Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 53
U M R Æ Ð U R O G L Æ F R É T T I R K N A L Ö G Læknalögin felld úr gildi með nýju frumvarpi Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um heilbrigðisstarfsmenn. Frumvarpið hefur verið lengi í smíðum og verið lagt fram á þingi nokkrum sinnum allar götur frá árinu 1998 er það kom fyrst fram. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á frumvarpinu á þessu árum sem óþarft er að tíunda, en hér verður það kynnt í núverandi mynd og reifaðar helstu athugasemdir Læknafélags fslands, Læknaráðs Landspítala og Félags íslenskra hj úkrunarfræðinga. Hávar 1 umsögnum virðist það almennt vera talinn Sigurjónsson ótvíræður kostur að með nýja frumvarpinu verði ofantöldum lagabálkum steypt saman í einn, til einföldunar og hagræðis. í frumvarpinu eru taldar upp 33 heilbrigðisstéttir og í texta frumvarpsins er ávallt notað orðið „heilbrigðisstarfsmaður" í stað þeirra fjölmörgu starfsheita sem lögin ná yfir. Þannig er hvergi í frumvarpinu notað starfsheitið læknir heldur er vísað til „heilbrigðisstarfsmanns með lækningaleyfi" þegar einfaldlega er átt við lækni. Mörgum þykir eflaust missir að þessu ágæta orði úr þeim eina lagatexta sem verður í gildi um lækna og starfssvið þeirra þegar og ef frumvarpið verður að lögum óbreytt. Umsagnir um frumvarpið eru fjölmargar og eiga það flestar sammerkt að fagna tilkomu þess án frekari athugasemda. Þess ber þó að geta að mörg félaganna og stofnananna hafa gert athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins á fyrri stigum þess. Með frumvarpinu fá ýmsar starfsstéttir innan heilbrigðisgeirans í fyrsta sinn viðurkenningu á grein sinni, þó ekki sé um löggildingu að ræða og er gerður skýr greinarmunur á þessu tvennu. Viðurkenningin er þó mörgum starfsstéttum greinilega mikils virði, enda í fyrsta sinn sem þeim „Á það skal bent að í umræddu frumvarpi er enginn greinarmunur gerður á fagstéttum með langt háskólanám að baki og starfsstéttum sem lokið hafa námi á framhaldsskólastigi. Slík aðgreining er nauðsynleg með tilliti til eðlis starfa og ábyrgðar." Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga 27. nóvember 2009 er sumum hverjum skipað opinberlega á bás með öðrum heilbrigðisstéttum. Telja frumvarpið afturför Það vekur óneitanlega athygli að sterkustu and- mælin við frumvarpið koma frá Læknafélagi íslands, Læknaráði Landspítalans og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, en samnefnari þeirra athugasemda felst í því að telja það afturför að sértæk lög um lækna og hjúkrunarfræðinga verði felld úr gildi. Allar götur frá 1998 hefur Læknafélagið ítrekað sömu grundvallarathugasemdir og má rifja upp að í athugasemdum frá 1998 segir: „í gildandi læknalögum kemur sérstaða læknis, skyldur hans, ábyrgð og réttindi greinilega fram. Stjórn Læknafélags íslands telur þetta ekki koma nægjanlega fram í frumvarpi til laga um skyldur heilbrigðisstarfsmanna og frumvarpið í núverandi mynd sé því afturför frá því sem verið hefur ... Frumvarpið rýrir möguleika lækna til að mæla fyrir um og skipuleggja bestu meðferð fyrir sjúklinga. Samkvæmt frumvarpinu dreifist ábyrgð á meðferð sjúklinga á allar heilbrigðisstéttir og verður óskýr. Stjóm LÍ telur því að ekki beri að leggja það fram." í athugasemdum frá árinu 2002 þegar frum- varpið kom fram að nýju segir LÍ: „Stjórn LÍ tekur undir þessi sjónarmið sem fram komu 1998. Læknalög hafa sannað gagn sitt frá því þau voru sett fyrir rúmri hálfri öld. Þau hafa markað læknum sérstöðu, sem er nauðsynleg þeim til að hafa forystu um greiningu og meðferð sjúkdómanna eins og til er ætlast. Þau hafa kveðið skýrt á um ábyrgð þeirra og skyldur og um takmarkanir annarra og ólærðra til að gefa sig að lækningum." LÆKNAblaðiö 2010/96 71 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.