Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2012, Qupperneq 52

Læknablaðið - 15.01.2012, Qupperneq 52
S I Ð F R Æ Ð I Siðfræðitilfelli Helga Hansdóttir öldrunarlæknir helgah@heb.is Tilfelli Sjötugur karlmaður með fyrri sögu um langvinna lungnateppu, heilablóðfall fyrir um 15 árum með vægri vinstri helftarlömun og vitrænni skerðingu og amfetamínmisnotkun. Vistmaður á dvalarheimili í 20 ár og síðan á hjúkr- unarheimili síðastliðin 10 ár. Hann hefur sýnt áráttutilhneigingu (safnar tannlími). Fyrir um 10 árum síðan fór hann að sækjast eftir auka svefnlyfjum um miðnæturbil og var honum í eitt skiptið gefin thíamíntafla af nætur- vaktinni, þar sem ekki voru fyrir hendi fyrirmæli læknis um auka svefnlyf. Svaf hann vel það sem eftir var þeirrar nætur og var í framhaldi af því ákveð- ið að prófa að gefa honum thíamín í stað viðbótar svefnlyfja ef hann óskaði eftir því síðar. Hann sóttist síðan stað- fastlega eftir því á hverju kvöldi að fá töfluna og á tímabili stillti hann vekj- araklukku sína á kl. 00.30 til að vekja sig til að fá hana. Hann svaf vært allar nætur eftirleiðis og ekki bar á dagsyfju. Hann stendur enn í þeirri trú að thía- mínið sé svefntafla. Hugleiðingar Við lestur þessa tilfellis kemur fyrst í hugann sannleikur, hvað er satt? Maður- inn trúir því að hann sé að fá svefnlyf og það virkar eins og hann óskar eftir. Lyfið er vítamín og því líklega betra en hefð- bundin svefnlyf hvað varðar aukaverkanir. Á hinn bóginn er thíamín ekki svefnlyf samkvæmt bestu þekkingu læknisins. Hvort er mikilvægara hér trú sjúklingsins á lyfið og svefnfriðurinn sem hlýst af þeirri trú, eða skylda læknisins til að segja sannleikann? Sjúklingurinn lítur á lyfið sem svefnlyf sitt og er það mikilvægt fyrir hann. Vandinn er sá að læknirinn blekkir sjúklinginn, jafnvel þótt hann geri það sem hann telur sjúklingnum vera fyrir bestu. Hvernig svarar hann sjúklingnum ef upp kemst um ósannindin? Mun sjúklingurinn missa traust á lækninum og jafnvel öllum heilbrigðisstarfsmönnum? Lækninum ber að nota þekkingu sína sjúklingnum til hagsbóta, en sjúklingurinn á jafnframt rétt á bestu og réttustu upplýsingum um meðferð sína. Að öðrum kosti er ekki um upplýst samþykki sjúklingsins fyrir með- ferðinni að ræða. Þar sem meðferð hefur fyrst og fremst áhrif á líf sjúklingsins, til gagns eða ógagns, er eðlilegt að hann taki þátt í ákvörðunum um meðferð. í ofan- greindu tilfelli er placebo-verkun til gagns, það er að segja ef þessi pilla breytir í raun nokkru, en það virðist vera háð því að sjúklingurinn hafi rangar upplýsingar um meðferðina. Hvað er placebo-virkni? Placebo heitir lyfleysa á íslensku og er notað í rann- sóknum á virkni lyfja sem hlutlaust viðmiðunarlyf til samanburðar við með- ferðarárangur þess lyfs sem verið er að rannsaka. Meðferð er skilgreind sem virk ef hún er betri en placebo. Beecher, sem skilgreindi placebo-virkni upphaflega, gerði ráð fyrir að 35% af áhrifum meðferða væri vegna placebo-virkni en sú tala hefur verið dregin í efa.11 öllum veikindum eru gangur sjúkdóms og líðan sjúklinga breytileg. Ákveðinn hluti sjúklinga með langvinna sjúkdóma hefur sjúkdómshlé eða jafnvel lagast að fullu án þess að komi til meðferðar. Einnig er upplifun manna á einkennum mjög einstaklings- bundin og ekki alltaf besti mælikvarði á hinn meinafræðilega gang sjúkdómsins. Það þarf því að bera saman svörun eins sjúklingahóps við því lyfi sem er verið að prófa og svörun annars sambærilegs hóps við lyfleysu. Það að fá meðferð, með þeirri athygli og umhyggju sem í því felst, vekur von um bata sem getur haft áhrif á einkenni sjúkdómsins og meðferðarheldni. Það að viðmiðunarhópi batni að einhverju leyti þarf þó ekki að vera vegna þess að sjúklingarnir trúi því að lyfin hafi æskileg áhrif, heldur líka vegna eðlilegra breytinga í líðan og sjúkdómsferli sem þarf að leið- rétta fyrir. I mörgum sjúkdómum, jafnvel þeim sem leiða til dauða, getur gangur verið mjög misjafn með löngum sjúkdóms- hléum. Það má auðveldlega túlka sjúk- dómshlé eða betri líðan sem afleiðingu einhvers sem gert var en það getur einnig verið vegna tilviljunar. Vegna þessara tilviljanakenndu breytinga á ástandi sjúklinga og líðan er nauðsynlegt að leið- rétta fyrir þeim með viðmiðunum við sambærilegan hóp sjúklinga án meðferðar. Það þarf hins vegar að gefa placebo svo að áhrif væntinga sjúklinga hafi sambærileg áhrif á niðurstöður í báðum hópum og tvíblinda þannig að væntingar og óskir rannsakandans hafi ekki áhrif á túlkun niðurstaða. Er placebo eingöngu óvirk meðferð eða hangir meira á spýtunni? Ásbjörn Hróbjartsson og Peter Götzsche skoðuðu 114 rannsóknir með tilliti til hvort placebo- meðferð væri betri en engin meðferð.1 Nið- 52 LÆKNAblaðiö 2012/98
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.