Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2012, Qupperneq 26

Læknablaðið - 15.01.2012, Qupperneq 26
RANNSÓKN Aldursdreifing Aldur(ár) Mynd 1. Aldursdreifing sjúklinga með hjartaþelsbólgu A árunum 2000-2009. Meðal- aldur var 58,6 ár og miðgildi 65 ár (bil 1 - 91). samanburður á lífshorfum hópanna tveggja. Marktæki miðaðist við p-gildi <0,05 og 95% öryggisbil. Aður en rannsóknin hófst lágu fyrir tilskilin leyfi frá Persónu- vernd, Vísindasiðanefnd, Hagstofu íslands og framkvæmdastjór- um lækninga á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Niðurstöður Á þeim 10 árum sem rannsóknin náði til greindust 88 hjartaþels- sýkingar hjá 81 einstaklingi. Nokkrir sjúklingar fengu sjúkdóminn oftar en einu sinni en þegar talað er um fjölda sjúklinga er átt við þau 88 sjúkdómstilfelli sem greindust á tímabilinu. í þeim til- fellum þar sem sami einstaklingur fékk fleiri en eina sýkingu var í fjórum tilfellum um ólíkan sýkingarvald að ræða en í tveimur tilvikum var sýkingarvaldurinn hinn sami en tvö til þrjú ár liðu á milli greiningardagsetninga. Nýgengi sjúkdómsins var 2,97/100 þúsund íbúa/ári. Meðalaldur var 59 ár (bil 1 - 91, miðgildi: 65 ár) og karlar í meirihluta (71%) (mynd 1). Algengi helstu áhættuþátta bæði nú og á fyrra tímabili (1976- 1985) má sjá í töflu I. Áhættuþáttum er skipt í hjartatengda þætti og þætti sem auka líkur á bakteríudreyra. Við greiningu höfðu 24% sjúklinganna þekktan hjartasjúkdóm/galla eða aðskotahlut í hjarta. Við nánari rannsóknir í legu, svo sem hjartaómun, kom í ljós að í raun höfðu 77% eitthvert hjartatengt ástand sem jók líkur á sýkingu, svo sem meðfædda hjartagalla eða hrörnunarbreytingar á loku. Slæm tannhirða (16%) og sprautufíkn (18%) voru helstu áhættuþættir fyrir bakteríudreyra. Fjórtán sjúklingar höfðu sýk- ingu í tönnum eða tannholdi. Þrír aðrir fóru í tannaðgerð stuttu fyrir innlögn en tveir þeirra fengu fyrirbyggjandi sýklalyf fyrir aðgerð og var sýking þeirra ekki rakin til aðgerðarinnar. Aðrir áhættuþættir voru blóðskilun, æxli í meltingarvegi, ónæmisbæl- ing, þvagfærasýking og TURP (transurethral resection ofthe prostate). Níu sjúklingar höfðu engan þekktan áhættuþátt. Hiti og slappleiki voru helstu umkvartanir sjúklinga við inn- lögn. Hiti mældist yfir 38°C hjá 88% sjúklinga og hjartaóhljóð heyrðist hjá 67%. Ummerki hjartaþelsbólgu í húð eða augum (Roth blettir, blæðingar í slímhúð augna, flísablæðingar, Osler's hnútar og Janeway skellur) voru einungis skráð hjá fjórum sjúklingum. í 56 tilfellum vantaði þessar upplýsingar í sjúkraskrá en í 28 til- vikum virtust þessi ummerki ekki vera til staðar þótt skráning væri ekki nákvæm. Niðurstöður blóðrannsókna í kringum greiningardag sýndu að CRP (C-reactive prótein) var hækkað í öllum tilfellum og sökk í 81% mældra tilfella (66/82). Rauð blóðkorn voru í þvagi 53% þeirra 26 LÆKNAblaðið 2012/98 Tafla I. Upplýsingar um áhættuþætti 88 tilvika hjartaþelsbólgu á Islandi 2000-2009, auk upplýsinga um sjúkiinga sem greindust á Islandi 1976-1985.2 Gefinn er fjöldi sjúklinga og % i sviga. Hver sjúklingur getur haft fleiri en einn áhættuþátt. Áhættuþættir hjartaþelsbólgu Fjöldi (%) 2000-2008 1976-1985 Hjartasjúkdómar Hjartagallar* 21 (24) 10(14)** Tvíblöðku ósæðarloka 16(18) - Ferna Fallots (Tetraiogy of Fallot) 2(2) - Ósæðarþrengsl (coarctatio aortae) 2(2) - Opin fósturæð (patent ductus arteriosus) 2(2) - Op á milli slegla 2(2) - Fósturop með flæði (foramen ovale shunt) 1 (D - Op á milli gátta og míturlokugalli 1(1) - Gerviloka 21 (24) 8(11) Ósæðarloka 18(21) - Míturloka 3(3) - Míturlokuviðgerð KD - Hrörnunarbreytingar á loku 18(21) - Míturlokuframfall 4(5) - Ósæðarlokuþrengsli 4(5) 6(9) Fyrri saga um hjartaþelsbólgu 9(10) - Áhættuþættir bakteríudreyra Slæm tannhirða 14(16) 6(9) Sprautufíkn 16(18) 1(1) Læknismeðferð 18(21) 6(9) Ónæmisbæling 7(8) 2(3) Tannaðgerð 3(3) 2(3) Blóðskilun 5(6) - TURP*** 2(2) - Hjartaaðgerð 1 (1) 2(3) Þvagfærasýking 7(8) - Beinsýking 1 (1) - Saga um gigtsótt 0 3(4) Enginn 9(10) 27 (42) ‘Þrir sjúklingar höfðu fleiri en einn hjartagalla. Heildarfjöldi miðast við fjölda sjúklinga. "Ekki vitað hvaða sjúkdómar voru skilgreindir sem meðfæddir hjartagallar, liklega var tvíblöðku ósæðarloka ekki talin með. "*GIST: Gastrointestinal stromal tumor, TURP: Transurethrai resection of the prostate. tilfella þar sem þvag var rannsakað (39/74). Einungis var leitað að gigtarþætti í blóði 12 sjúklinga og reyndist hann jákvæður hjá fjórum. Ómskoðun var gerð hjá öllum sjúklingum sem greindust fyrir andlát. I 75 tilfellum var gerð ómskoðun bæði um brjóstvegg og vélinda (85%). I 5 tilfellum var einungis ómað um brjóstvegg og í 6 einungis um vélinda. Langflestar sýkingar urðu í hjartalokum vinstri hluta hjarta (83%) en hjá 9 sjúklingum sýktist þríblöðku- loka og lungnaslagæðarloka hjá einum (mynd 2). í 6 af 9 sýkingum í þríblöðkuloku mátti rekja sýkingu til sprautufíknar. Nítján sjúk- lingar (22%) fengu sýkingu í gerviloku en einungis einn þeirra J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.