Fréttatíminn - 22.12.2014, Síða 62
V ið ætlum að troðfylla kofann og hafa skemmtilegt ball. Nú er Siggi Hlö loksins að
koma í 101 að spila,“ segir plötusnúð-
urinn og skemmtikrafturinn Sigurð-
ur Hlöðversson, Siggi Hlö.
Siggi hefur tekið höndum saman
við þrjá aðra plötusnúða fyrir stór-
dansleik í Gamla bíói á laugardags-
kvöld, 27. desember. Auk Sigga
troða upp Ívar Guðmunds, Hlynur
Mastermix og Daddi diskó. Þema
kvöldsins er Veistu hver ég var? –
hinn vinsæli útvarpsþáttur Sigga
Hlö á Bylgjunni á laugardögum.
„Það er ekki auðvelt að draga fólk
á besta aldri út úr húsi en þarna kem-
ur þetta skemmtilega laugardags-
kvöld milli jóla og nýárs. Þetta er
gott kvöld til að hrista af sér jólin og
tilvalið fyrir þá sem kannski nenna
ekki út á gamlárskvöld,“ segir Siggi.
Hann segir að Gamla bíó sé orð-
ið mjög flott hús og henti vel fyrir
viðburð sem þennan. „Þetta verð-
ur í fyrsta skipti sem þarna er al-
mennilegur dansleikur eftir breyt-
ingarnar. Við erum búnir að leigja
sverustu diskókúlurnar og reyk-
vélarnar. Mér þykir samt leitt að
segja frá því að sápukúluvélin sem
við reyndum að fá var ónothæf.“
Þema kvöldsins er eins og áður
segir tónlistin úr útvarpsþætti
Sigga. Þar er tónlist frá níunda ára-
tugnum áberandi en í Gamla bíói
mun líka heyrast tónlist frá tíunda
áratugnum. Óhætt er að fullyrða
að fólk sem stundaði skemmtistaði
á borð við Hollywood, Klúbbinn,
Broadway, Casablanca, Evrópu,
Nelly’s, D14, Traffic, Tunglið og
Þjóðleikhúskjallarann muni finna
eitthvað við sitt hæfi á dansleiknum.
Siggi á sér traustan aðdáenda-
hóp sem hlustar á útvarpsþátt
hans. „Jájá, þær dvína ekkert vin-
sældirnar. Því er mest fyrir að
þakka íslenskri kvenþjóð, hvítvíni
og sumarhúsum – í þessari röð,“
segir plötusnúðurinn í léttum tón.
En fyrst þú ert svo vinsæll, af
hverju ertu þá að deila sviðinu með
hinum plötusnúðunum þremur?
„Ég lít reyndar svo á að þeir séu
miklu stærri nöfn en ég í plötu-
snúðabransanum, þeir byrjuðu
langt á undan mér. Þeir eru líka
með metnaðarfullar bítskiptingar
meðan ég er meira að keyra lögin
áfram og biðja um að sjá hendur
á lofti. Það er fínt að deila svið-
inu með þessum strákum, þá get
ég skálað við fólkið – með menn
í vinnu.“
Dansleikurinn er á laugardags-
kvöld og opnar húsið klukkan 23.
Miðaverð er 2.990 krónur og fer
forsala fram á Miði.is.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Siggi Hlö hefur tekið höndum saman við þrjá aðra plötusnúða
fyrir stórdansleik í Gamla bíói á laugardagskvöld. Tilvalið
kvöld til að hrista af sér jólin, segir Hlö sem þakkar vinsældir
sínar kvenfólki, hvítvíni og sumarbústöðum.
Skemmtanir FyrSti danSleikurinn í endurnýjuðu Gamla bíói
Siggi Hlö með diskókúlur
og reykvélar í 101 Reykjavík
Siggi með aðstoðarmenn sína. Frá vinstri eru Daddi diskó, Hlynur Mastermix og Ívar Guðmunds. Ljósmynd/Hari
tónliSt Plata með klaSSíSkum SönGlöGum
Flakkar á milli Íslands og Ameríku
Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópran-
söngkona gaf nýlega út geisladisk-
inn Í dag skein sól. Á diskinum eru
bæði íslensk sönglög í bland við
þýskar aríur Wagners. Ingibjörg
segist lengi hafa ætlað að taka þessi
lög upp. „Þetta eru lög sem ég hef
verið að syngja í gegnum tíðina og
langaði að gefa út,“ segir Ingibjörg.
„Ég hef svo undanfarið aðeins verið
að gæla við Wagner og fannst því til-
valið að hafa nokkur lög eftir hann
með á diskinum,“ segir hún enn
fremur.
Ingibjörg nam sópransöng í Söng-
skólanum og svo í Þýskalandi. Í dag
syngur hún innanlands sem utan,
milli þess sem hún starfar sem
kennari við Klettaskóla í Reykjavík.
„Ég hef mikið verið að fara til
Bandaríkjanna undanfarið og er
með nokkrar ferðir á prjónunum
á nýju ári, sem og tónleikaröð í
Seattle árið 2016,“ segir Ingibjörg.
„Markaðurinn hér heima er svo lít-
ill að maður verður að leita á fleiri
mið.“
Ingibjörg er barnabarn Sigurveig-
ar Hjaltested óperusöngkonu og er
platan tileinkuð henni. „Hún studdi
mig og hvatti á tónlistarbrautinni
og mig langaði til þess að tileinka
henni og afa, Ólafi Beinteinssyni
tónlistarmanni, þessa plötu,“ segir
Ingibjörg.
Í dag skein sól er gefin út af Rödd-
um Reykjavíkur og fæst í öllum
verslunum Eymundsson, og Nettó.
-hf
Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir er barna-
barn Sigurveigar Hjaltested óperu-
söngkonu og tileinkar plötu sína
henni. Mynd/Gunnar Freyr Steinsson
Sveitabók Eggerts
slær í gegn
Síðustu dagar jólabókaflóðsins eru
nú að renna upp. Ekki kemur á óvart
að metsöluhöfundarnir Arnaldur
Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir
eiga mest seldu bækur landsins en í
flóðinu leynast þó nokkrir spútnik-
höfundar. Þar á meðal er Eggert
Þór Bernharðsson sem sendi frá sér
bókina Sveitina í sálinni. Forlagið
pantaði endurprentun af henni áður
en fyrsta upplag kom í hús eftir að
hafa skynjað mikinn áhuga á bókinni.
Sá áhugi reyndist sannarlega vera til
staðar því alls eru átta þúsund eintök
af bókinni farin í bókaverslanir. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Forlaginu
reyndist ekki unnt að prenta meira
af henni vegna pappírsskorts. Annar
spútnikhöfundur er Ófeigur Sigurðs-
son með bók sína, Öræfi. Frétta-
tíminn greindi frá því á föstudag að
bókuð hefði verið neyðarprentun
á bókinni og skilaði hún sér í hús á
laugardag. Áhuginn var slíkur að allt
upplagið er nú komið í verslanir.
Orðbragð í pakkanum
RÚV gaf starfsmönnum sínum jólagjöf fyrir
helgina. Í pakkanum leyndist bókin Orð-
bragð sem heitir eftir samnefndum þáttum
sem notið hafa mikilla vinsælda – einmitt á
stöð starfsmannanna.
Heitir aðdáendur
Greinilegt er að tónleikar Dimmu og Bubba
Morthens, sem verða haldnir í Hörpu þann
6. mars, hafi hitt í mark hjá rokkþyrstum
Bubbaaðdáendum. Klukkutíma eftir að
miðasala opnaði fyrir helgina voru strax
500 miðar seldir. Einhverjir rokkarar mega
því búast við miða í jólagjöf.
fridaskart.is
Strandgötu 43
Hafnarrði
íslensk hönnun í gulli og silfri
62 menning Helgin 22.-28. desember 2014