Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2012, Síða 50

Læknablaðið - 15.01.2012, Síða 50
UMFJÖLLUN O G GREINAR Tilvísanir heimilislæknis til Landspítalans utan dagvinnutíma árin 2002-2006 Þórður G. Ólafsson heimilislæknir Heilsugæslustöðinni Efra-Breiðholti thordur. g. olafsson@heilsugaestan. is Stofnunin þar sem greinin var unnin: Læknavaktin Forsaga Meirihluti heimilislækna á höfuðborgar- svæðinu tekur þátt í vaktþjónustu Lækna- vaktarinnar á Smáratorgi, eða um 70 læknar. Litið er á vaktþjónustuna sem framlengdan arm heilsugæslunnar utan dagvinnutíma og hluta af grunnþjónustu. Opin móttaka er kl. 17.00-23.30 virka daga og 09.00-23.30 um helgar og helgi- daga. Vitjanaþjónusta er kl. 17.00-24.00 virka daga og 08.00-24.00 um helgar og helgidaga, en frá 1. júní 2011 var fyrir til- stilli velferðarráðuneytisins felld niður öll vitjanaþjónusta um nætur frá 24.00 til 08.00. Hjúkrunarfræðingar veita símaráð- gjöf á sama tíma og auk þess allar nætur og taka einnig niður vitjanabeiðnir í síma. Síðustu ár hafa viðtöl vaktlækna í móttöku Læknavaktarinnar verið yfir 60.000 á ári og vitjanir um 7000 á ári. Fjöldi símaviðtala við hjúkrunarfræðinga hafa verið um 55.000 á ári. Af þeim mörgu sem vaktlæknar skoða þarf alltaf að vísa einhverjum áfram á Landspítala til frekari rannsókna og greiningar. Yfirleitt eru þeir sem fá læknisvitjun í heimahús veikari en þeir sem koma í móttöku og eðlilegt að fleirum sé vísað á sjúkrahús eftir vitjun. Stundum hringja vaktlæknar á Land- spítalann til að frétta af afdrifum sjúklinga sem vísað var áfram. Það getur verið tímafrekt og valdið truflun fyrir lækna spítalans. Samt geta slíkar upplýsingar verið mikilvægar í símenntun vaktlækna og vegna samfellu í þjónustu og eftirfylgd þar sem margir sjúklingar eru án heimilis- læknis og vaktlæknirinn getur þurft að fylgja sjúklingum eftir. Margir hafa treyst á að fá send læknabréf frá spítalanum, ekki síst þar sem óskað er eftir slíku á stöðluðu tilvísunareyðublaði vaktlæknis- ins sem notað var eingöngu á tímabilinu 2002-2006. Nú prenta vaktlæknar í mót- töku oftast út samskiptaseðil eða lækna- bréf úr Sögu og láta fylgja sjúklingnum en staðlað tilvísunareyðublað er enn notað í vitjunum. Hugmyndir kvikna Tilfinning mín hefur verið sú að fá lækna- bréf berist frá Landspítala til vaktlækna. Því ákvað ég að kanna afturvirkt heimtur á læknabréfum eftir tilvísanir mínar á Læknavaktinni 2002-2006. Þegar ég vísaði sjúklingi frá Lækna- vaktinni á Landspítala bæði í móttöku og í vitjun, skráði ég á staðlað tilvísunareyðu- blað í tvíriti persónuatriði viðkomandi einstaklings, ástæðu tilvísunar, á hvaða sjúkrahús/deild ég sendi einstaklinginn, stutta samantekt á ástandinu, dagsetningu og nafn mitt og vinnustað með beiðni um að fá sent læknabréf, ásamt stimpli með nafni mínu. Frumritið fór með ein- staklingnum en ég hélt eftir afritinu. Ég safnaði afritunum í möppu og skráði á þau jafnóðum ef ég fékk læknabréf sent. Þar sem ýmsar aðrar áhugaverðar upp- lýsingar voru skráðar á tilvísunareyðu- blaðið ákvað ég líka að athuga tíðni tilvís- ana í móttöku og vitjunum, aðaleinkenni við skoðun, vinnugreiningar við tilvísun og aldur og kynjahlutfall þeirra sem vísað var á spítalann. í september 2011 ákvað ég að gera rafræna könnun á viðhorfi lækna Lækna- vaktarinnar til tilvísana og læknabréfa. 58 (82,9%) læknar af 70 tóku þátt í könnun- inni. Framkvæmdin Auk þess að vinna upplýsingar úr afritum tilvísana minna, skoðaði ég sjúkraskrár allra til að fá upplýsingar um hvort um viðtal eða vitjun var að ræða. Ekki fundust sjúkraskrár 11 einstaklinga (7 karlar og fjórar konur) til að skoða hvort þeir komu á móttöku eða fengu vitjun. Hjá 6 manns af 11 var ekki skráð kennitala og aldur þeirra óþekktur. Þessir 11 einstaklingar voru þó taldir með í niðurstöðunum þar sem það var hægt. Heildarfjöldi viðtala og vitjana var fenginn með því að skoða reikninga mína til Læknavaktarinnar. Aðaleinkenni við skoðun var það einkenni sem fékk mesta umfjöllun í texta í tilvísun og var oftast nefnt þar fyrst. Vinnugreining var sú greining sem nefnd var fyrst í tilvísun, líklegust þótti og var oftast skráð undir „ástæða tilvísunar". Niðurstöður Tilvísanir voru 142 á þessu fimm ára tíma- bili. Frá Landspítala bárust 22 læknabréf (15%). Vísað var 58 körlum (41% ) og 84 konum (59%). Mikil breidd var í aldri, sá elsti 94 ára og sá yngsti 19 daga. Flestar tilvísanir voru í móttöku á aldursbilinu Tafla I. Flokkun aðaleinkenna við tilvisun á Land- spitala. Aðaleinkenni Fjöldi Kviðverkir 56 Hiti 28 Slappleiki 7 Bakverkur 5 Svimi/yfirlið 5 Höfuðverkur 4 Uppköst/niðurgangur 4 Andþyngsli/mæði 4 Verkur í útlim 4 Hjartsláttartruflun 4 Brjóstverkur 2 Liðverkir 2 Verkur í nára/pung 2 Blóð i þvagi 2 Rautt auga 2 Hnútur í tungu 2 Þvagleki 1 Húðsýking 1 Þvagteppa 1 Ruglástand 1 Kyngingartrufiun 1 Andlitslömun 1 Bjúgur á fótum 1 Önnur einkenni frá munni/koki 1 Hnútur á hálsi 1 Samtals: 142 50 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.