Fréttatíminn - 22.12.2014, Page 39
Allt sem fer upp kemur aftur niður
Frágangur
eftir jólin
Við elskum jólatré
Eftir hátíðirnar þegar jólatréð hefur
þjónað sínu hlutverki skulum við koma
því í réttan farveg.
Mörg sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu
hafa sótt jólatrén til íbúa og hægt er að
finna upplýsingar um það á heimasíðum
þeirra. Aðrir geta nýtt sér það að koma
með jólatrén á endurvinnslustöðvar
SORPU. Þar er tekið við jólatrjám frá
einstaklingum án gjaldtöku, en fyrirtæki,
verktakar og stofnanir greiða móttöku-
gjöld samkvæmt gjaldskrá stöðvanna fyrir
allan úrgang, þ.m.t. jólatré, nema annað sé
sérstaklega tekið fram. Jólatré sem koma
inn á endurvinnslustöðvarnar eru send til
frekari vinnslu, þ.m.t moltugerðar.
Bláa tunnan vill allan jólapappír
n Allur jólapappír
má fara í bláu
tunnuna, í bláa
grenndargáminn
í hverfinu þínu
eða í pappírs-
gáminn á næstu
endurvinnslu-
stöð. Undan-
skilinn er glans
„jólapappír“ úr
plasti.
n Best er að brjóta
pappaumbúðir
saman svo þær
taki minna pláss
og fjarlægja
allt plast sem
getur leynst inni
í þeim.
n Plastumbúðum
og glans „jóla-
pappír“ má
skila í græna
grenndargáma
eða á endur-
vinnslustöðvar.
n Tilvalið er að
geyma það sem
heilt er, eins og
t.d. skrautborða
og jólapappír
og nota aftur á
næsta ári.
Hversu margir pokar eru í stofunni á jóladag, fullir af jólapappír og umbúðum
utanaf skemmtilegum gjöfum?
Nú er stór hluti höfuðborgarbúa kominn
með bláa pappírstunnu þar sem tilvalið er
að losa sig við pappírsumbúðir eftir jólin.
Ef um mikið magn er að ræða er gott að
gera sér ferð á endurvinnslustöð og losa
sig við allan úrgang eftir jólahaldið þar.
Eftir áramótin er borgin undirlögð af
flugeldarusli sem grotnar niður og verður
að drullu og sóðaskap. Þó svo að flugeldar
séu úr pappa, þá er notaður leir í botninn
sem gerir það að verkum að pappinn sem
eftir verður er ekki hæfur til endurvinnslu.
Þar af leiðandi fer flugeldarusl í almennt
sorp, nema ósprungnir flugeldar – þeir fara
í spilliefnagáminn á endurvinnslustöðvum
SORPU.
Einnig er hægt að skila umbúðum og
leifum af flugeldum og tertum á endur-
vinnslustöðvar.
SORPA hefur í gegnum tíðina haft
frumkvæði að fjölmörgum verkefnum
sem snúa að samfélagslegum jafnt
sem umhverfislegum málum. Dæmi
um velheppnað verkefni er rekstur
Góða hirðisins, þar sem gamlir munir
og húsbúnaður fá nýtt líf í höndum
nýrra eigenda og ágóðinn rennur til
góðgerðamála. Frá upphafi hafa um
190 milljónir runnið til góðgerðamála
í gegnum Góða hirðinn og yfir 10.000
tonn af húsbúnaði fengið nýtt líf hjá
nýjum eigendum. Þá hefur SORPA verið
í samstarfi við Rauða krossinn og fleiri
félagasamtök um söfnun á fatnaði,
skóm, kertavaxi, dósum og flöskum, þar
sem endurnýting og samfélagslegur
ávinningur fara saman.
Að auka umhverfisvitund og draga úr
myndun úrgangs
SORPA sinnir öflugu fræðslustarfi og
hefur gert frá árinu 1996. Það felst
fyrst og fremst í móttöku skólahópa og
er tekið á móti um 3000 nemendum
á ári, auk annarra hópa, í fræðslu. Í
fræðslustarfinu er lögð áhersla á leiðir
til að draga úr myndun úrgangs og
hvað það þýðir að vera umhverfislega
ábyrgir neytendur. Umhverfisáhrif
mismunandi úrgangstegunda eru rædd
og nemendur fá tækifæri til þess að sjá
með eigin augum hvernig vinnslunni er
háttað hjá SORPU. Áhersla hefur verið
lögð á að neytendur dragi úr umbúða-
notkun eftir fremsta megni, t.d. plast-
poka, og hefur SORPA meðal annars
framleitt og gefið bæði margnota inn-
kaupa- og flokkunarpoka um árabil til
þess að auðvelda viðskiptavinum sínum
að minnka plastpokanotkun. Þá ber að
geta þess að blátunnuvæðingin hefur
gert um 10 milljónir plastpoka á höfuð-
borgasvæðinu óþarfa þar sem pappír
og pappi sem í blátunnuna fer þarf ekki
að vera í pokum.
SamfélagSlegur og umhverfiSlegur ávinningur
SORPA er í eigu sveitarfélaganna á
höfuðborgarsvæðinu, og þar með
íbúa þeirra, og skal rekið án hagn-
aðar. Leiðarljósið er að hámarka
umhverfislegan ávinning en um
leið að finna hagkvæmustu lausnir
á meðhöndlun úrgangs þannig að
óhóflegur kostnaður lendi ekki á
íbúum svæðisins.
Almanak SORPU
er komið út
n ú er hægt að nálgast hið sí-vinsæla almanak SORPU sem öllu jöfnu hangir uppi
á 12.000 heimilum, stofnunum og í
fyrirtækjum. Hægt er að nálgast al-
manakið á starfsstöðvum SORPU,
s.s. endurvinnslustöðvum, verslun
Góða hirðisins og á skrifstofunni.
SORPA hefur gefið út almanakið
frá árinu 2002 og er ákveðið þema
tekið fyrir á hverju ári sem tengist
endurvinnslu eða endurnýtingu á
einhvern hátt. Almanakinu er ætl-
að að vekja fólk til umhugsunar og
sýna fram á að í úrgangi leynast
verðmæti sem geta orðið að ein-
stökum listaverkum, nýjum vörum
eða umbúðum við endurvinnslu.
Almanakið í ár er unnið í samstarfi
við Hlutverkasetur og urðu verkin til
í listasmiðjuviku í september 2014.
Hugmyndir verkanna kviknuðu m.a.
við skoðun á því sem til fellur á heim-
ilum þátttakenda og eftir heimsókn í
verslun Góða hirðisins.
Þátttakendur listasmiðjunnar
komust að því að fegurð hlutanna
liggur í upplifun hvers og eins. Feg-
urðin getur leynst þar sem hennar
er síst að vænta og það er okkar að
koma auga á hana og miðla henni
áfram til annarra í gegnum verk
okkar.
Hlutverkasetur tekur á móti ein-
staklingum sem vegna sálrænna
áfalla eða sjúkdóma geta ekki
stundað nám eða atvinnu. Hlut-
verkasetur býður upp á hvatningu
og stuðning í formi námskeiða, sam-
veru, fræðslu og ýmissa viðburða til
að einstaklingar öðlist aukið sjálfs-
traust. Markmið Hlutverkaseturs
eru að auka lífsgæði, veita stuðn-
ing, finna og rækta hæfileika fólks,
nýta þekkingu og reynslu fólks og
veita undirbúning fyrir skóla og/eða
vinnumarkað.
Í almanakinu er einnig að finna
flokkunartöflu SORPU sem nauð-
synlegt er að hafa uppi við á hverju
heimili.
Unnið í samstarfi við
SORPU
Styrkþegar úr desember úthlutun Góða hirðisins sem voru afhentir 19.
desember.
Það eru 30-36 flokkunarmöguleikar á endurvinnslustöðvum SORPU.
Þú getur nálgast ítarlegar flokkunarleiðbeiningar á sorpa.is.
Veldu vistvænan lífsstíl OPIÐ mán–fös 12.30–19.30
Breiðhella opnar 8.00
lau–sun
12.00–18.30
LEGGUR ÞÚ ÞITT AF
MÖRKUM?
Komdu við á næstu endurvinnslustöð og náðu þér í nýtt
dásamlegt dagatal sem inniheldur m.a. flokkunartöflu
SORPU fyrir árið 2015.
grænn lífsstíll 39 Helgin 22.-28. desember 2014