Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.10.2014, Síða 55

Fréttatíminn - 17.10.2014, Síða 55
jólahlaðborðHelgin 17.-19. október 2014 55 Jóhannes Steinn Jóhannesson, matreiðslumeistari Slippbarsins, leggur áherslu á að jólin á Slipp- barnum séu öðruvísi en á hinu venjulega hlaðborði þar sem Slippbarinn verði með hátíðar- matseðil fyrir tvo eða fleiri til að deila. „„Sharing is caring“ eru orð sem við höfðum að leiðarljósi í jólamatnum á Slippbarnum,“ segir Jóhannes Steinn. „Við elsk- um að hafa gaman og gleðina við völd. Við elskum að njóta og deila matnum, sem matreiðslumeist- arar okkar útbúa af metnaði. Jólamaturinn er óhefðbundinn og skemmtilegur og er borinn beint á borðið þitt. Jólaklukk- urnar klingja í takt við kokteilana okkar og jólahjólið stendur beint fyrir utan barinn. Við viljum bara eiga gleðileg jól með ykkur,“ segir Jóhannes Steinn um leið og hann listar upp fyrir okkur hve- nær Slippbarinn hringir inn jólin: Jólahlaðborðið okkar hefst að kvöldi föstudagsins 21. nóvem- ber, kr. 7900.- Jólahádegið okkar hefst mánu- daginn 24. nóvember frá kl. 11.30 - 14 alla virka daga, kr. 3900.- Jólabrunchinn okkar hefst laugardaginn 22. nóvember frá kl. 12 - 15 allar helgar fram að jólum, kr. 3900.- Börn 6-12 greiða hálfvirði og 0-5 ára greiða ekkert. Borðapantanir: S. 560 8080 eða á slippbar- inn@icehotels.is Á Hilton Reykjavík Nordica er boðið upp á jólastemningu í margvíslegum myndum. Páll Hjálmtýsson, veitinga- stjóri VOX, segir jólin á Hilton og VOX vera sérlega hátíðleg. „Við njótum þess að koma þér í jólaskap og hér eru margir möguleikar í boði,“ segir hann. „Í fyrsta lagi er það Jóladýrðin á Hilton. Þar fer saman ævintýraleg umgjörð og unaðslegar kræsingar frá matreiðslumeisturum VOX. Jógvan Hansen, Pálmi Sigurhjartar og Erna Hrönn skemmta gestum yfir borð- haldi og í lok kvölds sláum við upp alvöru dansleik sem stendur til kl. 01. Opnað verður inn í forsal- inn kl. 19 og er fólk velkomið á „happy hour“ fyrr, milli kl. 17 og 19 á VOX Lounge og VOX Bar, en VOX Lounge er nýtt og skemmtilegt rými hér í alrými hótelsins á jarð- hæðinni, mjög huggulegt,“ segir Páll. „Hilton getur einnig tekið á móti stærri hópum í sérsal á annarri hæð hótelsins sem rúmar allt að 200 manns og hafa fyrirtæki nýtt sér það að vera út af fyrir sig.“ Jólahlaðborðið hefst 21. nóvember og lýkur 13. des- ember og er öll föstudags- og laugardagskvöld. Verðið er það sama og síðastliðin ár, kr. 9.400,- VOX Restaurant mun sem áður taka þátt í jóladýrðinni en jólabrunchinn á VOX er orðinn ómissandi hluti af aðventunni. „Jólabrunchinn og jólahádegishlaðborðið okkar á virkum dögum eru orðin mjög þekkt enda bæði hátíðleg og sérlega gómsæt. Fyrsti brunchinn okkar Gleðileg jól á Slippbarnum Jóladýrðin á Hilton og VOX er 22. nóvember og er þó nokkuð síðan að fólk fór að bóka sitt borð í brunchinn,“ segir Páll. Nýr valkostur um jólin VOX Club er nýtt og spenn- andi rými sem opnað var í vor og þar verður hægt að vera með skemmtileg jóla- partý, bæði með standandi og sitjandi borðhaldi og veit- ingum við allra hæfi. „Þetta er öðruvísi en Jóladýrðin í hátíðarsalnum, umhverfið er hrárra og veitingarnar léttari. Við köllum þetta Jólapartý VOX Club,“ segir Páll og bætir við að verði sé stillt í hóf þar, aðeins 7.200 kr. á manninn fyrir mikla og skemmtilega veislu. Jólin í fyrirtæki, jólafund- ir og fjölskyldujólaboð Fyrir utan þetta allt bjóða Hilton og VOX upp á að koma með jólin í fyrirtæki. „Meistarakokkar okkar bara snara upp jólahlaðborði og jólastemningu á staðnum, eftir uppskrift sem hentar,“ segir Páll. Frá 17. nóvember bjóðum við fyrirtækjum einnig upp á jólalega fundi á Hilton. Heitt súkkulaði og jólasmákökur og fundar- pakkar í jólabúningi. En það eru ekki bara fyrirtæki sem njóta góðs af þessari þjón- ustu því við bjóðum einnig fjölskyldum og vinahópum að koma saman á Hilton í stað þess að halda jólaboð í heimahúsi. Að njóta jólanna með þínu fólki og láta okkur sjá um undirbúninginn,“ segir Páll og bætir við að það sé sívinsælli kostur sem fjöl- skyldur og vinahópar séu að nýta sér við mikla ánægju. Borðapantanir á Jóla- dýrð Hilton og á VOX: s. 444 5050/ hilton@hilton. is og vox@vox.is Iceland Airwaves Jólin á Slippbarnum 2014 FORRÉTTIR Jólasúpa með graskeri og appelsínu Chorizo, Serrano, reykt andabringa, síld með brúnuðu smjöri, sinnepi, lauk og eggjum. Tempura þorskur með tartarsósu og límónu. Dökkt súrdeigsbrauð, kúmenlaufa- brauð og smjör AÐALRÉTTIR Kalkúnabringa í trönuberjagljáa ásamt salt- bakaðri seljurót og rósakáli, purusteik með sítrónu og salvíu, sultuðum plómum, sýrðum laukum og jólasósu ásamt jólasalati Slippbarsins 2014 og róstuðum kartöflum í andafitu með kryddjurtum EFTIRRÉTTUR Tanariva mjólkursúkkulaðimús, frosinn sítrus- frómas, möndlumarsipan svampur í karamellu og kirsuberjamarengs Hefst mánudaginn 24. nóvember 2014 Kl. 11:30 - 14:00 alla virka daga. Verð kr. 3.900,- á mann. JÓLIN - HÁDEGI JÓLIN - KVÖLD KALDIR RÉTTIR Tómatsúpa með eldpipar, nýbökuðu brauði og pestó Grísk jógúrt með hunangi, berjasultu og músli Heilsuskot Blandaður ávaxtabakki Síldarsalat með eggjum Chili rækjur Grafinn lax með sætri sinnepssósu Chorizo pylsa og Serrano skinka Flatbökur að hætti Slippbarsins Sneiddar kalkúnabringur með jólasalati og trönuberjagljáa HEITIR RÉTTIR Grillaður reyktur grísakambur „BBQ!” Djúpsteiktar pylsur á priki! Osta ommeletta Róstaðar sætar kartöflur Steikt brokkolí með sesam og chili Purusteik og sveppasósa EFTIRRÉTTIR Stökkar vöfflur með Golden sýrópi og súkkulaðismjöri Marengsterta Jólafrómas Lagkaka Sætir bitar Ávaxtasafi og uppáhellt kaffi fylgir með hlaðborðinu Hefst laugardaginn 22. nóvember - Kl. 12:00 - 15:00 Verð 3.900 - Laugardagar og sunnudagar. LYSTAUKAR Chorizo, Serrano, Reykt andabringa, Stökkt grísaflesk með ídýfu Kremaðar sveppakrókettur með perlubyggi Kjúklingalifrarfrauð með villtum berjum Sætkartöflusnakk með reykostakremi Dökkt súrdeigsbrauð, kúmenlaufabrauð og smjör FORRÉTTIR Rauðrófusalat með geitaosti, lakkrís, brómberjum og sætu ediki Heitreyktur lax á spjóti með piparrót, sítrónu, einiberjum og dilli Síld með brúnuðu smjöri, sinnepi, lauk og eggjum Tempura þorskur með tartarsósu og límónu AÐALRÉTTIR Kalkúnabringa í trönuberjagljáa ásamt saltbakaðri seljurót og rósakáli, purusteik með sítrónu og salvíu, sultuðum plómum, sýrðum laukum og jólasósu ásamt jólasalati Slippbars- ins 2014 og róstuðum kartöflum í andafitu með kryddjurtum. EFTIRRÉTTUR Tanariva mjólkursúkkulaðimús, frosinn sítrusfrómas, möndlu- og marsipansvampkaka í karamellu og kirsuberjamarengs Hefst föstudaginn 21. nóvember 2014 - Kl. 18:00 - 22:00 Verð kr. 7.900,- á mann JÓLIN - BRUNCH
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.