Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2012, Side 12

Læknablaðið - 15.01.2012, Side 12
RANNSÓKN Aldur Mynd 1. Aldursdreifing sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð og/eða ósæðarlokuskipti á íslandi á árunum 2002-2006. Sýnd er skipting sjúklinganna í yngri (gráar súlur) og eldri hóp (bláar súlur). notkun hjarta-, blóðþynningar- og blóðflöguhemjandi lyfja og hvort sjúklingur hefði áður fengið nýrnabilun eða lungnasjúk- dóma. Farið var yfir niðurstöður rannsókna sem gerðar voru fyrir aðgerð, meðal annars niðurstöður kransæðaþræðingar og hjarta- ómskoðunar. Fyrir aðgerð var EuroSCORE (European System for Cardiac Operative Risk Evaluation) matskerfið notað til að gera staðlað áhættumat á iíkum á andláti í kjölfar aðgerðar.'4 Af sjúklingunum 876 gengust 720 undir kransæðahjáveituað- gerð (82%), 86 undir ósæðarlokuskipti (10%) og 70 sjúklingar geng- ust undir samhliða kransæðahjáveituaðgerð og ósæðarlokuskipti (8%). Kransæðahjáveituaðgerðirnar voru ýmist gerðar með aðstoð hjarta- og lungnavélar (n=536) eða á sláandi hjarta (n=184). Af aðgerðartengdum breytum var skráð hvort um val- eða bráðaað- gerð var að ræða, aðgerðartími (húð til húðar), tími á hjarta- og lungnavél, tangartími (aortic cross clamp timé), blæðing í brjósthols- kera fyrstu 24 klukkustundir eftir aðgerð og magn blóðhlutagjafa í einingum. Skráðir voru fylgikvillar allt til útskriftar af sjúkrahúsi eða fram að andláti. Fylgikvillum var skipt í minniháttar fylgikvilla (gátta- tif/flökt, yfirborðssýking í skurðsári, lungnabólga, þvagfærasýk- ing, aftöppun fleiðruvökva) og meiriháttar fylgikvilla (heilablóð- fall, hjartadrep, djúp skurðsýking/hjartalokusýking, nýrnaskaði sem krafðist blóðskilunar eða fjöllíffærabilun). Skurðdauði var skilgreindur sem andlát innan 30 daga frá aðgerð. Gögn frá Hag- stofu um dánardag og dánarorsök voru notuð til að reikna út lifun fram til 31. desember 2009. Úr sömu skrá fengust upplýsingar um hvort dánarorsök tengdist hjartasjúkdómi eða ekki. Miðgildi eftir- fylgdar var 61 mánuðir (bil 0-97 mánuðir). Sjúklingum var skipt í eldri og yngri hóp og var skiptingin miðuð við 75 ára aldur. Tíðni fylgikvilla og lifun var borin saman milli hópanna tveggja. Forspárþættir skurðdauða og langtímalif- unar eldri hópsins voru svo kannaðir sérstaklega. Auk þess var langtímalifun hans borin saman við lifun viðmiðunarhóps Is- lendinga af sama aldri og kyni sem var byggð á upplýsingum frá Hagstofu íslands. Gagnagrunnurinn var skráður í forritið Excel (Microsoft Corp, Redmond, WA). Lýsandi og greinandi tölfræði var unnin með R, útgáfu 2.12.1. Við samanburð hópa var notast við t-próf eða Mann-Whitney próf fyrir samfelldar breytur og Fischer Exact eða Kí-kvaðrat próf fyrir hlutfallsbreytur. Langtímalifun var metin með aðferð Kaplan-Meier. Lifun samanburðarhóps var metin með notkun lifunartaflna Hagstofu og relsurv-pakkanum í R. Sam- anburður lifunarkúrfa var gerður með log-rank prófi. Sett var upp lógistískt áhættulíkan fyrir áhættuþætti skurðdauða (logistic regression model). Fylgni breyta við langtímalifun var metin með áhættulíkani Cox (Cox proportional hazard model). Allar breytur sem notaðar voru í áhættulíkaninu stóðust kröfu um hlutfallsbil (pro- portionality). Tölfræðileg marktækni miðaðist við p-gildi <0,05. Tafla I. Samanburður á áhættuþáttum hjartasjúkdóma og niðurstöðum rannsókna hjá eldri (>75 ára) og yngri sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð eða ósæðariokuskipti með/án kransæðahjáveituaðgerðar á ísiandi 2002-2006. Gefinn er upp fjöldi sjúkiinga og hlutföll í sviga (%) en meðaltöl fyrir fjölda þrengdra kransæða, útstreymisbrot og EuroSCORE. Allir Kransæðahjáveituaðgerð eingöngu Ósæðarlokuskipti með/án kransæðahjáveituaðgerðar Yngri sjúklingar (n=655) Eldri sjúklingar (n=221) p-gildi Yngri sjúklingar (n=571) Eldri sjúklingar (n=149) p-gildi Yngri sjúklingar (n=84) Eldri sjúklingar p-gildi (n=72) Karlar 543 (83) 108 (67) 0,001 483 (85) 108 (73) 0,001 60(71) 41 (57) 0,09 Sykursýki 110(17) 25 (11) 0,07 95 (17) 14(9) 0,04 69 (18) 61 (15) 0,83 Háþrýstingur 405 (62) 146 (66) 0,29 346(61) 97 (65) 0,36 59 (70) 49 (66) 0,90 Blóðfituröskun 385 (59) 104(47) 0,004 346(61) 75 (50) 0,03 39 (47) 29 (41) 0,55 Reykingar 179(27) 23 (11) <0,001 161 (28) 13(9) <0,001 18(21) 10(14) 0,31 Hjartabilun 88 (13) 56 (25) <0,001 71 (12) 25 (17) 0,21 17(20) 31 (43) 0,004 Fjöldi þrengdra kransæða 2,6±0,8 2,4±1 0,001 2,6±0,4 2,9±0,3 0,02 1,2±1,3 1,3±1,2 0,45 Útstreymisbrot hjarta (Ejection fraction, EF) 53±21 52±29 0,42 53±11 53±10 0,51 58±1 59±1 0,06 Hámarks þrýstingsfall yfir ósæðarloku (mmHg) Á ekki við Á ekki við Á ekki við Á ekki við Á ekki við Á ekki við 70±21 78±29 0,05 EuroSCORE (st) 4,4±3,0 7,8±3,0 <0,001 4,3±3,1 7,4±2,8 <0,001 5,4±2,0 8,7±2,9 <0,001 12 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.