Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2012, Side 42

Læknablaðið - 15.01.2012, Side 42
FUNDUR L R Reykjavík gerði í október um mönnunar- ástandið í heilsugæslunni. „Það kom mér á óvart að í skýrslunni er gerður samanburður á milli Svíþjóðar og íslands, en í Svíþjóð er tilvísanakerfi og samkvæmt skýrslunni er ástandið hér svipað og þar. Það sé því ekkert vandamál að taka upp tilvísanakerfi hér þar sem fjöldi heimilislækna sé svipaður hér og í Svíþjóð. Það er ekki mín upplifun, en tölum um starfandi heimilislækna á Reykjavíkursvæðinu ber ekki saman þar sem ég hef getað talið saman 113 lækna en skýrslan segir þá 148. Þórarinn Ingólfsson formaður Félags íslenskra heimilislækna hefur nýlega kannað fjölda heimilislækna á Norðurlöndunum miðað við íbúafjölda og þar kemur í ljós að í Danmörku og Sví- þjóð eru þeir 10% fleiri en hér, og í Noregi 23% fleiri. Það er einnig áhyggjuefni að meðalaldur heimilislækna á íslandi er rétt um 55 ár og við blasir að ef halda á heilsu- gæslunni í landinu gangandi þarf eitthvað að gerast hratt því endurnýjunarþörfin á landsvísu er á milli 7 og 10 nýir læknar á ári, einungis til að halda óbreyttu ástandi." Gunnlaugur sagði vandann sem við blasti í heilsugæslunni stafa af reglugerð sem sett var í tíð Guðlaugs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra þar sem réttur fólks til að skrá sig á heilsugæslustöðvar og sækja þangað þjónustu var gerður skilyrðislaus. „Þetta þýðir að 15-20.000 manns eru skráðir inn á heilsugæslustöðvarnar en ekki með neinn heimilislækni því þeir eru ekki til staðar. Jafnvel þetta segir ekki alla söguna því sumir eldri læknanna eru með allt að 2500 sjúklinga skráða á sig og hafa enga möguleika á að sinna svo stóru samlagi." Gunnlaugur sagði að lokum að ef taka ætti upp tilvísanakerfi að tillögu skýrslunnar væri eðlilegt að ætla hverjum lækni að hámarki 1500 sjúklinga. „Til að mæta því í dag vantar 22 heimilislækna á Reykjavíkursvæðið. Til lengri tíma litið yrði þörfin fyrir nýliðun heimilislækna allt að 12 á ári og það er verkefni til næstu 10-20 ára og þá þarf sannarlega að gera heimilislækningar að eftirsóknarverðari starfsvettvangi fyrir unga lækna en nú er raunin." 42 LÆKNAblaöið 2012/98

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.