Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2010, Qupperneq 51

Læknablaðið - 15.11.2010, Qupperneq 51
U M R Æ Ð U R 0 G FRÉTTIR HOLDAFAR eftir því hvort orkan er lítil eða mikil. Margar matvælategundir eru með lágt fituinnihald en hátt orkuinnihald. Slíkt ætti þá að merkja með grænu fyrir fituna en rauðu fyrir orkuna. Þetta myndi auka vitund almennings en matvælaiðnaðurinn hefur barist gegn þessu með kjafti og klóm, því að hann vill ekki að upplýsingarnar séu svona aðgengilegar. Óttinn er að varan hætti að seljast ef upplýsingamar eru skýrar og einfaldar." Þéttari og blandaðri byggð Bolli nefnir ýmsa samfélagslega þætti sem valda því að fólk þyngist og segir stærsta sökudólginn fólginn í áherslu á notkun einkabílsins og hvernig allt skipulag þéttbýlis miðist við sem best aðgengi bílsins. „Einkabflavæðingin er sannarlega ein ástæða þess að fólk þyngist, það hreyfir sig einfaldlega miklu minna í daglegu lífi en áður, allt er miðað við að komast á bílnum upp að dyrum heimilisins, vinnunnar og þjónustunnar. Það hafa verið gerðar ýmsar rannsóknir á þessu þar sem niðurstöður virðast beinast í sömu átt. Ef byggðin er þétt ýtir hún undir umferð gangandi fólks og ef byggðin er blönduð heimilum, fyrirtækjum, verslrmum og þjónustu, þar sem gert er ráð fyrir að fólk komist fótgangandi á milli staða, eykst dagleg hreyfing og offita er minni. Á hinn bóginn, þegar skipulagið snýst allt um einkabílinn og reitaskiptingu byggðar, þar sem þarf að keyra á milli eininganna, verður hreyfingin aðallega fólgin í að fara inn og útúr bílnum," segir Bolli og bendir út um skrifstofugluggann sinn þar sem bílastæði við Smáralindina blasir við. „Þetta er dæmigert skipulag Reykjavíkur þar sem bíllinn er í fyrsta sæti. Þétting byggðarinnar og blöndun hennar er grundvallaratriði við skipulag heilsuvæns þéttbýlis þannig að fólk geti gengið eða hjólað þegar það sinnir daglegum erindum. Það er nefnilega hreyfingin í hinu daglega lífi sem skiptir svo miklu máli fyrir orkunotkun líkamans. Dreifing byggðarinnar gerir líka almenningssamgöngur mun erfiðari. Þetta þekkjum við allt hér af Stór- Reykjavíkursvæðinu þar sem allt skipulag miðast við einkabílinn. Fjarlægðir milli svæða eru of langar til að fólk geti almennt gengið eða hjólað, almenningssamgöngur eru í ólestri og fólk verður að nota einkabílinn, jafnvel þótt það vildi miklu heldur ganga, hjóla eða taka strætisvagn." Bolli bætir því við að læknar séu yfirleitt að pæla í allt öðrum hlutum en þessum þegar þeir eru að fást við sjúkdóma. „Eg hef setið mörg alþjóðleg þing um sykursýki þar sem nánast aldrei er fjallað um samfélagslegu þættina sem valda sykursýki. Þar er öll áherslan á rannsóknir og nýjustu lyfin." Bolli rifjar upp að læknar hafi áður látið sig skipulagsmál miklu varða. „Það er hefð fyrir því, hefð sem nær allt aftur til Guðmundar Hannessonar prófessors sem var brautryðjandi á sviði skipulagsmála. En það er miður að eftir að heilsufar fólks hefur almennt orðið betra og smithætta af skólpi og almennum óþrifnaði er ekki lengur fyrir hendi, hafa læknar látið öðrum eftir að fást við skipulagsmálin. Það er hins vegar alveg ljóst að offituvandinn sem við glímum við í dag er að hluta til skipulagsvandamál. Hreyfingin sem fólk fær almennt í dag fer að mestu fram í frítíma þess, en hreyfing í daglegu lífi er lítil hjá flestum. Þótt frítímahreyfing sé mjög mikilvæg og verndandi gegn hjarta- og æðasjúkdómum er orkunotkunin við frítímahreyfingu oft takmörkuð, mun minni en ef hreyfingin væri hluti af daglega lífinu. Þama hefur skipulag umhverfisins mikið að segja og læknar ættu að láta álit sitt um skipulagsmál meira í ljós." „Offituvandinn sem við glímum við í dag er að hluta til skipulagsvandamál," segir Bolli Þórsson læknir hjá Hjartavernd. LÆKNAblaðið 2010/96 71 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.