Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.12.2014, Síða 34

Fréttatíminn - 22.12.2014, Síða 34
J óhanna Vigdís Arnardóttir hefur um árabil verið ein fjöl-hæfasta leikkona landsins. Hún heillar leikhúsgesti á sviði Borgar- leikhússins á hverju ári og virðist blómstra í öllum tegundum leikverka. Hvort sem það er í Fanný og Alexand- er, Ofviðrinu, Fjölskyldunni eða sem Mary Poppins. Hún segir leikarann alltaf vera að læra. „Ég veit ekki af hverju ég ákvað að fara í þetta nám. Er þetta ekki svona týpísk ákvörðun konu sem er komin yfir fertugt,“ seg- ir Jóhanna, eða Hansa eins og hún er kölluð. „Vill maður ekki bara ögra sér aðeins. þetta er mjög algengt meðal kvenna á þessum aldri. Annaðhvort skilja þær við manninn sinn, fara að drekka mikið eða hætta að drekka eða eitthvað slíkt. Ég hef hins vegar haldist nokkuð normal, en ákvað að breyta til. Af hverju þetta nám? Ég var með marga möguleika opna. Svo var ég hvött til að fara í þetta, sérstaklega af manninum mín- um. Ég þekki marga sem hafa verið í þessu námi, og látið rosalega vel af,“ segir Hansa. „Þetta er mjög alhliða nám. Auðvitað er það viðskiptatengt, en það kom á óvart hversu alhliða það er.“ Leikarar sínir eigin markaðs- stjórar Það blundar einhver viðskiptaþrá í mörgum leikurum, er það ekki? Er það eitthvað tengt því að þeir vilja hafa lífið betra, eða hvað? „Við erum búin að vera í því að selja okkur, við erum okkar eigin markaðsstjórar,“ segir Hansa. „Það er ekkert svo fjarstæðukennt að hallast að einhverskonar viðskipta- námi. Það er líka skemmtilegt hvað þetta opnar á margt hjá manni. Það þarf ekkert endilega að vera leikhús eða listatengt hvað maður ætlar að gera í framtíðinni, maður er opinn fyrir öllu öðru. Það er alveg áhuga- vert líf fyrir utan veggi leikhússins, segir Hansa. Leikarar og leikhús- fólk þarf stundum að hafa fyrir því að opna augun fyrir því sem er að gerast fyrir utan þeirra eigin kreðsu. Í Borgarleikhúsinu höfum við unnið svo mikið og unnið mjög náið sam- an svo það er auðvelt að lokast inni í okkar heimi,“ segir Hansa. „Ein- göngu vegna þess líka að við höfum ekki tíma til þess að vera í hinum heiminum.“ „Ég hef ekkert ákveðið hvað ég ætla mér með þessu námi. Eina sem ég ákvað var að leyfa þessu að leiða mig bara áfram með opnum huga. Ég hef oft verið spurð hvort ég gangi með leikstjórastarfið í mag- anum, og það er alls ekki draumur- inn. Helst bara eitthvað allt annað,“ segir Hansa. „Ég er nýbúin að leika eitt af mínum stærstu hlutverkum, sem var Mary Poppins, og þar fann ég að ég hafði leiðtogahæfileika því það er hlutverk sem þarf að taka hóp- inn með sér og keyra þetta áfram. Í svoleiðis sýningu, þar sem hópur- inn er stór, er maður bara jafn góður og veikasti hlekkurinn. Þá kviknaði áhugi á að hafa áhrif og geta dregið fólk áfram, óháð því hvað það er,“ segir Hansa. „Það að ég skyldi fara í þetta nám var ekkert mikil breyting fyrir mig eða manninn minn. Hann er hvort eð er vanur því að ég sé hér í Smugunni.“ Saknaðu Mary Poppins? „Já, bæði og. Þetta var frábær tími og án ef stærsta hlutverkið á mínum ferli, en um leið mjög mikið að gera. Ég veit að strákarnir mínir sakna hennar lítið,“ segir Hansa. „Það var tekið stórt stökk í íslensku leikhúsi með þessari sýningu.“ Bestu stjúpbörn í heimi Leikarastarfið er hark alla lífsleið- ina, en Hansa segir mikilvægt að nýta fríið í eitthvað annað en að sinna listinni. „Við fáum gott sum- arfrí og við sem eru fastráðin lítum á hvíldartímann mjög heilagan,“ segir Hansa. „Þegar maður er ný- útskrifaður er maður alltaf til í allt en í dag vil ég bara vera með strák- unum mínum,“ segir Hansa. Hansa er 46 ára og gift Þorsteini Helga Guðbjartssyni húsasmið. Þau eiga drengina Ólaf Örn, alveg að verða 9 ára, og Þorstein Ara sem er ný- orðinn 7 ára. Þorsteinn á tvö börn frá fyrra hjónabandi, Vigdísi Birnu, 18 ára, sem er alfarið hjá þeim, og Helga Hrafn, 16 ára, sem býr mest- Það er áhugavert líf fyrir utan veggi leikhússins Leikkonan Jóhanna Vigdís Arnardóttir skellti sér á skólabekk í haust og hóf nám í MBA við Há- skólann í Reykjavík. Hún segir leikara ekkert endilega gæla við þann draum að gera eitthvað annað, en segir starfið stöðugt nám. Hún segir börnin sín þó ekkert skilja í móður sinni og segir þau hafa verið fegnust þegar sýningum á Mary Poppins lauk eftir 138 sýningar. Í vetur er hún að leika í farsanum Beint í æð og eftir áramótin mun hún leika í söngleiknum Billy Elliott. megnis hjá þeim líka. Svo það er nóg að gera á stóru heimili. Hansa gekk inn í líf stjúpbarna sinna þegar þau voru ung og segir það hafa gengið vel. „Ég held að ég eigi yndislegustu stjúpbörn í heim- inum,“ segir Hansa. „Ég var orðin 35 ára þegar við byrjuðum saman, svo það var ekki eins og maður hafi verið tvítug að taka óvart við ein- hverjum börnum. Þau voru bara frá- bær og ég var örugglega feimnari við þau, en þau mig. Þarna var bara kominn einhver fastur punktur í líf manns og fljótlega kviknaði áhugi hjá mér að stækka fjölskylduna, og vissulega var maður ekkert að yngj- ast,“ segir Hansa. Vantaði þig smið þegar þið hittust? „Já, mig vantaði smið,“ segir Hansa og hlær. „Hann er líka rekstr- arfræðingur og ég held að það sé fátt sem hann gæti ekki tekið sér fyrir hendur, en hann hefur mestan áhuga á því að vinna sem smiður. Það er voða þægilegt að eiga mann sem getur gert allt,“ segir Hansa. Strákamamma Hansa mun eftir áramót leika í söng- leiknum Billy Elliott í Borgarleikhús- inu. Hún segir þá sýningu hafa alla burði til þess að ganga jafnvel og Mary Poppins. „Þetta verður sýning sem veitir fólki innblástur og fyrir stráka þessa lands að fá að horfa á þessa drengi syngja og dansa verður líklega mjög áhrifamikið.“ Hvernig finnst þér heimur stráka, verandi móðir tveggja? „Hann er svolítið tölvumiðaður, og það þarf ekki endilega að vera slæmt,“ segir Hansa. „Maður þarf bara að fylgjast vel með og leið- beina,“ segir hún. „Mínir eru enn það ungir að ef maður er með betri hugmynd en að hanga í tölvunni þá er hún yfirleitt keypt. Þeir þurfa sín- ar fyrirmyndir. Það er meiri kraft- ur í þeim og þeir þurfa mikla útrás, en að sama skapi þurfa þeir líka að æfa hugrekkið og kjarkinn eins og stelpur þurfa svo oft að gera. Ég held samt að strákar séu að opnast fyrir hlutum eins og dansi og slíkt. Yngri strákurinn minn horfir á One Direc- tion og dansar og syngur með, hin- um finnst þetta ekki alveg jafn töff en þetta er að breytast,“ segir Hansa. „Stjúpsonur minn, sem er 16 ára, fór að æfa ballett í einn vetur með vinum sínum. Bara til þess að tékka, svo þetta er að breytast.“ Var á leið til Ítalíu Hansa er sprenglærð. Hún er með burtfararpróf í píanóleik og söng. B.A í frönsku frá Háskóla Íslands og leikari frá Leiklistarskóla Íslands. Hún segir sig hafa verið pínu nörd. „Já, ég var það,“ segir Hansa. „Mér leiddist aldrei í skóla. Ég var mikið að æfa mig þegar ég var í menntó, svo ég hef alltaf nördast heilmikið. Ég fór seint í leiklistarskólann. Ég var 31 árs þegar ég útskrifaðist.“ Ætlaðirðu kannski að fara lengra í tónlistinni? „Ég hafði alltaf mikinn áhuga. Ég helli mér alltaf út í allt og ég var á leiðinni til Ítalíu í óperunám þegar ég sótti um í Leiklistarskólanum. Það sem klikkaði þar var það að ég komst inn,“ segir Hansa. „Systir mín benti mér á auglýsinguna og ég hafði aldrei leitt hugann að þessu. Ég sló bara til og sé ekkert á eftir því. Þetta sameinar svo margt.“ Hansa hefur gefið út tvær plötur með Selmu Björnsdóttur, vinkonu sinni, og eina sólóplötu sem hún vann í samstarfi við Karl Olgeirsson. Hún segir það alltaf á stefnuskránni að gera meira. „Það blundar alltaf í manni að vinna að meiri músík. Ég þarf samt að finna eitthvert konsept og væri til í að spila meira og jafnvel semja eitthvað,“ segir Hansa. „Hefurðu gert eitthvað af því? Ég hef samið eitt lag sem kom á disknum okkar Selmu, Sögur af konum.“ Mikilvægt að ganga inn í óttann Hvernig taka stjórnendur leik- hússins í það að fastráðin leikkona skelli sér í MBA nám, meðfram vinnunni? „Vel. Hér eru allir svo yndislegir og taka tillit til þarfa manns,“ seg- ir Hansa. „Leikarar ertu alltaf að mennta sig á einhvern hátt. Maður er aldrei bara kominn með þetta. Mér finnst strax námið sem ég er í hafa breytt viðhorfi mínu til vinnunnar.“ Hvernig þá? „Bara með aukinni trú á sjálfa mig, sem er eilífðar barátta,“ segir Hansa. „Leikarar eru rosalega sjálfsgagn- rýnir. Maður þarf að vera krítískur til þess að vera góður, en það er fín lína á milli gagnrýni og uppbyggingar.“ Hansa var ráðin við Borgarleikhús- ið eftir útskrift árið 1998 og er búin að vera þar síðan. „Ferðu ekki að verða einn elsti starfsmaðurinn hér, þ.e.a.s í starfsaldri? „Ég, Halldóra Geirharðsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir erum bún- ar að vera hérna hvað lengst. Það er gaman hérna og manni líður vel,“ segir Hansa. Heldurðu að þú hættir einhverntím- ann að leika og gerist framkvæmda- stóri fyrirtækis? „Tja, það er aldrei að vita. Eng- inn veit sína ævina,“ segir Hansa. „Maður þarf alltaf að viðhalda lista- manninum í sér og endalaust að ögra sjálfum sér. Í MBA náminu er ég með fólki úr öllum stöðum þjóð- félagsins og það þarf líka alltaf að vera að ögra sér og ganga inn í ótt- ann. Þetta er eins á öllum sviðum. Það er engin miskunn í þessu frekar en öðru, ef maður ætlar að gera eitt- hvað af viti þá er engin miskunn. Ég tek hatt minn þó ofan fyrir þeim einstæðu mæðrum sem fara í þetta nám,“ segir Hansa. „Ég er það for- dekruð að ég ætti erfitt með það.“ Ertu jólabarn? Já. „Ég var það samt ekki,“ segir Hansa. „En ef maður er vinkona Selmu Björns þá verður maður að vera jólabarn, hún smitar mann svo mikið. Ég er samt ekki þannig að allt verði að vera glansandi hreint og fínt. Ef ég með mínu fólki þá er það nóg. Við verðum öll saman um þessi jól. Það er þannig annaðhvert ár, svo það verður mjög skemmtilegt. Mér finnst það best,“ segir Jóhanna Vig- dís Arnardóttir. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Við verðum öll saman þessi jól. Mynd/Hari 34 viðtal Helgin 22.-28. desember 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.