Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2012, Qupperneq 3

Læknablaðið - 15.01.2012, Qupperneq 3
Listfengir öldungar Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Gylfi Óskarsson Hannes Hrafnkelsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Þórunn Jónsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaðurog Ijós- myndari Hávar Sigurjónsson havar@iis.is Öldungadeild Læknafélags íslands heldur uppteknum hætti og stendur fyrir öflugu félagsstarfi. Hópur- inn kom saman til (jóla)hátíðarkvöldverðar í Norræna húsinu á degi heilagrar Lúsíu, 13. desember. Víkingur Heiðar Ólafsson lét andann koma yfir samkomuna með því að leika Debussy, Mendelsohn, Beethoven og Pál ísólfsson. Síðasta lagið á dagskrá var Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns í útsetningu Víkings Heiðars og sem hann lék í minningu afa síns og nafna, Víkings Arnórssonar, og ömmubróður síns, Páls Gíslasonar. A Læknadögum bæta öldungar við snúningi og standa fyrir málþingi miðvikudaginn 18. janúar undir yfirskriftinni Fórur öldungadeildnr, list ogfræði. Þar verður fléttað saman umfjöllun um listsköpun eldri lækna, ljóð og myndlist, en einnig verður rætt um nýjungar í öldrunarlækningum og hvort læknar velja sérgrein sína eða sérgreinin lækninn. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 10.900,- m. vsk. Lausasala 1090,- m. vsk. Gleðilegt ár! Nú í upphafi árs þegarfólk hugar að nýjum dagatölum og dagbókum er við hæfi að beina sjónum að dagbókarfærslum myndlistarmanns- ins Sigtryggs Bergs Sigmarssonar (f. 1977). Hann hefur um langt skeið safnað teikningum sem hann gerir dag hvern og merkir stund og stað. Eins og sjá má eru teikningarnar á mörkum hins fígúratífa og óhlutbundna, sumar minna á teiknimyndafígúrur og aðrar á sjálfsprottnar myndir abstraktlista- manna. Teikningarnar virðast unnar frekar hratt í röggsömum strokum þar sem tilviljun ræður að hluta til för. Síðan er nostrað við stöku hluta hér og þar í krókum og kimum sem teikningin afmarkar. Ýmist er unnið með einu eða fleiri verkfærum í senn og jafnvel bæði hægri og vinstri hönd notaðar til verksins. Sigtryggur er að safna dag- bókafærslum í bókverk sem brátt lítur dagsins Ijós og ber heitið Ein Haufen Berg eða Fjallshrúga. Þýskur orðaleikur listamannsins með eigin nafn á rætur að rekja til þess að hann bjó um árabil í Þýskalandi. Þar stundaði hann myndlistarnám í Hannover og lauk meistaragráðu frá Fachhochschule Hannover Bildende Kunst árið 2003. Auk hinnar reglulegu ástundunar teikningar fæst Sig- tryggur við málverk en þau eru í svip- uðum anda, litrík og full af fjöri. Hann er jafnframt ötull gjörningamaður og sem slíkur treður hann gjarnan upp í hlutverki hins skjálfandi taugatrekkta listamanns sem virðist berjast við að hemja sköpunargleði sína og finna henni einhvern mótaðan farveg. Með myndlistarsköpun fæst Sigtryggur jöfnum höndum við tónlist og þá helst með hljómsveitinni Stilluppsteypu sem er kunn fyrir framsækni í hljóð- heimi sínum sem rambar á mörkum óhljóða og tónlistar. Af verkum hans í ólíka miðla er hægt að greina sam- svörun sem felst í sífelldri leit á mörk- um skipulags og ringulreiðar. Þannig sver hann sig í ætt við listamenn eins og Dieter Roth sem bjó hér á landi á seinni hluta síðustu aldar og hafði mikil áhrif á íslenskt listalif - og hefur ef til vill enn. Markús Þór Andrésson Prentun, bókband og pökkun Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abst- racted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2012/98 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.