Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2012, Page 12

Læknablaðið - 15.09.2012, Page 12
RANNSÓKN Mynd 1. Flæðirit yfir rannsóknarhópitm sem sýttir skiptingu íhópa og þii sem færðust á milli hópa. 1 er flæðirit sem sýnir rannsóknarhópinn. Sjúklingum sem gengust undir aðra hjartaaðgerð samtímis kransæðahjáveitu, eins og ósæðarlokuskipti eða míturlokuviðgerð, var sleppt. Sjúk- lingar voru fundnir í tveimur miðlægum skrám: annars vegar sjúklingabókhaldi Landspítala, þar sem leitað var að aðgerðar- númerum fyrir kransæðahjáveituaðgerð, og hins vegar í aðgerða- skrá hjarta- og lungnaskurðdeildar Landspítala. Til samanburðar var aflað upplýsinga um fjölda kransæðavíkkana með og án stoðnets á tímabilinu. Þessar upplýsingar fengust úr sérstökum gagnagrunni hjartaþræðingadeildar Landspítala og var fjöldi þeirra borinn saman við fjölda kransæðaþræðinga á tímabilinu. Klínískar upplýsingar um sjúklinga fengust úr sjúkraskrám og voru þær færðar í rafrænan gagnagrunn. Rúmlega 100 breytur voru skráðar fyrir hvern einstakling, meðal annars upplýsingar um kyn, aldur og þekkta áhættuþætti kransæðasjúkdóms. Einnig var skráð hæð og þyngd allra sjúklinga og út frá þeim upplýsingum reiknaður út líkamsþyngdarstuðull. Athugað var hvort sjúkling- arnir höfðu sögu um kransæðastíflu eða hjartsláttaróreglu og hvaða hjartalyf þeir tóku fyrir aðgerðina. Útbreiðsla kransæða- sjúkdóms var metin samkvæmt hjartaþræðingu og skráð hvort um var að ræða þriggja æða kransæðasjúkdóm eða vinstri höfuð- stofnsþrengsli. Farið var yfir ómsvör fyrir aðgerð og meðal annars skráð út- streymisbrot vinstri slegils (left ventricular ejection fraction, LVEF). Einkenni hjartabilunar voru metin samkvæmt NYHA flokkun (New York Heart Association) og staðlað EuroSCORE (European System for Cardiac Operative Risk Evaluation) reiknað út fyrir alla sjúklinga en það er alþjóðlega viðurkennt áhættumat fyrir hjarta- skurðaðgerðir. Sjúklingunum 720 var skipt í tvo hópa eftir því hvort aðgerðirnar voru framkvæmdar með aðstoð HLV (HLV-hópur, n=513) eða á SH (SH-hópur, n=207) (mynd 1). Alls var 23 aðgerðum á sláandi hjarta breytt yfir í hefðbundna aðgerð með HLV en við útreikninga eru þær taldar með SH-hópnum (intention-to-treat). Aðgerð var skilgreind sem bráðaaðgerð ef hún var ákveðin og framkvæmd innan sólarhrings frá því að sjúklingur lagðist á sjúkrahús. Allar aðgerðirnar voru framkvæmdar í gegnum bringubeins- skurð. Skráður var aðgerðartími í mínútum (skin-to-skin) en einnig hvort um val- eða bráðaaðgerð var að ræða. í HLV-hópi var sett töng á ósæðina, hjartað stöðvað með kalíumríkri lausn (cardioplegia) og fjartengingar á kransæðar gerðar með hjartað stöðvað í vægri líkamskælingu (um það bil 35 °C). Hjá þessum sjúklingum var skráður tangartími (aortic cross-clatttp titne) og tfmi á HLV. Við aðgerð á sláandi hjarta var notast við sérstaka haka og gaffla með sogskálum (Medtronic Inc., Minneapolis, MN, USA) til að upphefja hreyfingar hjartans. Þegar græðlingur var saumaður við kransæðina var kransæðinni annaðhvort lokað tímabundið með lykkjusaumum eða plaströri komið fyrir í æðinni og það síðan dregið út áður en tengingunni var lokað. Fylgikvillar voru skráðir 30 daga eftir aðgerð og lengur ef sjúk- lingar lágu enn á sjúkrahúsi. Þeir voru nánar flokkaðir í alvarlega fylgikvilla (heilablóðfall, sýking í bringubeini, blóðþurrð í hjarta, nýrnaskaði sem krafðist blóðskilunar, enduraðgerð vegna blæð- ingar og fjöllíffærabilun) og minniháttar fylgikvilla (gáttatif/flökt, yfirborðssýking í skurðsári, nýrnaskaði sem ekki krafðist skil- unar, Iungnabólga, þvagfærasýking og aftöppun fleiðruvökva). Blóðþurrð í hjartavöðva var skilgreind sem nýtilkomnar ST- hækkanir eða vinstra greinrof á hjartalínuriti ásamt hækkun á CK-MB hjartaensíminu yfir 75 pg/L. RIFLE-skilmerki voru notuð til að meta nýrnastarfsemi og sjúklingar í áhættu (R=risk), skaða- (\=injury) eða bilunarflokki (¥=failure) skilgreindir með bráðan nýrnaskaða. Skráð var blæðing í brjóstholskera fyrstu 24 klukkustundirnar eftir aðgerð og fjöldi eininga af rauðkornaþykkni sem sjúklingnum voru gefnar í eða eftir aðgerðina. Skurðdauði (operative mortality) var skilgreindur sem andlát innan 30 daga frá aðgerð. Langtímaeftirfylgd byggði á dánarupplýsingum frá Hagstofu og voru skráð dánardægur fram til 31. desember 2009. Meðal- eftirfylgd var 60,4 mánuðir (bil 0-96). Við útreikninga á aldurs- stöðluðum fjölda aðgerða á rannsóknartímabilinu var stuðst við mannfjöldaupplýsingar frá Hagstofu. Tafla I. Fjöldi kransæðahjáveituaðgerða sem gerðar voru á Islandi frá 2002 til 2006. Einnig er sýnt hlutfall aðgerða sem framkvæmdar voru á sláandi hjarta. Til samanburðar er sýndur fjöldi kransæðavikkana á sama tímabili og hlutfall sjúklinga sem fengu að minnsta kosti eitt stoðnet i kransæðar. Fjöldi (%). Ár 2002 2003 2004 2005 2006 Samtals Fjöldi kransæðaþræðinga 1493 1630 1497 1674 1526 7820 - Kransæðavíkkun með belg 568 (38) 624 (38) 556 (37) 636 (38) 610(40) 2994 (38) - Stoðnet 474 (32) 531 (33) 468 (31) 570 (34) 533 (35) 2576 (33) Fjöldi kransæðahjáveitu- aðgerða 153 139 133 156 139 720 - Með aðstoð hjarta- og lungnavélar 117(76) 103(74) 85 (64) 107(69) 101 (27) 513(71) - Á sláandi hjarta 36 (24) 36 (26) 48 (36) 49 (31) 38 (73) 207 (29) 452 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.