Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.12.2014, Qupperneq 25

Fréttatíminn - 22.12.2014, Qupperneq 25
Bakgrunnur Rögnu Jóns Foreldrar Rögnu eru Jón Óttar Ragn- arsson og Margrét Hrafnsdóttir. Jón Óttar varð landsþekktur þegar hann stofnaði Stöð 2 árið 1986 en hann seldi sinn hlut í fyrirtækinu fjórum árum síðar. Stuttu síðar yfirgaf Jón Óttar landið til að halda á vit ævin- týranna í Los Angeles með eiginkonu sinni Margréti Hrafnsdóttur. Hjónin hafa nú búið meira og minna í LA í tuttugu ár þar sem þau starfa nú við kvikmyndaframleiðslu en þau fluttu heim í nokkur ár þegar Ragna, einka- barn þeirra, var unglingur. Óttar og Margrét hafa selt Herbalife á Íslandi til fjölda ára og eiga nú hlut í fyrir- tækinu úti en Margrét hefur sagt að þau hefðu aldrei farið í kvikmynda- gerð af þvílíkri stærðargráðu ef ekki væri fyrir Herbalife því sterkur fjár- hagslegur bakgrunnur sé nauðsyn- legur til þess. Þau vinna nú að sjón- varpsseríunni Dulda Ísland fyrir Stöð 2 auk þess að vinna að mynd í fullri lengd um ævi Steins Steinars. Það er saga sem stendur fjölskyldunni nærri því faðir Jóns Óttars og afi Rögnu, Einar Ragnar Jónsson (1904-1984) eða Ragnar í Smára, var einn helsti bakhjarl Steins Steinars. Ragnar byrjaði ungur að vinna í smjörlíkisgerðinni Smára og varð síðan eigandi hennar. Hann var mikill áhrifamaður í menningarlífi borgarinnar, tíður gestur í Unuhúsi og bakhjarl margra okkar þekktustu listamanna Hann stofnaði bókaút- gáfuna Helgafell sem var þekkt fyrir að greiða höfundum betri laun en tíðkaðist á þeim tíma en meðal skálda hjá útgáfunni voru Steinn Steinarr, Gunnar Gunnarsson, Þór- bergur Þórðason, Davíð Stefánsson og Halldór Laxness. Ragnar gaf Al- þýðusambandi Íslands málverkasafn sitt árið 1961 og lagði það grunninn að Listasafni ASÍ. Gjöfin innihélt meðal annars myndir eftir Kjarval, Nínu Tryggvadóttur, Gunnlaug Scheving og Ásgrím Jónsson. það? Ég hrífst af fólki, sama hvort það eru stelpur eða strákar. Það sem skiptir mig mestu máli er manneskj- an en ekki kynið. Ég passa bara ekki inn í hefðbundnar kynjaskilgreining- ar. Ég upplifi minn eigin sannleika, lifi hann og tala fyrir hann.” Ekki mín saga í sjónvarpinu „Ég er náttúrulega utanveltu að mörgu leyti, er með tvöfalt ríkis- fang, er tvítyngd, margkynhneigð og trans. Sagan sem ég sé í sjón- varpinu er ekki mín saga. En svona er það bara,” segir Ragna. „Gamla hugsunin um transkonur er að konan hafi fæðst í röngum lík- ama, sem karlmaður, og þurfi þess vegna að fara í aðgerð til að láta laga sig. En ég hugsa ekkert endi- lega þannig. Ég er með líkama og þó ég sé kannski ekki fullkomlega sátt við hann þá er ég alls ekkert viss um að ég vilji breyta honum, ég er ekkert endilega ósátt við lík- amann sem ég fæddist í. Það er líka hægt að vinna með það sem maður hefur, það eru allskonar leiðir og ég er bara ekki viss hvort kynleiðrétt- ing sé rétta leiðin fyrir mig. Fyrir utan að það er líka alls konar rugl sem felst í því að þurfa að díla við það að vera transkona. Bara núna í vikunni voru tvær transkonur myrtar í New York og ein af hverj- um tólf transmanneskjum í Banda- ríkjunum er drepin, svo að það er beinlínis lífshættulegt að vera trans þó það sé auðvitað auðveldara á Íslandi. Hér hef ég hef hitt fólk sem telur mig vera geðveika og svo framvegis en sem betur fer hef ég aldrei lent í ofbeldi hér heima.“ Orð skipta miklu máli Eftir að Ragna kom til Íslands komst hún í kynni við rappsveit- ina Reykjavíkurdætur og fór að rappa með þeim. „Ég kynntist Kolfinnu Nikulásdóttur þegar við vorum báðar að vinna fyrir Uni- cef. Mér þótti svo vænt um að hún kallaði mig Rögnu frá upphafi en sumir eiga erfitt með það. Þetta var hressandi og valdeflandi fyrir mig því allt í einu var þetta ekki bara ég í mínum heimi, heldur kom þetta utan frá, og virkaði þess vegna eins og stuðningur. Svona lítið orð getur skipt rosalega miklu máli. Það besta við Reykjavíkur- dætur var alls ekki að vera í hljóm- sveit og koma fram á stöðum eins og Airwaves heldur voru það bara stelpurnar. Þetta er svo geðveikur hópur af stelpum sem ég hef elskað að vera hluti af,“ segir Ragna sem notar listamannsnafnið Mc Ragna Rök. „Ragnarök er eitthvað sem ég tengi mjög sterkt við, þess vegna er listamannsnafnið mitt Ragna Rök. Ragnarök eru heimsendir og tákna endi en á sama tíma upphaf. Þetta er eitthvað sem mér finnst tengjast mínum hugmyndum um kyn og því hvernig mig langar að rústa öllum fyrirframgefnum hugmyndum þín- um um kyn en gefa þeim svo aftur annarskonar líf. Skilurðu hvað ég meina,“ spyr Ragna og allt í einu er hún hætt að tala og byrjuð að rappa og orðin bara streyma upp úr henni. Text- inn er út laginu Elegans sem Ragna samdi með Kolfinnu og rappaði með dætrunum. Ég sit bara dol- fallin og hlusta. „Skilurðu núna hvað ég meina“ spyr Ragna aftur og brosir. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is viðtal 25 Helgin 22.-28. desember 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.