakaður formaður Læknafélags Vesturlands og sat fyrir það félag á aðalfundum LÍ til ársins 1988. Eftir að ég fluttist til Reykjavíkur var ég fulltrúi Félags íslenskra heimilislækna í nokkur ár, þar til ég settist í stjórn LÍ 1995 og varð síðan formaður þess í átta ár. Nú sit ég á aðalfundi sem fulltrúi Læknafélags Reykjavíkur og hef því atkvæðisrétt, ólíkt því sem var þegar ég var formaður LÍ. Ég hef þó alltaf haft málfrelsi." Sigurbjöm segir margs að minnast frá fyrri aðalfundum. „Margt ánægjulegt hefur borið við og annað farið miður eins og gengur. Aukaaðalfundurinn í lok ágúst 1996 var mjög erfiður. Þar tókust félagar á um meginreglur og hagsmuni og var mörgum heitt í hamsi. Sá fundur krafðist mikillar fundarleikni og samkomulagsvilja af öllum hlutaðeigandi, þannig að stéttin kæmist nokkurn veginn ósár frá. Einna vænst þykir mér þó um að hafa mælt fyrir ályktunartillögu Læknafélags Vesturlands á fundinum á ísafirði 1984 um að taka skyldi upp hjartaskurðlækningar á íslandi. Sú tillaga fékk ekki sjálfsagða afgreiðslu og þótti sumum þessum peningum illa varið. Matthías Bjarnason, sem þá var heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, ávarpaði fundinn og sagðist ætla að beita sér fyrir þessu máli og að ráðist yrði í verkefnið þegar á næsta ári. Þetta reyndist mikið framfaraspor í þágu hjartasjúklinga og fyrir læknisfræðina í heild og hafði ýmsar jákvæðar hliðarverkanir fyrir hjartalækningarnar. Nú eru þær aðstæður uppi að verja þarf það sem hefur áunnist og hafa hugfast að það sem hefur jafnvel tekið áratugi að byggja upp tekur yfirleitt mjög skamman tíma að rífa niður. Það er mikilvægt að verja sjálfstæði læknastéttarinnar og þá sérstaklega að standa vörð um sjálfstætt starfandi lækna. í öðru lagi þarf að verja Landspítalann þannig að ekki hefjist aftur útflutningur á sjúklingum eins og var áður en hjartaskurðlækningarnar hófust hér á landi. Ef háskólasjúkrahúsið okkar molnar niður mun íslenskri læknisfræði hnigna. Líka grasrótarstarfinu. Færeyingum hefur ekki enn tekist að ná starfsemi sjúkrahússins í Þórshöfn í það horf sem var fyrir kreppuna fyrir 20 árum. " Sigurbjörn rifjar upp að tillögur um niðurskurð sjúkrahúsþjónustu á landsbyggðinni hafa verið til staðar um árabil. „Þetta eru í rauninni gamlar tillögur sem menn hafa ekki treyst sér til að fara út í fyrr en núna. Engum datt þó í hug að svona langt yrði gengið en það er greinilegt að nú á að notfæra sér ástandið til að ná fram róttækum skipulagsbreytingum. Með þeim er vegið verulega að lífsgæðum fólks víða á landsbyggðinni. Heilbrigðisþjónustan í hinum dreifðu byggðum er ein af grunnstoðunum og hluti menningar og mannlífs. Niðurskurður af því tagi sem boðaður er getur aldrei skorðast eingöngu við hið þrönga sjónarhorn heilbrigðisstjórnar og fjárveitingavalds. Þar verða aðrir að koma að." Sigurbjörn segist ekki sannfærður um að það sé gott að fella úr lögum LÍ ákvæði um að halda skuli aðalfundinn utan höfuðborgarsvæðisins eigi sjaldnar en þriðja hvert ár. „Það var mín reynsla að fundirnir úti á landi reyndust jafnan frjórri en hér í þéttbýlinu. Menn gáfu sér betri tíma til að gaumgæfa málin, vinnan truflaði ekki og gestir fundanna settu sinn svip á allt fundarhaldið og félagslífið í kring. Ég held að það sé ekki happaspor að fella niður ákveðinn ramma um þetta fyrirkomulag eins og liggur fyrir og að sparnaðurinn verði ekki margfaldur eins og látið er í veðri vaka." „Það sem liefnr tekið áratugi að byggja upp, tekur yfirleitt mjög skamman tíma að rífa niður" segir Sigurbjörn Sveinsson sem hefur setið 30 aðaifundi LÍ. Hávar Sigurjónsson LÆKNAblaöið 2010/96 71 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.