Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2012, Síða 22

Læknablaðið - 15.01.2012, Síða 22
RANNSÓKN þessar sömu niðurstöður í ljós. Niðurstöður Ofvirknikvarða og Skimunarlista einhverfurófs sýndu einnig að þau börn sem voru alvarlega vanrækt skoruðu hærra en börnin sem höfðu orðið fyrir lítilli eða engri tilfinningalegri vanrækslu. Umræða Niðurstöður okkar sýna að erlend börn sem eru ættleidd eftir 18 mánaða aldur og/eða hafa dvalið á stofnun á fyrstu árum ævinnar geta verið í aukinni áhættu hvað varðar tilfinninga- og hegðunar- vanda síðar meir. Rannsóknir sýna að börn sem eru ættleidd eftir 18 mánaða aldur og/eða hafa verið vistuð á stofnun í meira en 18 mánuði skora hærra á kvörðum til mats á einkennum athyglis- brests með ofvirkni (ADHD) auk hegðunar- og tilfinningavanda f samanburði við almennt þýði. Að auki eru þau börn sem kjörfor- eldrar telja að hafi orðið fyrir alvarlegri tilfinningalegri vanrækslu í frumbernsku með marktækt hærra skor á skimunarlistum fyrir hegðunar- og tilfinningavanda. Þó svo að ekki hafi komið fram marktækur munur á einkennum á einhverfurófi við breyturnar aldur við ættleiðingu, lengd stofnanadvalar og tilfinningaleg van- ræksla, sást eigi að síður viss tilhneiging í þá veru. Þau börn sem voru ættleidd fyrir 12 mánaða aldur voru með heildarskor innan eðlilegra marka á öllum matskvörðunum. Það er í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna, en sú takmörk- un var þó á niðurstöðum er varða aldursbilið 12-18 mánaða að ein- ungis foreldrar þriggja einstaklinga sem voru á þessu aldursbili við ættleiðingu svöruðu.2'4,6'7-21 Bent hefur verið á að aldursbilið 6-24 mánaða er verulega viðkvæmt hvað varðar taugaþroska barna, og stofnanavistun á þessum aldri hefur verið tengd við hættu á hegðunarvanda hjá sumum börnum.1 Þessu til viðbótar hefur verið sýnt fram á aukna tíðni hegðunarvanda á unglings- árum hjá börnum sem hafa í frumbernsku dvalið á stofnun.1 Lík- lega tengist það meðal annars skorti á þeim möguleika að mynda náin tengsl við umönnunaraðila á viðkvæmu aldursskeiði, sem er barninu eðlislægt.22 Tengslamyndun við umönnunaraðila er ekki aðeins grundvöllur að öryggi barnsins heldur einnig forsenda eðlilegs þroska taugakerfisins. Einnig hefur hún áhrif á getu til að mynda heilbrigð geðtengsl síðar á lífsleiðinni.23Þannig er örvun og umhyggja á viðkvæmu aldursskeiði nauðsynleg eins og bent hefur verið á í tengslakenningu John Bowlby.22 Þessi rannsókn er með lýsandi rannsóknarsniði og því erfitt að fullyrða um beint orsakasamhengi. Hún byggir á svörum foreldra á ákveðnum matskvörðum en ekki á eiginlegri skoðun á börn- unum sjálfum. í þessum niðurstöðum er ekki litið til áhættuþátta eins og ættarsögu um geðraskanir, meðgöngu og fæðingarsögu eða annarra sjúkdóma sem kunna að hrjá börnin. Það er því erfitt að meta hvaða áhrif þeir áhættuþættir gætu mögulega haft. Þá er aðeins fyrir hendi almenn vitneskja um aðbúnað á mismunandi stofnunum innan og milli ættleiðingalanda og lítið vitað um bein áhrif á börnin. Þetta eru þættir sem augljóslega gætu hafa spilað inn í geðslag og hegðunarmynstur barnanna. Einnig ber að hafa í huga að svör foreldra sem lúta að vanrækslu fyrir ættleiðingu eru ekki studd af eða staðfest með klínískri skoðun sérfræðinga. Upp- lýsingar um stofnanavistun eða vanrækslu fyrir ættleiðingu eru eingöngu settar fram af foreldrum. Það mat foreldra að börnin hafi sætt alvarlegri vænrækslu fyrir ættleiðingu gæti vel markast af al- varleika hegðunarvanda barnanna. Þannig gæti þetta frekar verið mat á áliti foreldra á orsök vandans en að þarna sé um eiginlegt orsakasamband að ræða. Þetta er í raun helsta takmörkun þess- arar rannsóknar. Eigi að síður kusum við að greina frá þessu þar sem niðurstöður gáfu ákveðna vísbendingu um samband þarna á milli. Svörunarhlutfall í rannsókninni, sem var tæplega 50%, kann einnig að takmarka gildi niðurstaðnanna. Ástæða fyrir þessu svar- hlutfalli er ekki ljós en ef til vill hefur lengd spurningalistanna haft eitthvað að segja. Helsti kostur rannsóknarinnar er hins vegar að þýðið er úr hópi allra ættleiddra barna en ekki úr tilvísanahópi, til dæmis hópi barna sem hefur verið vísað til skoðunar vegna hegðunar- eða geðvanda. Niðurstöðurnar ættu því að gefa vissa heildarmynd af almennri stöðu hjá þessum hópi. CBCL-hegðunarmatskvarðinn er mikið notaður í rannsóknum bæði vestan og austan hafs. Kvarðinn er staðlaður við bandarísk viðmið. Hins vegar verður að hafa í huga að mat foreldra á hegð- unarfrávikum eru ekki alveg sambærileg milli þjóða. Þetta þarf að hafa í huga við túlkun niðurstaðna. í heild sýna þessar niðurstöður að þó flestum ættleiddum börn- um erlendis frá farnist vel er skor þessara barna á matskvörðum um hegðunar- og tilfinningaerfiðleika hærra en í almennu þýði. Þetta er í samræmi við erlendar rannsóknir á samskonar viðfangs- efni.1'5'7'8 Meðalaldur barnanna þegar listarnir voru lagðir fyrir foreldr- ana var tæplega 7 ár og rannsóknarhópurinn því tiltölulega ungur. Áhugavert væri að fylgja hópnum frekar eftir á komandi árum með tilliti til hegðunar og líðanar barnanna. Erlendar rannsóknir hafa bent til aukins hegðunarvanda þegar kemur að unglings- árum hjá þeim börnum sem hafa dvalið á stofnun í frumbernsku. Þar hefur verið litið á snemmskaðann af stofnanavistuninni sem orsakavald.1 Lengd stofnanadvalar fyrir ættleiðingu skiptir máli í þróun hegðunar- og tilfinningavanda barna. Til að takmarka stofnana- skaða ber að leggja áherslu á að börnin komist sem fyrst til kjör- foreldra sinna. Samkvæmt því sem fram kom í þessari rannsókn virðist skipta máli að ættleiðing eigi sér stað fyrir 18 mánaða aldur. Rutter og félagar rannsökuðu áhrif stofnanavistar á 111 börn ætt- leidd til Bretlands frá Rúmeníu fyrir tveggja ára, aldur samanborið við innlend ættleidd börn sem höfðu verið ættleidd fyrir 6 mánaða aldur. Þeir skoðuðu þau fjögurra ára og 6 ára gömul og í ljós kom að ef börnin voru ættleidd fyrir 6 mánaða aldur náðu þau að fullu sambærilegum vitsmuna- og líkamsþroska fjögurra ára gömul og jafnaldrar ættleiddir innanlands. Ef þau voru ættleidd eftir 6 mánaða aldur skoruðu þau marktækt hærra á hegðunarmats- listum 6 og 11 ára gömul en þau sem voru ættleidd fyrir 6 mánaða aldur.6 Erlendis hefur verið lögð áhersla á mikilvægi fræðslu, bæði til verðandi kjörforeldra og heilbrigðisstarfsfólks, um áhættu á til- finninga- og hegðunarvanda ættleiddra barna. Snemmtæk íhlutun er mikilvæg til að bregðast rétt við hegðunar- og tilfinningaerfið- leikum barna.3-4 Mikilvægt er að vera vakandi fyrir þessum vanda og þekkja einkennin til að hægt sé að grípa inn í og hjálpa börn- unum og fjölskyldum þeirra. Einkenni geta til að mynda lýst sér í erfiðleikum við myndun geðtengsla, ofvirkni- og einhverfulíkum einkennum, sértækum námserfiðleikum og lítilli félagshæfni, svo dæmi séu nefnd.2'6 22 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.