Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2012, Qupperneq 14

Læknablaðið - 15.09.2012, Qupperneq 14
RANNSÓKN 25 talsins (4%) en ekki var marktækur munur á milli hópa, eða 5% í SH-hópi og 2% í HLV hópi (p=0,30). Aðgerðir á SH tóku 25 mínútum lengri tíma (p<0,001). Tangartími var 43 mínútur hjá sjúklingum í HLV-hópi og meðaltími á HLV var 85 mínútur. Blæðing í brjóstholskera eftir aðgerð var aukin um 274 mL í SH- hópi (p=0,001) en fjöldi eininga (miðgildi) af rauðkornaþykkni sem gefinn var í eða eftir aðgerð sambærilegur (2,5 sbr. 2,4 ein., p=0,84). Enduraðgerðir vegna blæðinga voru hins vegar fleiri í HLV-hópnum, eða 6% borið saman við 4% (p=0,02). Sjúklingarnir í báðum hópum lágu að meðaltali í tvo sólarhringa á gjörgæslu en að miðgildi einn sólarhring. Heildarlegutími sjúklinga í HLV-hópi var að meðaltali ríflega sólarhring lengri en þeirra í SH-hópi (12,5 sbr. 11,3 dagar, p=0,04). Miðgildi heildarlegu- tíma var 10 í báðum hópum, bil 1-96 í HLV-hópi og 1-42 í SH-hópi. Fylgikvillar eftir aðgerð eru sýndir í töflu IV. Ekki reyndist munur á heildartíðni alvarlegra fylgikvilla. Heildartíðni minni- háttar fylgikvilla var hærri í í HLV- hópi, eða 58% borið saman við 48% í SH-hópi (p=0,05). Tíðni gáttaflökts var sambærileg, 39% í SH-hópi og 42% í HLV-hópi (p=0,5). Alls létust 22 sjúklingar innan 30 daga og var skurðdauði því 3,2%. Skurðdauði var sambærilegur fyrir sjúklinga í HLV- og SH-hópi (3% á móti 4%, p=0,68). Algengustu dánarorsakir voru hjartadrep fyrir aðgerð (bráðaaðgerðir) (n=7), hjartadrep vegna Iokunar á æðagræðlingum (n=6), hjartabilun án hjartadreps í aðgerð (n=5), mikil blæðing í eða eftir aðgerð (n=2), öndunarbilun (n=l) og fjöllíffærabilun (n=l). Skurðdauði fyrir sjúklinga þar sem aðgerð á SH var breytt í aðgerð á HLV var 22% (5/23) en tveir sjúklingar til viðbótar dóu eftir 30 daga sjúkrahússlegu. Á mynd 2 sést lifun sjúklinga eftir aðgerð, bæði heildarlifun og sjúkdómasértæk og eru báðir hópar sýndir saman. Sjúkdómasértæk lifun eftir eitt og fimm ár var 96% og 92% fyrir HLV-hópinn og 95% og 93% fyrir SH-hópinn. Ekki var marktækur munur á lifun eftir tegund aðgerðar (p=0,87). Fjölþáttagreining (logistic regression) á áhættuþáttum skurð- dauða fyrir báða hópana saman sýndi að EuroSCORE (líkinda- hlutfall (LH) 1,64,95% öryggisbil (ÖB): 1,2-2,3, p=0,003) var sterkasti sjálfstæði forspárþáttur aukins skurðdauða en einnig hærri aldur (LH 1,21, 95% ÖB: 1,03-1,42, p=0,02). Sjúklingar sem tóku blóðfitulækkandi statín fyrir aðgerð höfðu hins vegar marktækt betri lifun en þeir sem ekki voru á statínum fyrir aðgerð (LH 0,24, 0,06-0,94, p=0,04) og voru þau því verndandi. Tegund aðgerðar hafði hvorki forspárgildi fyrir skurðdauða né langtímalifun (áhættuhlutfall (ÁH) 0,69, 95% ÖB: 0,43-1,10, p=0,12). Marktækir forspárþættir verri lifunar voru hins vegar hærra EuroSCORE (ÁH 1,16, 95% CI: 1,09-1,23, p<0,0001), hærri aldur (ÁH 1,06, 95% ÖB: 1,03-1,09, p<0,0001) og hærra CKMB-gildi eftir aðgerð (ÁH 1,02, 95% ÖB: 1,00-1,03, p=0,05). Hærra útfallsbrot vinstri slegils var hins vegar verndandi (ÁH 0,97, 95% ÖB: 0,95- 0,98, p=0,0002). Umræða Þessi rannsókn sýnir að dánarhlutfall innan 30 daga eftir krans- æðahjáveituaðgerð var 3%, og reyndist svipað fyrir aðgerðir á SH og með HLV. Þetta verður að teljast lágt dánarhlutfall, ekki síst þar sem teknar voru með bráðaaðgerðir, þar með taldar aðgerðir á 5 sjúklingum í losti vegna bráðs hjartadreps. Erlendis er Tafla III. Samanburður á aðgerðum, sjúkrahúsdvöl og dánartíðni innan 30 daga hjá sjúkiingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð með aðstoð hjarta- og iungnavéiar (HLV-hópur) og á sláandi hjarta (SH-hópur) á Landspítala. Breyta Allir n = 720 SH-hópur n = 207 HLV-hópur n = 513 p-giidi Bráðaaðgerð (%) 25(4) 10(5) 15(3) 0,30 Aðgerðartími, mín. ± stfr. (bil) 204±52 223 ± 59 (85-460) 197 ±47 (90-555) <0,001 Fjöldi æðatenginga, stfr. (bil) 3,4 3,5 ± 0,9 (1-6) 3,3 ±0,8 (1-5) 0,06 Blæðing eftir aðgerð <24 klst., ml. ± stfr. (bil) 1037 1230 ±740 (230-5620) 960±1530 (100-31820) <0,001 <0,001 Blóðgjafir, einingar ± stfr. (bil) 2,5 2,4 ± 3,7 (0-31) 2,5 ± 5,5 (0-88) 0,84 Enduraðgerð v/ blæðingar, n (%) 42(6) 9(4) 33(6) 0,02 Lega á gjörgæslu, dagar ± stfr. 2,0 1,9 ±2,7 2,1 ± 3,7 0,47 Heildardvöl á sjúkrahúsi, dagar ± stfr. 12,1 11,3 ±4,9 12,5 ±6,9 0,04 Dánartíðni < 30 daga, n (%) 23(3) 8(4) 15(3) 0,68 dánarhlutfall innan 30 daga oftast á bilinu 2-5%14, enda þótt Iægra hlutfalli hafi verið lýst.15 1 sænska hjartagrunninum Swedeheart var dánarhlutfall 4168 kransæðahjáveitusjúklinga árið 2006 1,8%15 og 3% í bandaríska STS-grunninum (Society of Thoracic Surgeons) sem nær til rúmlega 500.000 sjúklinga.16 Líkt og fyrir aðrar hjartaaðgerðir er tíðni fylgikvilla há eftir kransæðahjáveituaðgerð.3 Gáttatif eftir aðgerð var algengasti fylgikvillinn í báðum hópum, eða ríflega 40% sem er í hærra lagi miðað við erlendar rannsóknir þar sem hlutfall gáttatifs er oftast á bilinu 20-50%.1718 Af alvarlegum fylgikvillum var hjartadrep sem tengdist aðgerð algengast, eða í kringum 12%, sem er heldur hærra en lýst hefur verið í öðrum rannsóknum.11 Við samanburð verður þó að hafa í huga að skilgreining á hjartadrepi er breytileg eftir rannsóknum, sem hefur áhrif á tíðni þess. I okkar rannsókn var miðað við CK-MB hækkun yfir 75 t<g/L samhliða nýjum ST- breytingum, Q-tökkum eða nýju vinstra greinrofi, sem er víðari skilgreining en í mörgum öðrum rannsóknum. Tíðni heilablóðfalla innan 30 daga var hins vegar Iág, eða 2%, sem er sambærilegt við nýlega danska rannsókn sem tók til 25.000 sjúklinga.19 Tfðni djúpra sýkinga í bringubeinsskurði (1%) var einnig sambærileg við aðrar rannsóknir en þær hafa nýlega verið rannsakaðar hér á landi.20 Enduraðgerðir vegna blæðingar voru gerðar hjá 6% sjúklinga. Þetta er umtalsvert lægri tíðni en sást í nýlegri rannsókn eftir ósæðarlokuskipti en þar voru enduraðgerðir gerðar í 17% tilfella.21 Blæðingar sem krefjast enduraðgerðar auka tíðni fylgikvilla og skurðdauða22 og reyndust algengari í HLV- en SH-hópi. Svipuðum niðurstöðum hefur verið lýst í fjölda rannsókna, og er skýringin talin vera storkuletjandi áhrif HLV á bæði blóðflögur og magna- kerfið (complement system). í nýlegum slembirannsóknum hefur komið í Ijós að munur á tíðni enduraðgerða eftir aðgerðartegund er Iægri1122 og áhrif HLV á blæðingar minni en talið var í fyrstu. Þrátt fyrir aukningu enduraðgerða í HLV-hópnum er athyglis- vert að meðalblæðing í brjóstholskerum eftir aðgerð var 300 ml meiri í SH-hópnum. Þetta virðist þó ekki hafa áhrif á tíðni blóðgjafa sem voru sambærilegar í báðum hópum. Skýringin á aukinni 454 LÆKNAblaðið 2012/98
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.